Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Side 14
14 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri uppsjávarlífríkis hjá
Hafrannsóknastofnun hélt
erindi í Þekkingarsetri Vest-
mannaeyja í síðustu viku og
bar erindið yfirskriftina: Hvað
er að frétta af loðnunni? Þær
umhverfisbreytingar sem orðið
hafa á undanförnum áratugum
hafa leitt til mikilla breytinga
í útbreiðslu fiskistofna og er
loðnan engin undantekning
þar á. Í erindinu var þessum
breytingum lýst og farið var
yfir hvaða áhrif breytingarnar
hafa haft á útbreiðslu loðn-
unnar. Farið var yfir stöðu
þekkingar og hvernig reynt
hefur verið að bregðast við
þeim með aukinni vöktun og
nýjum rannsóknum.
Eins og staðan er núna er ekki hægt
að gefa út kvóta og ákveðið var að
halda leitinni að loðnunni áfram.
Polar Amaroq og hafrannsókna-
skipið Árni Friðriksson fóru af
stað að leita í síðustu viku. „Byrjað
verður á að skoða útjaðra leitar-
svæðisins en megintilgangurinn er
að kanna hvort eitthvað hefur bæst
í þau rúmlega tvö hundruð þúsund
tonn sem mældust á dögunum. Það
er ekki búið að ákveða hve lengi
þessi skip verða við leit núna en
það mun meðal annars fara eftir því
hvort eitthvað hefur breyst frá fyrri
leit,“ sagði Þorsteinn
Það þarf að vakta hlutina í
ljósi sögunnar
„Allar mælingar okkar benda til
þess að þetta verði aflei vertíð og
engin veiði. Varnaglinn sem við
setjum er fordæmi frá árinu 2017.
Þá sögðum við í raun það sama og
núna en svo kom síðar í ljós að það
kom loðna inn þrátt fyrir að við
höfðum lítið sem ekkert séð þegar
við leituðum. Þar af leiðandi höfum
við ekki viljað gefa það út, að þetta
sé vonlaust mál og búið. Heldur
erum við sammála um að það þarf
að vakta hlutina í ljósi sögunnar
og taka þá mælingar um leið og
vísbendingar eru um að eitthvað
meira sé af loðnu en við höfum séð
í mælingunum hingað til.“
loðnugöngur eru að koma
inn með öðrum hætti heldur
en áður
En getur verið að loðnuvertíðin sé
að seinka? „Það eru ákveðnir hlutir
sem sýna okkur að loðnugöngur
eru að koma inn með öðrum hætti.
Að því leiti að þetta er orðið aðeins
teygðara. Menn töluðu alltaf um
aðalgönguna og hún var kannski
einhverjar tugi mílna á lengd og
mjög þétt og svo var bara allt búið.
Núna erum við að sjá frekar lítið
af loðnu en hún er á talsvert stóru
svæði, þannig núna er loðnan ekki
að koma inn sem ein stór loðnu-
ganga heldur frekar fleiri, litlar og
smáar,“ sagði Þorsteinn.
allt gengið vel á síðustu
hrygningu
Þorsteinn sagði það jákvæðar
fréttir að mikið hefði sést af seiði,
„Þetta eru ekki magnbundar upp-
lýsingar, en við merkjum það í
okkar leiðöngrum og fáum fréttir
frá sjómönnum um mikið magn af
seiðum. Það er ekki jákvætt fyrir
veiði þessa vertíðina eða þá næstu,
heldur þarnæstu. En það er jákvætt
ef mikið er af seiðum, það segir
okkur að hrygningin hafi gengið
vel á síðustu vertíð.“
Þessir stofnar eru allir
á niðurleið
Hvernig metur þú stöðu og horfur
í uppsjávarstofnum eins og makríl,
kolmuna og í síldinni? „Þessir
stofnar eru allir á niðurleið. Ef við
byrjum á kolmunanum, sem menn
hafa ekki aðgang að í gegnum
færeysku lögsöguna núna. Þrátt
fyrir að stofninn sé stór fer hann
minnkandi. Ráðgjöfin fyrir árið í ár
er 18% lægri en var fyrir árið 2018.
Það eru vísbendingar um verri
nýliðun, það er ósamkomulag um
stjórn veiðanna og þar af leiðandi
er veiðin umfram ráðgjöf sem gerir
það að verkum að sveiflur í veiðum
geta orðið mjög miklar. Í stað þess
að geyma hluta af árgöngunum
þá byggist veiðin að miklu leiti
ungum fiski úr fáum árgöngum.
Þannig að eðlilegar sveiflur í stærð
árganga speglast þá beint út í veið-
ina og ef að einn eða tveir árgangar
eru litlir, þá getur veiðin minnkað
mjög hratt. Makrílinn hefur verið
að minnka frá árinu 2014 og sá
stofn er of stíft veiddur. Það er
ljóst á þeim vísbendingum sem við
höfum að það kemur lítið af yngri
fisk inn, þannig þar er fyrirséður
samdráttur. Ef menn ná ekki sam-
komulagi meðal veiðiþjóðanna um
að trappa sig niður í veiði þá verður
vandinn ennþá stærri. Eftir nokkra
mjög góða árganga sem urðu til af
norsk-íslensku síldinni hér á árum
áður, þá höfum við varla séð alvöru
árganga síðan árið 2004. En þar
hefur lengst af verið mjög hófleg
nýtingarstefna og þótt það hafi ekki
verið einhverjir stórir árgangar í
veiðistofninum, þá höfum við samt
náð að halda úti veiðum. Íslenska
síldin er svo því miður í miklu tjóni
eins og menn vita vegna sýkingar í
stofninum,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðstjóri uppsjávarlífríkis hjá
Hafrannsóknarstofnun:
Allar mælingar benda
til þess að þetta verði
afleit vertíð og engin veiði
Erindi Þorsteins í Þekkingasetrinu var vel sótt
en það má hlýða á hér í netútgáfu blaðsins.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðstjóri
uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun