Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 18
F
yrir örfáum árum fletti ég bókinni
„Íslenzk íbúðarhús“ frá árinu 1959
þar sem sýnt var frá nokkrum ís-
lenskum heimilum þess tíma og
skipulega farið yfir sögu húss og inn-
bús. Vakti það strax áhuga minn að heimilin
voru ekki svo ólík þeim sem ég rekst á á Pinte-
rest í dag, sextíu árum síðar. Pinterest, sem
má telja eina helstu innblástursveitu fólks af
minni kynslóð þegar kemur að innanhúss-
hönnun, og raunar fólks á öllum aldri, sýnir
ótal heimili af svipuðum toga líkt og til voru ár-
ið 1959. Þetta ætti svo sem ekki að koma á
óvart, en í dágóðan tíma núna hafa tekk-
húsgögn frá þeim tíma verið eftirsótt meðal
þeirra yngri og prýtt ótal forsíður Húsa og hí-
býla. Allir stílar virðast ganga hringinn en
þessi virðist einhvern veginn eilífari en aðrir.
Það er því ekki úr vegi að spyra sig hvað það
er sem gerir þessa hönnun tímalausa. Eða alla-
vega ennþá kúl.
Ný samfélagsgerð, ný hönnun
Fyrsta augljósa ástæðan er mögulega sú að
það að nota aftur gömul húsgögn þykir virð-
ingarvert í dag og yngri kynslóðir munu að öll-
um líkindum sækja mikið í skiptihagkerfi eða
versla með notuð húsgögn. Það er því kúl að
eiga gamalt. Það var alls ekki raunin á þeim
tíma sem bókin var gefin út. Ekki svo mörgum
árum áður en Íslenzk híbýli kemur út hafði
hagkvæmni og skynsemi einkennt heimili
fólks, þar sem allflestir höfðu lítið milli hand-
anna. Upp úr seinna stríði varð lífið auðveld-
ara.
Aukinn kaupmáttur leiddi til rýmri húsa-
kynna og breytti því hvernig ungt fólk hugsaði
um heimili. Hönnunin á þessum nýju heimilum
þurfti að vera þægileg fyrir búsetu í minni
rýmum í borgum sem þá uxu hratt. Rétt eins
og í dag. Blokkir voru nýjar af nálinni og hús-
gögnin, létt og einföld, hafa vafalaust þótt
kærkomin breyting frá þyngri stíl fyrri kyn-
slóða. Á þessu tímabili varð til áðurnefndur
hönnunarstíll sem kenndur hefur verið við nú-
tímann (Modern eða Mid-Century-Modern).
Náði hann hámarki á 6. og 7. áratugnum og gaf
þér að öllum líkindum hansahillur eða tekk-
sófaborðið í stofunni. Menningarsérfræðingar
hafa einnig bent á að sjónvarpsþættirnir Mad
Men, sem sýna frá heimi auglýsingasölumanna
upp úr 1960 og voru fyrst sýndir árið 2007, hafi
átt sinn þátt í því að endurvekja áhuga á stíln-
um. Stutt leit á netinu skilar þér t.a.m. grein-
um á við: „Svona stíliserar þú heimili þitt í
Mad Men-stíl.“
Þessi borðstofa
er í anda stílsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Innanhússhönnun og tískan
sem gengur í hringi á netinu
Innanhússhönnun hefur líklegast aldrei verið vinsælli eða um-
talaðri. Hún er sannarlega orðin hluti af meginstraumnum og
sérstakt áhugamál margra. Facebook-hópar, innanhúss-
ráðgjöf í gegnum netið, ódýrar vefverslanir, Instagram og
Pinterest eru bara einn hluti af þeirri flóru sem myndar lífkerfi
heimilishönnunar í símanum eða tölvunni þinni. Fjöldi fólks á
netinu er boðinn og búinn að hjálpa þér að gera heimilið þitt
fágað, fallegt og kæruleysislega sett saman. Innblásturinn er
að finna alls staðar, segir það. Í ferlinu tökum við upp stefnur
og strauma héðan og þaðan og þróum okkar eigin stíl.
Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com
Hansahillur lýsa þessu tímabili vel
en þær hafa notið mikilla vinsælda
hjá ungu fólki síðasta áratuginn.
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019