Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
föt og skó. Það er gott að vita af henni þar í
stað þess að þurfa að hafa allt hér uppi.“
Hættu að kaupa skyndibita
Af framansögðu virðast íbúðarkaupin ekki
hafa verið mikið mál hjá unga parinu og því
eðlilegt að spyrja hvort það sé kannski ekk-
ert mál fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð.
„Nei, það er mjög erfitt fyrir ungt fólk að
koma undir sig fótunum. Það er eiginlega
ekki hægt að spara fyrir íbúð samhliða því
að vera á leigumarkaðinum. Við hefðum
ekki getað þetta nema af því að við vorum í
fullri vinnu og meira en það, auk þess sem
við höfðum þennan stuðning frá mömmu
minni,“ segir Sóley en bætir jafnfram við að
ungt fólk geti samt vissulega sparað meira.
„Þetta ferli hefur sannarlega kennt okkur
að spara og það er nokkuð sem við munum
taka áfram með okkur.“ Þau nefna sem
dæmi að þegar þau fóru meðvitað að safna
fyrir íbúðinni sögðust þau alveg hafa tekið
skyndibitamat út. „Ungt fólk eyðir oft allt
að 5.000 krónum í tilbúinn mat á dag og það
eru upphæðir sem munar um. Við hættum
alveg að kaupa skyndibitamat og fórum að
elda meira heima og taka með okkur nesti í
vinnuna. Það munaði heilmikið um það í
stað þess að fara alltaf út að borða í hádeg-
inu eða á kvöldin.“
Og þótt íbúðin sé nú orðin þeirra og þau
að verða búin að koma sér vel fyrir eru þau
ekki hætt að spara né taka að sér auka-
vinnu. „Planið er að safna fyrir annarri
stærri íbúð en jafnframt eiga þessa íbúð
áfram og setja hana í útleigu. Við sjáum
fyrir okkur að við stækkum við okkur í
litlum skrefum. Næst flytjum við í þriggja
herbergja íbúð og svo koll af kolli,“ segir
Sigurjón Kári og Sóley tekur undir það.
„Þótt það sé þröngt hérna þá er alveg hægt
að vera með barn hérna, barnið þarf ekkert
sérherbergi strax. Það er hægt að gera
þetta skynsamlega.“
unni. Heimilistækin keyptum við síðan öll á
sama stað og fengum magnafslátt. Við feng-
um líka tilboð í gardínurnar og tókum hag-
stæðasta tilboðinu sem var frá Sólar-
gluggatjöldum.“ Sigurjón Kári og Sóley
unnu á tímabili bæði sem flugþjónar hjá
Wowair og segist Sóley líka hafa nýtt tæki-
færið og keypt smáhluti í eldhúsið erlendis
á góðu verði. „Stíllinn hjá okkur er bland-
aður. Við erum með nokkra hluti í láni frá
ættingjum og blöndum saman gömlu og
nýju.“
Geymslan framlenging af forstofunni
Þegar loksins kom að því að flytja inn í
íbúðina tók við þó nokkur vinna innandyra.
„Við erum búin að eyða rúmlega tveimur
milljónum í betrumbætur á íbúðinni. Við
skiptum um innréttingu inni á baði og
blöndunartæki en héldum öðrum tækjum og
flísum. Eins tókum við eldhúsið alveg í gegn
og parketlögðum íbúðina. Síðan skiptum við
líka um innihurðir og settum nýja innrétt-
ingu í þvottahúsið. Við ákváðum að halda
fataskápunum en skiptum um höldur. Eins
var dregið í nýtt rafmagn, “ segir Sigurjón
Kári. Þau reyndu að gera sem mest sjálf,
virkjuðu vini og kunningja en þurftu líka að
greiða iðnaðarmönnum. „Eldhúsið auglýsti
ég á netinu og það kom einhver og hirti það
sem var mjög þægilegt að þurfa ekki að
standa í því að koma því niður af fjórðu hæð
heldur geta bara haldið áfram að vinna.“
Íbúðin er 54 fm að stærð með einu svefn-
herbergi. Sóley viðurkennir að hún hefði
stundum viljað hafa meira geymslupláss.
„Við þurftum að grisja alveg helling þegar
við fluttum en þá áttuðum við okkur á því
að við áttum allt of mikið af alls konar dóti.
Íbúðin er ekki stór svo það má ekki vera of
mikið dót hérna.“ Það sem hefur bjargað
þeim er geymslan í kjallaranum sem þau
hafa nýtt sem framhald af forstofunni. „Við
erum með kommóðu í geymslunni fyrir úti-
Það er mjög erfitt fyrir ungt fólk að
koma undir sig fótunum. Það er eigin-
lega ekki hægt að spara fyrir íbúð sam-
hliða því að vera á leigumarkaðinum.
Móðir Sóleyjar fékk barborðið í
þrítugsafmælisgjöf og sómir
það sér vel í íbúð unga parsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Parið, sem hefur verið saman í 8 ár, segist hafa verið óvenju sammála með allar breytingar á íbúðinni. Þau reyndu að gera sem mest sjálf
í tengslum við betrumbætur á íbúðinni en fengu líka góða hjálp frá vinum, ættingjum og iðnaðarmönnum.
Hjónaherbergið er
hlýlegt með rúmgafli
og fullt af púðum.
Þau skiptu um innrétt-
ingu á baðherbergi og
settu upp IKEA innrétt-
ingu og speglaskáp.