Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Síða 4
4 | Eyjafréttir | Janúar 2019 Fjölmörg félög og samtök reiða sig á þátt- töku sjálfboðaliða í starfi sínu. Fólk fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum ástæðum. Mörgum finnst störfin áhugaverð og gefandi, aðrir vilja láta gott af sér leiða og enn aðrir kjósa frekar að vinna ólaunaða vinnu en að sitja heima iðjulausir og sjálfboðaliðastarf getur verið mjög lærdómsríkt og þroskandi. Ætla má að margir Eyjamenn hafi einhvern tímann tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi. Fólk á öllum aldri ver þannig hluta frítíma síns í þágu mannbætandi starfs af ýmsu tagi. Vel má líta á sjálfboðaliðasamtök sem þriðja geira þjóðfélagsins, eða sem mikilvæga viðbót við einkageirann og hinn opinbera. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að eftir því sem sjálfboðaliðastarf í frjálsum félögum er öflugra, þeim mun traustari eru innviðir viðkomandi samfélaga. Þjóðhagslegur ávinningur af starfi sjálf- boðaliða er því mikill. Þetta þekkjum við í Vestmannaeyjum og er það víst að samfélagið okkar væri ansi fátækt ef það væri ekki fyrir vilja Eyjamanna að taka að sér hin ýmsu sjálfboðaliðastörf. Verðmæti hvers samfélags er nefnilega mannauðurinn og í Vestmannaeyjum er fullt af fólki sem sinnir hinum ýmsu störfum, sum þeirra mjög óeigingjörn og allt í þágu samfélagsins. Eyjamaður ársins að mati ritstjórnar Eyjafrétta er því Sjálfboðaliðinn, í hvaða mynd sem hann birtist. Hin árleg afhending Frétta- pýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum síðastliðinn mánudaginn fyrir fullum sal af fólki. Þetta var í 28. skipti sem Fréttapýramídinn er veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinni hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmann- eyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Starfsemi Björgunarfélagsins og Rauða krossins miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef eitthvað út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring. Eyjafréttir fengu því fulltrúa Björgunarfélagsins og Rauða krossins í Vestmannaeyjum til að taka við viðurkenningunni fyrir hönd þeir ótal sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóginn við að auðga okkar samfélag. Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn :: í hvaða mynd sem hann birtist Fréttapýramídinn 2018 SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Sjáðu fleiri myndir á Eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.