Fréttir - Eyjafréttir - Jan 2019, Page 10
10 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Einn dag árla morguns árið
1986 var Ómar Garðason búin
að mæla sér mót við Magnús
Kristinsson, enda þá að róa
á Berg-Huginn. Nema hvað
að hann sefur yfir sig, mætir
aðeins seinna og hittir þar
Geir Jón sem þá var lögreglu-
varðstjóri. Bæjarpólitíkin var
rædd og til að gera langa
sögu stutta tók Ómar þátt í
bæjarstjórnar kosningunum
það ár og meðfram því bauðst
honum starf á Eyjafréttum.
Ómar var lengi vel á sjó
og starfaði í nokkur ár sem
lögreglumaður, þessi starfs-
reynsla átti eftir að koma sér
vel í blaðamennskunni. Ómar
sagði einu sinni í blaðaviðtali,
„ef þú hefur ekki trúverðug-
leika sem blaðamaður þarftu
að fara gera eitthvað annað,“
þetta er hans, hann vill vera
traustsins verður.
Það er ákveðinn lífstíll sem
fylgir því að vera blaðamaður,
þeir þurfa oftar en ekki að
hafa áhuga á mörgu, geta
sett sig í spor annara og geta
tekið tillit til náungans. Þetta
eru kostir sem Ómar hefur
og má segja að áhuginn hafi
drifið hann áfram öll þessi
ár í starfi þó hann sé hvergi
nærri hættur. Eftir að hafa
skrifað og ritstýrt Eyjafréttum
í yfir 30 ár, hefur Ómar snúið
sér að öðrum verkefnum,
hann var fullur af þakklæti
þegar hann hætti og sagði
að tíminn á Eyjafréttum hafi
verið góður, eða eins og hann
sagði einhvern tímann; hann
var stundum erfiður, en aldrei
leiðilegur.
Það var við hæfi að fá Gísla
Valtýsson, samstarfsfélaga
Ómars til 30 ára, til að skrifa
nokkur orð um félaga sinn og
tímann hans á Eyjafréttum, við
gefum Gísla orðið:
Ómar Garðarsson kom til starfa
á Eyjafréttum vorið 1986. Áður
hafði hann m.a. starfað m.a. sem
lögreglumaður og kokkur á Vest-
mannaey VE. Blaðamennsku hafði
hann ekki áður kynnst. En hann
var ótrúlega fljótur að ná frábærum
tökum á henni; metnaðargjarn
áhugasamur og duglegur. Sama
uppskrift og afreksíþróttafólk notar
til ná árangri. Eyjafréttir urðu lífið
hans. Hann hafði aldrei haft áhuga
á keppnisíþróttum, en vegna þess
að Eyjafréttir fjölluðu mikið um
íþróttir fannst honum hann þurfa
að sinna þeim eins og öðru efni
í blaðinu og það gerði hann svo
kröftuglega að innan skamms var
hann farinn að skrifa um íþrótta-
kappleiki í blaðið og hafa skoð-
anir á leikmönnum og leikkerfum.
Innan fárra ára var hann orðinn
formaður Íþróttabandalags Vest-
mannaeyja.
Nefndakóngur
Menningarmál voru ekki í miklum
hávegum í Eyjafréttum á þessum
árum. En Ómar tók þau með
trompi, fór á nánast alla menn-
ingarviðburði í Eyjum og fjallaði
um þau mál í blaðinu með miklum
ágætum svo eftir var tekið.
Áður en Ómar kom til starfa
á Eyjafréttum hafði hann verið
kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjórnarkosningum 1986.
Pólitík átti því talsverð ítök í
Ómari. Og hann fór í framboð fyrir
flokkinn, náði ekki að verða aðal-
bæjarfulltrúi en varð m.a. nefnda-
kóngur flokksins um tíma.
Þar kom að hann tók við ritstjórn
Eyjafrétta og sinnti því starfi í
yfir 20 ár. Það má því segja að
allsstaðar þar sem Ómar kom að
málum, tók hann þau með trukki
og dýfu. Hann vildi aldrei vera
meðalmaður. Hann vildi árangur og
leita uppávið.
Virtum sjónarmið
hvors annars
Við Ómar störfuðum saman á
Eyjafréttum í rúm 30 ár. Þótt við
félagarnir séu á margan hátt ólíkir
menn, þá var samvinna okkar alla
tíð með miklum ágætum. Verka-
skipting okkar var skýr. Við
höfðum mikinn metnað fyrir hönd
Eyjafrétta og fórnuðum ýmsu
fyrir blaðið. - Í stað þess að rífast
og skammast, þegar við urðum
ósammála, þá virtum við sjónarmið
hvors annars. Komum okkar skoð-
unum á framfæri og létum þar við
sitja. Enda hvernig ætti samstarf í
yfir 30 ár að ganga öðruvísi.
bognaði stundum
en brotnaði ekki
Það er stundum ekki heiglum hent
að stýra fréttablaði og kannski enn-
frekar í litlu bæjarfélagi þar sem
nándin er meiri. Einstaka sinnum
fékk ritstjórinn Ómar yfir sig gusur
frá óánægðum lesendum Eyjafrétta,
sem fannst á sig hallað í frétta-
flutningi, - af eðlilegum ástæðum
en líka ósanngjörnum. Ég held að
Ómar hafi stundum bognað í þeim
samskiptum en aldrei brotnað. Mér
fannst hann yfirleitt komast hjá
miklum illdeilum við fólk og ef
hvessti, þá var sæst að lokum, eða
eins og hann sagði í blaðsviðtali
fyrir nokkru síðan: Að hann væri
frekar hrekklaus og einföld sál.
Eyjamaður að austan
Þótt Ómar sé ættaður frá Seyðis-
firði og þyki vænt um æsku-
slóðirnar; varð hann strax mikill
Vestmannaeyingur, - sótti ungur í
Eyjarnar; reri á ýmsum VE-bátum,
kynntist blómarós af Þingholt-
skyni og festi ræturnar endanlega í
Eyjum eftir gos. Eða eins og hann
sagði einhvern tímann; að Eyjarnar
henti sér vel.
Starfið hans á Eyjafréttum er
að baki. Hann þarf ekki lengur
að hafa áhyggjur af efni í næsta
blað Eyjafrétta. Fjölskyldan fær
nú meira af hans tíma, tilfallandi
verkefni hafa tekið við og sjötugs-
afmæli hans ekki langt undan.
Ómar Garðason hlaut Fréttapýramídann fyrir framlag sitt
til menningarmála:
Þetta var stundum erfitt,
en aldrei leiðilegt