Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 Ljótu íbúðirnar heilluðu okkur einfaldega ekki,“ segir Sigurjón Kári og hlær. „Nýju fínu íbúðirnar voru hins vegar allt of dýrar og fóru fljótt. Við áttum engan séns þar.“ Síðan kom íbúðin í Túnunum á sölu. Parið fór á opið hús og voru þau ein mætt ásamt einu öðru pari enda voru myndirnar af íbúð- inni á netinu, að sögn Sigurjóns Kára, ógeðslega ljótar. „Skipulagið á íbúðinni var gott og verðið viðráðanlegt. Ekki spillti heldur útsýnið fyrir en af svölunum sést í Perluna, yfir Fossvoginn og út á sjó. Við urðum sammála um það að kaupa íbúðina, þrátt fyrir að við hefðum upphaflega séð fyrir okkur að kaupa stærri og fínni íbúð. Við áttuðum okkur á því að það væri skyn- samlegra að kaupa minni íbúð með lægri afborgunum.“ Parið keypti íbúðina, málaði hana og setti í leigu í eitt ár. „Á þessu ári héldum við áfram að lifa spart og náðum þannig að greiða upp viðbótarlánið sem við tókum fyrir kaupunum. Núna erum við því bara með hefðbundið húsnæðislán á íbúð- inni,“ segir Sigurjón Kári ánægður enda er afborgunin af láninu mun lægri en ef þau væru að leigja sambærilega íbúð. Auk þess hefur íbúðin nú þegar hækkað töluvert í verði. Magnafsláttur og tilboðsdagar Árið sem þau leigðu íbúðina út nýttu þau til þess að undirbúa flutningana. „Ég viður- kenni að ég er algjör afsláttarperri,“ segir Sóley og hlær en mikið af húsgögnunum og húsbúnaðinum keyptu þau á útsölum og afsláttardögum. „Sófann keyptum við til dæmis í Ilvu löngu áður en við fluttum hing- að inn, hann var bara geymdur í geymsl- Morgunblaðið/Árni Sæberg Borðstofuborðið eru þau að passa fyrir ætt- ingja en stólarnir eru keyptir á afsláttar- dögum í Húsgagnahöllinni. Ljósið fyrir ofan borðið er líka í láni frá ættingjum. Ljósið í stofunni setti Sóley sjálf saman með því að kaupa perustæði og rafmagnskapla í Bauhaus. Ég átti smá pening á lokaðri bók frá því ég var barn og svo gátum við tekið nærri milljón út úr séreignarsparnaðinum sem við settum upp í íbúðina. Það hjálpaði líka til að íbúðin sem við keyptum var ekki mjög dýr,“ segir Sóley. Sjónvarpið er á armi sem dreginn er út þegar horft er á það. Stofan virkar stærri með þessu fyrirkomulagi því annars hefði sófinn þurft að vera annars staðar. Sjá síðu 10. Sex góð ráð til fyrstu kaupenda frá Sóleyju og Sigurjóni Kára 1. Vertu sem lengst í foreldrahúsum ef það stendur til boða og leggðu pening til hliðar fyrir útborgun í íbúð. 2. Greiddu í séreignarsparnað og notaðu hann við kaupin. 3. Sparaðu við þig. Hættu að kaupa skyndibita og annan óþarfa. 4. Taktu aukavaktir og/eða fáðu þér aukavinnu. 5. Keyptu minni eign og stækkaðu við þig í litlum skrefum. Einhvers staðar þarf að byrja. 6. Reyndu að gera sem mest sjálf/ur í tengslum við framkvæmdir á húsnæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.