Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jan 2019, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - Jan 2019, Page 19
Janúar 2019 | Eyjafréttir | 19 Eins ótrúlega og það hljómar þá eru samin eru til fleiri lög en Eyjalög. Það sem er enn ótrúlegra þá eru meira að segja Eyjamenn líka að semja slík lög til að mynda Eurovision lög. Síðast liðinn laugardag kynnti RÚV lögin sem taka þátt í undankeppni Eurovision á Íslandi. Þar mátti sjá kunnuglegt andlit meðal höfundanna en þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Stefán Steindórsson. Við tókum aðeins púlsinn á okkar manni. „Það má kannski segja að þetta sé einhverskonar Country popp. Textinn fjallar um þessa tilfinningu að horfa til annars einstaklings sem bætir þig að einhverju leiti,“ sagði Stefán um lagið ‚Þú bætir mig‘ sem hann samdi ásamt Richard Micallef. Textann samdi Stefán einnig ásamt Nikos Sofis. „Það þurfa allir einhvern, því í eðli sínu er maðurinn ekki einfari.” Lagið verður flutt af Ívari Daníels- syni í Söngvakeppninni 2019 og er eitt þeirra 10 laga sem keppa um að vera framlag Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva 2019. Fyrirkomulaginu við valið á lögum í undankeppnina var með breyttu sniði í ár. Reyndir og vinsælir lagahöfundar voru ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess var valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. „Á haustin kallar RÚV eftir lögum í keppnina og var skilafrest- ur í lok október. Svo í nóvember mánuði fer maður að horfa á sím- ann og bíða eftir símtalinu góða. Fljótlega eftir að tilkynning hefur borist fer allt í fullt. Það eru fundir með starfsmönnum Rúv, vinna við útsetningu lagsins og undir- búningur um atriðið sjálft. Svo í byrjun janúar er skilað fullkláruðu lagi í öllum hugsanlegum útgáfum. Ensku, íslensku, karókí útgáfa og hreint undirspil, sem er sú útgáfa sem notuð er farið lagið alla leið. Því er það lag sem heyrist á sviði í keppninni hér heima það sem koma skal í stóru keppninni í Ísrael. Æfingar eru svo allan janúarmánuð sem og viðtöl, myndatökur og annað skemmtilegt umstang sem fylgir þessu,“ sagði Stefán sem nokkru sinnum áður hefur sent lag inn í keppnina. Ekki í fyrsta skiptið í Eurovision Þó hann hafi ekki áður átt lag í keppninni er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann tekur þátt. „Ég kom fyrst að keppninni árið 2007 þegar ég var með í flutningi á lagi sem Eiríkur Hauksson flutti eftir Svein Rúnar félaga minn. Það lag sigraði og fórum við fyrir hönd Íslands til Helsinki í Finnlandi. 5 árum síðar var ég aftur mættur með gítarinn á svið í forkeppninni hér heima og í þetta skiptið með Magna í laginu Hugarró einnig eftir Svein Rúnar. Það má segja að árið 2007 hafi söngvakeppnisbakt- ería mín náð nýjum hæðum. Ég hef sent inn nokkur lög í keppnina síðan þá,“ sagði Stefán sem hefur fylgst vel með keppninni síðan hann var aðeins þriggja ára. „Fyrsta minning mín tengd keppninni er sú að fjölskyldan safnaðist alltaf saman í sjónvarpsherberginu á Höfðaveginum til að horfa saman á Eurovision. Steríótækið var flutt úr stofunni til að fá sem best hljómgæði og svo var hækkað. Ég gæti trúað að ég hafi verið jafn- vel fyrir framan sjónvarpið 3 ára gamall, árið 1981 þegar ‚Making your mind up‘ sigraði keppnina og ég hef ekki misst af Eurovision keppninni síðan. Ég þakka for- eldrum mínum fyrir þetta tónlistar- uppeldi.” Einn af skúffuskáldunum Þú bætir mig, er langt frá því að vera fyrsta lagið sem Stefán semur. „Ég sem talsvert af lögum. Þau rata flest í skúffuna góðu sem allir laga- höfundar eiga og safna þar saman bæði laglínum og textabrotum sem svo koma að góðum notum seinna. Ótal ‚skúffuskáld‘ eins og það oft er kallað, sem liggja á perlum í þannig skúffum. Einhver lög eftir mig hafa þó fengið að sjá dags- ljósið. Draumurinn um að koma lagi í Eurovision hefur oft knúið mig áfram eða áhugi minn til að fá að semja Þjóðhátíðarlag, en þar tel ég halla óþarflega á okkur Eyjamenn. Þrátt fyrir mörg stórgóð þjóðhátíðarlög sem komið hafa undanfarin ár er hálfgerð synd að ekki sé litið til Eyjamanna í leit af þjóðhátíðarlögum og textum og þætti mér mikill sómi að Eyjamenn fengju tækifæri þar. Við eigum að standa teinrétt í þeim efnum og bjóði gestum hátíðarinnar á heimagerð lög eins og við gerðum svo vel á árum áður og þar urðu til ódauðlegar perlur sem t.d. flutt eru í fullum sal í Hörpu ár hvert,“ sagði Stefán en hann samdi sitt fyrsta lag 14 ára gamall. „Ég samdi mitt fyrsta lag þegar ég var 14 ára. Ég og Egill æskuvinur minn dældum út lögum á þessum árum og síðan hef ég ekki hætt.“ Ekki vinsældarkeppni Undanúrslitakvöldin verða tvö og fara fram í Háskólabíói 9. og 16. febrúar. Úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. „Ívar Daní- els stígur á svið laugardaginn 16. febrúar og flytur lagið í undan- úrslitum. Ásamt því verða fjögur önnur lög sem keppa um að komast áfram. Tvö komast svo í úrslit frá hvoru kvöldi og því gríðarlega mikilvægt að allt gangi vel fyrir sig því baráttan er gríðarleg. Þar verður hart barist um hvert at- kvæði,“ sagði Stefán að lokum og hvatti Eyjamenn til að taka þátt í kosningunni og velja með hjartanu. „Ég skora á Eyjamenn að hlusta á öll lögin sem í boði eru og velja með hjartanu þegar opnað verður fyrir atkvæði. Söngvakeppnin er lagakeppni fyrst og fremst en ekki vinsældakeppni og snýst um að gera góða skemmtidagskrá. Gleðin er við völd hjá öllum sem að keppninni standa og vona ég að sú gleði skili sér alla leið inní stofu til Eyjamanna sem vonandi safnast saman með vinum og ættingjum til að eiga huggulega kvöldstund.“ Hvet Eyjamenn til að kjósa með hjartanu :: segir Eyjamaðurinn Stefán Steindórsson sem tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins SæþóR Vídó þoRbjARNARSoN sathor@eyjafrett ir. is Ívar Daníelsson flytur lagið sem heitir Þú bætir mig. Ég skora á Eyjamenn að hlusta á öll lögin sem í boði eru og velja með hjartanu þegar opnað verður fyrir atkvæði. Söngvakeppn- in er lagakeppni fyrst og fremst en ekki vinsældakeppni og snýst um að gera góða skemmtidagskrá. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.