Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 6

Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 V ið hefðum aldrei getað keypt þessa íbúð nema vegna þess að við feng- um tækifæri á að búa lengur heima hjá tengdamömmu sem hvatti okkur til þess að spara fyrir íbúð. Ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir það,“ segir Sigurjón Kári aðspurður hvernig hann og kærastan Sóley Ósk náðu að kaupa sér sína eigin íbúð árið 2018, þá 23 og 24 ára gömul. „Við erum hvorugt háskólagengin heldur fórum beint að vinna eftir framhaldsskól- ann. Við vorum óákveðin varðandi það í hvaða nám við vildum fara og í stað þess að velja bara eitthvað fórum við frekar að vinna,“ segir Sóley. Hún ítrekar að ef þau hefðu farið beint í háskólanám eins og margir jafnaldrar þeirra hefðu þau ekki náð að safna fyrir íbúðinni, hvað þá ef þau hefðu þurft að vera á leigumarkaðinum samhliða námi. Notuðu séreignarsparnaðinn Sóley og Sigurjón Kári höfðu verið par í sex ár þegar þau festu kaup á íbúðinni sem er á efstu hæð í blokk í Túnahverfinu í Kópavogi. Eftir framhaldsskólann segjast þau hafa boðist til þess að borga heim þar sem þau bjuggu hjá móður Sóleyjar en hún hafi frekar viljað að þau nýttu peningana sem þau hefðu annars greitt henni upp í íbúð. „Við unnum mikið og lögðum fyrir. Á tímabili vorum við í mörgum vinnum. Við lifðum spart og drógum úr alls konar neyslu. Við erum til dæmis bara á einum bíl. Ég átti smá pening á lokaðri bók frá því ég var barn og svo gátum við tekið nærri millj- ón út úr séreignarsparnaðinum sem við settum upp í íbúðina. Það hjálpaði líka til að íbúðin sem við keyptum var ekki mjög dýr,“ segir Sóley. Keyptu og settu í leigu „Í upphafi vorum við ekki spennt fyrir því að kaupa íbúð sem þurfti að gera mikið fyr- ir og vorum því alltaf að skoða nýjar eignir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsgögnin í íbúðinni eru annað- hvort keypt á útsölum eða hafa verið fengið að láni hjá ætt- ingjum. Sófinn var til að mynda keyptur á útsölu hjá Ilvu. Sóley Ósk og Sigurjón Kári eru ungt par í Kópavogi sem keypti sér sína fyrstu íbúð árið 2018. Þau byrjuðu á því að leigja hana út í eitt ár og bjuggu áfram í foreldrahúsum til að ná að greiða niður viðbótarlánið. Íbúðarkaupin kenndu þeim að spara Parið Sigurjón Kári Sigurjónsson og Sóley Ósk Erlingsdóttir er að koma sér fyrir í sinni fyrstu íbúð. Þau náðu að safna fyrir útborgun með því að búa lengur í foreldrahúsum, lifa spart og leigja íbúð- ina út í ár eftir að þau keyptu hana. Hér segja þau frá fleiri ráðum sem hjálpuðu þeim við að koma undir sig fótunum. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Sjá síðu 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.