Fréttir - Eyjafréttir - jan. 2019, Side 16
16 | Eyjafréttir | Janúar 2019
Á bæjarráðsfundi í byrjun
janúar kom fram að fundar-
menn hefðu verið sammála
um að stjórnun ferðamála
Vestmannaeyjabæjar væri
best borgið í höndum hags-
munaaðila í ferðaþjónustu
í Vestmannaeyjum. Jafn-
framt kom fram tillaga um að
fulltrúar ferðaþjónustunnar
taki að sér umsjón ferða- og
markaðsmála á vegum bæjar-
ins. Berglind Sigmarsdóttir
formaður ferðamálasamtakan
sagði í samtali við Eyjafréttir
að þetta væri jákvæð þróun.
„Við teljum þetta vera mjög
jákvæða þróun, ég held að
flestir geri sér grein fyrir mikilvægi
ferðaþjónustunnar fyrir bæinn og
það hefur vantað aðstoð til þess að
koma okkur aðeins á kortið. Það
fer mikil umferð af ferðamönnum
meðfram suðurlandinu sem við
höfum ekki náð að klukka, það eru
uppi ýmsar hugmyndir hjá Ferða-
málasamtökunum um hvað má
gera betur og við teljum að það sé
best að hagsmunaaðilar muni drífa
það áfram, það er mikið í húfi og
þarf að byrja á einhverju sem allra
fyrst,“ sagði Berglind.
Peningunum betur varið
Berglind sagði að með þessu yrði
umsvifin hjá samtökunum talsvert
meiri. „.Þetta þýðir meiri vinna
hjá okkur en það er það sem þarf,
við vitum hvað þarf að gera en við
munum ráða líklega verkefnastjóra
í ákveðin verkefni sem þarf að
gera. Þannig teljum við að þetta
verði mun markvissara en áður og
peningunum betur varið.
Gott samstarf við fram-
kvæmdastjóra Herjólfs
Berglind sagði að samtökin væru
búin að vera í góðu sambandi við
Guðbjart Ellertsson nýjan fram-
kvæmdastjóra Herjólfs, „við höfum
verið að koma með tillögur til hans
er varðar þjónustu skipsins og
gefa honum upplýsingar sem við
teljum að þurfi að gera vel til þess
að auðvelda ferðamönnum aðgang
að skipinu. Það hefur verið smá gjá
á milli ferðamannsins og skipsins,
það hefur verið lokað fyrir bókanir
og það hefur verið erfitt fyrir ferða-
manninn að átta sig á hvernig
hann kemst í Landeyjahöfn eða
Þorlákshöfn og allt sem tengist
skipinu, rútuferðum og fleira. Það
er mjög mikilvægt að þetta sé allt
mjög skýrt í nýju bókunarkerfi og
nýrri heimasíðu. Að allar upp-
lýsingar séu á hreinu og auðvitað á
að minnsta kosti ensku og íslensku.
Guðbjartur hefur tekið okkur vel,
og nú hefur verið opnað fyrir
bókanir mun fyrr en áður og það
hrúgast inn bókanir til Eyja.“
Hlið uppá veg
Ferðamálasamtökin hafa verið
að forgangsraða verkefnum og
vilja fá hlið upp á gatnamótin við
Landeyjarhafnarveg sem fyrst.
„Við erum að skipuleggja hvaða
verkefni er mikilvægast að fara í
sem fyrst, það þarf að ákveða hvað
verður með Tourist info sem hefur
verið í Eymundsson í nokkurn
tíma. Við viljum merkingu uppá
veg sem allra fyrst og hafa það
hliðið að Vestmannnaeyjum. Það á
að sína hversu margar mínútur er
í næstu ferð og aðrar upplýsingar
sem nýtast ferðamanninum. Síðar
vonum við að þarna verði þjónustu-
miðstöð þar sem við getum byrjað
að bjóða fólki velkomið til Eyja,
upplýst ferðamanninn, selt aðgang
í skipið og margt fleira.
Erfitt að vita af þúsundum
ferðamanna hinu megin
við sjóinn
Aðspurð sagði Berglind að sumarið
leggist vel í ferðaþjónustuaðila.
„Það er spenningur fyrir nýja
skipinu, við erum að vonast til
þess að skipið lengi ferðaþjónustu-
tímabilið í báða enda, það væri
gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.
Eins og ég hef sagt áður er erfitt
að reka fyrirtæki sem þarf að búa
við svona miklar sveiflur í rekstri.
Það er erfitt að vita af þúsundum
ferðamanna hér hinu megin við
sjóinn sem koma ekki til okkar því
það er nóg af ferðamönnum yfir
veturinn á Íslandi en á meðan við
er bara að fara í Þorlákshöfn kemur
enginn. Þetta finna allir bæjarbúar,
þegar ferðaþjónustu fyrirtækin
verða að stytta opnunartíma til
að koma í veg fyrir meira tap yfir
þessa "lokuðu" mánuði. Eins er að
koma nýtt hvalasafn sem verður
enn ein perlan í fjölbreytt úrval af
afþreyingu í Eyjum. Við finnum
mikinn áhuga fyrir því, þannig við
teljum að það sé bjart framundan
enda Eyjarnar náttúruperla með
mikið að bjóða. Fólk áttar sig oft
ekki á því fyrr en það er komið og
hefði viljað vera lengur til þess að
ná öllu. Eins er áhugi fyrir því að
skoða flugsamgöngur betur, hvað
það er sem hægt er að gera í því.
Hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar í Eyjum taka yfir markaðsmál
sem tengjast iðnaðinum:
Það er mikið í húfi og
þarf að byrja á einhverju
sem allra fyrst
:: Munu ráða verkefnastjóra í ákveðin verkefni :: Finna fyrir miklum
áhuga og eru bjartsýn
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Berglind ásamt eiginmanninnum Sigurði Gíslasyni, Gunnar Ingi Gíslason, Eyþór Þórðarson og Helga Björk
Georgsdóttir á Mannamótum 2019.