Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 4
Nóg er að gera í grín- og grímubún- ingaversluninni á Laugavegi enda hrekkjavakan í þessari viku og margir Íslendingar sem missa ekki af tækifæri til að klæða sig í búning og gera sér glaðan dag. Fyrirtækið er líklega í hópi þeirra elstu á Laugaveginum, stofnað árið 1973 af foreldrum Einars. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Breytingar eru að verða á við- skiptavenjum Íslendinga og sam- keppni að aukast. Úrvalið er mikið og aldrei hefur verið auðveldara að versla við erlendar vefsíður, og ýms- ar búðir sem bjóða vörur tengdar hátíðum eins og öskudegi og hrekkjavöku. Okkar styrkur er fólg- inn í því að bjóða upp á grímuvörur og aðrar vörur til skemmtana árið um kring og getum við þar að auki þjónað landsbyggðinni í gegnum netverslunina HokusPokus.is. Á vissan hátt erum við sérverslun með vörur sem alla jafna er ekki hægt að fá annars staðar og fólk sækir til okkar þó það sé ekki endilega vant að koma í miðbæinn til að versla. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég fór á fyrirlestur með Brian Tracy fyrir nokkrum árum og líkaði það vel. Minnisstæðustu bækurnar eru sígildar og fela í sér jákvæða hugsun og hvatningu í lífinu og við- skiptum, s.s. eftir höfunda og áhrifa- valda á borð við Norman Vincent Peale og Dale Carnegie. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með því að vera virkur í að sjá sem mest um eigin rekstur ásamt bókhaldi og að fylgjast með því sem þar breytist, og tileinka mér nýj- ungar sem snúa að markaðssetningu sem er sífellt að verða flóknari. Einnig reyni ég að fylgjast með því sem er að gerast á mínu verksviði með því að fara á sýningar erlendis bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa gætur á því sem er að gerast í kvikmyndaheiminum því að þar eru skapaðar þær söguhetjur sem síðan koma inn á grímubúninga- og fylgi- hlutamarkaðinn. Hugsarðu vel um líkamann? Er búinn að vera að hlaupa reglu- lega með KR-skokkhópnum frá því hafa ekki komið til baka og nú er það svo að ég get ekki hugsað mér lífið án þess að komast reglulega út að hlaupa. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Er í draumastarfinu, að því leyti að ég get best hugsað mér að vera minn eigin herra. Það er mest gef- andi, að mínu mati, að skapa sitt eigið og sjá hvernig hugsun og fyrirhöfn þróast. Í mínum rekstri eru ótal áskoranir og með því ánægjulegasta er þegar maður sér eitthvað sem maður sá fyrir sér rætast, sem og þegar maður byrjar á einhverju nýju og fær að sjá það vaxa. Svo er auðvitað fullt af verk- efnum sem aldrei verða að neinu en maður heldur áfram, og alltaf eitthvað sem blómstar og nægir til að viðhalda áhuganum og trúnni á að maður sé að gera eitthvað rétt. SVIPMYND Einar Arnarsson, eigandi Hókus Pókus Þykir gaman þegar honum tekst að sjá hlutina fyrir Morgunblaðið/Hari Einar byrjaði að skokka af kappi þegar hann varð fimmtugur og fuku strax tíu kíló sem ekki hafa komið aftur. Rótgróin verslun hans á Laugaveginum lenti í öðru sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi smáfyrirtæki. 2013. Hef tekið þátt í ógrynni af tíu kílómetra keppnishlaupum og fullt af hálfmaraþonum auk fjög- urra heilla maraþona. Það síðasta og besta var í Berlín í lok sept- ember. Byrjaði á þessum hlaupum árið sem ég varð fimmtíu ára og náði strax af mér tíu kílóum sem NÁM: Viðskiptabraut við Fjölbraut í Ármúla til 1985; flugvirkjun við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma til 1988; B.S. í Aviation Maintenance Management við Embry Riddle Aeronautical University útskr. 1992. STÖRF: Flugvirkjun í USA og önnur störf 1993-1996. Flugvirki hjá Icelandair 1997-2001. Eigandi og framkvæmdastjóri Hókus Pókus ehf. frá 2002. ÁHUGAMÁL: Ferðalög og uppbyggilegur tími með fjölskyldunni eru ofarlega á lista. Þar að auki eru hlaup orðin fyrirferðarmikil og svo hef ég í gegnum árin tengst flugi sem flugvirki, flugvéla- smiður, einkaflugmaður og fleira. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Hrafnhildi Eiðsdóttur kennara og eigum við saman börnin Einar Jarl og Evu Sigurbjörgu. Til viðbótar á ég Ómar og Birki, og hún Finnbjörn og Eið. HIN HLIÐIN 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019FRÉTTIR Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í beint samband við réttan starfsmann sem klárar málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum. Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Þjónustugátt Eignareksturs Traust - Samstaða - Hagkvæmni GRÆJAN Ekki verður sagt um bandaríska tæknirisann Apple að hann hafi verið leiðandi í þróun hljóðdemp- andi heyrnartóla. Allir helstu framleiðendur hafa fyrir löngu kynnt til sögunnar nett og full- komin heyrnartól sem stungið er í hlustina og nota nýjustu tækni til að núlla út umhverfishljóð svo hlusta megi á uppáhaldstónlistina í algjöru næði í klið stórborganna. En nú eru þau komin, heyrnar- tólin sem beðið hefur verið eftir, og hafa fengið nafnið AirPods Pro. Greinilegt er að verkfræðingar Apple hafa nýtt tímann vel því nýju heyrnartólin hafa það fram yfir keppinautana að vera óvenju nett. Af myndum að ráða stendur aðeins lítill stilkur út úr eyranu, rétt eins og á við um hefðbundin þráðlaus Airpods-heyrnartól, en sambærileg heyrnartól annarra framleiðenda eru fyrirferðarmeiri og líta oft út eins og stórar bingó- kúlur sem liggja utan á eyra not- andans. Þá liggja nýju heyrnartólin ekki eins í eyranu og fyrri útgáfur Air- Pods, og á þeim enda sem smeygt er inn í hlustina er plastnibba sem býr til nokkurs konar innsigli. Koma nibburnar í þremur stærð- um svo að heyrnartólin falli vel að jafnt víðum sem þröngum eyrum. Hægt er að stilla heyrnartólin þannig að þau hleypi umhverfis- hljóðum inn, sem getur oft borgað sig, og vitaskuld hægt að svara símhringingum eins og ekkert sé. AirPods Pro koma á markað vestanhafs í dag og kosta 249 dali. ai@mbl.is Loksins tók Apple við sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.