Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 14

Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 14
Loksins er komin afsökunin sem unnendur fallegra og dýrra bíla hafa beðið eftir: En elskan mín. Hann á bara eftir að hækka í verði! – geta lesendur sagt við makann ef honum þykir ekki viturlega farið með sparifé fjölskyldunnar að nota það til að kaupa klassískan ítalskan sportbíl. Financial Times greindi frá því fyrr í vikunni að frá árinu 2015 hafi verð vel með farinna Lamborghini- fornbíla hækkað meira en bresk rík- isskuldabréf og skilað álíka góðri ávöxtun og FTSE 100-vísitalan. FT fær þetta út með því að bera mark- aðstölur saman við svokallaða HAGI-vísitölu sem vaktar verðþró- un eftirsóttustu fornbíla. Eins og vera ber með fornbílamarkaðinn hafa vissar tegundir hækkað meira en aðrar og þannig væri hægt að vænta þess að fá í dag nærri tvöfalt hærra verð fyrir gott eintak af Lam- borghini Miura en fyrir fjórum ár- um. Það eru ekki bara bílar frá 8. áratugnum sem hafa hækkað; ákveðnar útgáfur af Diablo frá 10. áratugnum hafa líka nærri tvöfald- ast í verði. SLS AMG-sportbíllinn frá Mercedes-Benz – þessi með vængjahurðunum – kom fyrst á markað árið 2010 en framleiðslu var hætt 2014. Svokölluð „Black Series“ útgáfa af bílnum, sem fékkst í tak- mörkuðu upplagi árið 2013, kostaði þá um 230.000 pund en myndi í dag seljast á tvöfalt eða þrefalt hærra verði. Bæði geta þeir sem keyptu rétta bílinn á réttum tíma vænst þess að innleysa mjög góðan hagnað, ef þeir kæra sig um að selja en svo er líka miklu skemmtilegra að hafa fallegan sportbíl inni í bílskúr til að dást að, en að horfa á virði verðbréfasafnsins sveiflast upp og niður á tölvuskjá. Skattfrjáls gleðigjafi Vitaskuld er bílabrask áhættusöm viðskipti og ætti alltaf að reikna með því að tapa á bílakaupum frekar en að græða. Myndi þykja mjög gott að vera svo heppinn í bílaviðskiptum að geta komið út á sléttu við sölu, og hafa þannig faktískt ekið bílnum „ókeypis“ á meðan hann var í notk- un, en þá er eftir að taka með í reikninginn viðhalds- og viðgerð- arkostnað, tryggingar skatta og annað umstang sem fylgir því að eiga og reka bíl. Þeir sem velja í staðinn að hjóla og setja allan pen- inginn í verðbréfasjóð losna við þess háttar basl og áhættu. Þá þarf að geyma bílinn einhvers staðar – helst inni í hlýjum og tandurhreinum bíl- skúr – og hæsta verðið fæst yfirleitt fyrir minnst notuðu bílana. Er því ekkert sem heitir að skjótast á fjár- festingunni út í næstu búð eftir potti af mjólk. Svo á verð fornbíla það til að hækka og lækka í takt við efna- hagsástandið almennt. Ef hluta- bréfamarkaðir taka dýfu er næsta víst að erfiðara verður að fá gott verð fyrir eðalbíla. En ekki afskrifa það alveg strax að kaupa bíl sem fjárfestingu. Ólíkt viðskiptum með hlutabréf þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum af sölu bifreiðar, „nema eignanna hafi verið aflað í þeim til- gangi að selja með hagnaði“, eins og segir á vefsíðu Ríkisskattstjóra. Er líka ekkert sem segir að megi ekki snerta bílinn ef hann hefur þeg- ar fengið einhverja notkun. Það er allt annað að bæta 5.000 km á bíl ef að þegar eru 50.000 km á mælinum, en að gera slíkt hið sama við glæsi- kerru sem hefur aðeins verið gang- sett einu sinni. Raunar má halda því fram að það sé gott fyrir innvols eldri bíla að vera notaðir endrum og sinnum, frekar en að sitja alveg óhreyfðir. Að vísu vildi einn bíla- braskarinn sem ég ráðfærði mig við meina að það væri alveg galið að ætla að geyma og nota öndvegisbíl á Íslandi, með það fyrir augum að selja hann síðar. Ástand vega væri svo slæmt að það færi illa með bíl- ana; óhreinindin skemmdu lakkið og fyndu sér leið inn í allar glufur, að ekki væri talað um salt sjávarloftið. Þurfa að vera mjög sérstakir Þeir sem eru á þeim buxunum að kaupa sér eins og einn ítalskan sportbíl, til að selja með hagnaði síð- ar, ættu því að kaupa í leiðinni bíl- skúr suður á Spáni eða Ítalíu. Það tryggir líka að bíllinn verður ekki notaður of oft, að þurfa að gera sér sérstaka ferð suður að Miðjarð- arhafi til að fara í bíltúr. Ekki þarf heldur að fela lyklana fyrir ung- lingnum á heimilinu. Þá þykja alla jafna meiri líkur á að gott verð fáist fyrir bílinn ef um er að ræða sér- útgáfu sem fékkst í takmörkuðu upplagi, eða einstaklega vel útbúið eintak af síðustu kynslóð merki- legrar bifreiðar. Má nefna, í því ljósi, að þess virðist skammt að bíða að forþjöppulausir 8, 10 og 12 strokka sportbílar geti með engu móti fullnægt mengunar- og hávaða- kröfum stjórnvalda og því ógalið að svipast um eftir vel með förnum Porsche 911 GT3, Ferrari 813 Su- perfast eða Lamboghini Huracán Performante. Annað ráð er að kaupa bíla með það í huga að þegar bíladellufólk kemst á miðjan aldur og eignast loksins einhvern pening, þá vill það oft mest af öllu aka um á draumabíl unglingsáranna. Þess vegna má reikna með að þeir bílar hækki mest á komandi áratug sem prýddu vegg- spjöld í unglingaherbergi þeirra sem núna eru að ná þeim aldri að komast í framkvæmda- og for- stjórastöður. Veðmálið gengur upp að því gefnu að unga fólkið muni ekki missa allan áhuga á bílum. Óttast sumir að kyn- slóðin sem er núna að vaxa úr grasi muni ekki kunna að meta „alvöru bíla“, enda alin upp við ósköp hvers- dagsleg ökutæki með lítinn persónu- leika. Ef kaupendurnir eru fáir má seint reikna með að verðið á merki- legum eldri bílum rjúki upp. Úr sem bera ávöxt Vilji lesendur ekki braska með fallega bíla má í staðinn reyna að græða með útpældum fjárfestingum í armbandsúrum. Þar eru lögmálin n.v. þau sömu og í bílaviðskiptunum og fæst hæst verð fyrir úr sem aldr- ei hafa verið tekin úr boxinu. Getur það lækkað verð á úri um 30% ef boxið, pappíra og aðra fylgihluti vantar. Að sögn þeirra sem til þekkja er langsamlega öruggast að veðja á Rolex, en hlutfallsleg verð- hækkun við endursölu er, merkilegt nokk, mest á ódýrari úrum sviss- lenska framleiðandans. Þannig er ekki óalgengt að þeir sem komast t.d. yfir nýtt Daytona-stálúr geti komið því strax í verð með 100% hagnaði, enda úr sem svo fjarska marga langar í. Audemars Piguet og Patek Philippe þykja líka sniðugur fjárfestingarkostur. Einn safnarinn í vinahópi blaða- manns benti á að auk þes að vera eigulegir gripir sem gaman er að hafa á úlnliðnum hafi lúxusúr þann kost fram yfir bannkainnistæður og hlutabréfasöfn að enginn veit af þeim, og því enginn sem notar þessa eign til frádráttar frá lífeyri eða bót- um. Þegar kemur svo að því að kveðja vini og ættingja fyrir fullt og allt greiðir ekki nokkur maður af því erfðafjárskatt þótt veglegur Rolex færist af einum úlnlið yfir á annan við síðasta handabandið. Betri er bíll í skúr en tölur á skjá Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Það er ágætis regla að fjár- festa í fjölbreyttri blöndu af hlutabréfum og skulda- bréfum, og kannski eiga nokkrar únsur af gulli upp á grín. En hvað um að bæta sígildum sportbíl eða eigu- legum Rolex við fjárfest- ingasafnið? AFP Gestur virðir fyrir sér fágætan Lamborghini Veneno blæjubíl á uppboði í Sviss. Bíllinn var einn af mörgum sem gerðir voru upptækir úr bílasafni sonar fyrrverandi forseta Miðbaugs-Gíneu. Hann kostaði sennilega um 4,5 milljónir dala nýr árið 2014 en var sleginn hæstbjóðanda fyrir jafnvirði um 8,3 milljóna dala. Ekki amaleg ávöxtun það. 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Pier leðursófi Fáanlegur 3 lengdum Verð frá 259.000 kr. Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt. MIÐBORGIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.