Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Síða 8
8 | Eyjafréttir | Goslok 2019
laufey Jörgensdóttir fékk
góða hugmynd á vormánuðum
í fyrra þegar hún var eitthvað
að brasa og fannst skrásetning
þjóðhátíðarlaganna ekki nógu
góð. Henni fannst við þurfa
bæði að varðveita og lyfta
betur upp þessum menningar-
arfi okkar eyjamanna. Hún tók
málið í sínar hendur og núna
í júlí kemur út bókin Undur
fagra ævintýr, bók sem fjallar
um öll þjóðhátíðarlögin.
„Ég hef alltaf verið áhugasöm um
heimildagerð, íslenska tónlist og
þar með talin þjóðhátíðarlögin
og ég er mikið þjóðhátíðarbarn
og langaði því einfaldlega sjálfri
í svona bók. Þegar ég fór svo að
skoða þetta fannst mér þetta mjög
þarft verkefni, sér í lagi hve margir
höfundar eru komnir vel á aldur og
heimildir mögulega að glatast. Ekki
síður til þess að kenna komandi
kynslóðum lögin, söguna og fleira
þessu tengt,“ sagði Laufey.
Ákvað að elta drauminn
Laufey stóð á tímamótum eftir
18 ár í starfi í upplýsingatækni og
hafði því tímann og ákvað að elta
þennan draum að skrásetja efnið
frekar í bók. „Þegar ég svo sá að
bæði Þjóðhátíð fagnaði 145 ára
afmæli og Vestmanneyjakaupstaður
100 ára afmæli hugsaði ég að það
væri skemmtilegt að bókin kæmi
út þetta merka menningarár svo ég
lagði af stað með það að markmiði.
Í fyrstu ætlaði ég að gefa út sjálf
en þegar lítill fugl hvíslaði að mér
að Tómas Hermannsson, afabarn
Árna úr Eyjum (frá Háeyri) sem
samdi fyrstu þjóðhátíðartextana,
ætti bókaútgáfu fór ég og heimsótti
hann og með okkur tókst gott sam-
starf,“ sagði Laufey.
útgáfan er vegleg
Bókin hefur fengið nafnið Undur-
fagra ævintýr og segir Laufey það
vísa í gamla tímann sem markar
upphafið. „Útgáfan er vegleg og í
henni er að finna öll þjóðhátíðar-
lögin okkar frá 1933 í tímaröð,
með textum, gítarhljómum og
-gripum, ásamt viðtölum við ýmsa
höfunda og flytjendur. Fjölmargt
annað sögulegt efni er í bókinni
ásamt ýmsu skemmti- og ítarefni.
Hún er ríkulega skreytt fallegum
ljósmyndum og enn fremur er hægt
að hlusta á þjóðhátíðarlögin beint
af síðum bókarinnar með því að
skanna með síma kóða viðkomandi
lags. Undurfagra ævintýr verður
allt í senn fróðleg, skemmtileg og
falleg. Menningargripur sem ætti
að vera skyldueign á hverju einasta
Eyjaheimili, í hvítu tjöldunum og
hjá öllum þeim fjölmörgu sem
unna Þjóðhátíð og tónlist hennar,“
sagði Laufey.
Núna er hægt að hlusta á öll
þjóðhátíðarlögin á netinu
Aðspurð um hverni hafi gengið
að safna öllu saman sagði Laufey
það ekki hafa verið átakalaust. „Í
heildina gekk ágætlega að safna
þessu saman en
vissulega ekki átaka-
laust. Fyrst kortlagði
ég öll lagaheiti og
höfunda sem var
oft misvísandi. Svo
safnaði ég saman
öllum textunum og
gítargripum. Setja
þurfti niður gítar-
grip við 15 lög sem
vantaði grip við. Þá
tók ég 45 viðtöl við
ýmist höfunda eða
flytjendur. Ég lýg
því ekki að þetta
hafi verið auðvelt
en gaman var það
og búið að vera
hálpartinn Þjóðhátíð
hjá mér í heilt ár.
Ég leitaði til Haf-
steins Guðfinnssonar með lögin frá
1933-1969, sjálfsagt þekkir enginn
betur þau lög en hann. Þá leitaði
ég til Skapta Arnar Ólafssonar með
að gera ágrip af sögu Þjóðhátíðar.
Eyja-ljósmyndararnir okkar eru
algjörir snillingar og voru ómetan-
legir fyrir að ljá myndir í bókina,
annað hefði verið ógjörningur.
Samhliða bókinni ákvað ég að
safna saman öllum lögunum og
skrá þau á Spotify því mig langaði
að hægt væri að hlusta á lögin
úr bókinni. Það tókst á endanum
og tel ég nú mikinn sigur unninn
að hægt verði að hlusta á nær öll
þjóðhátíðarlögin í réttri tímaröð
en gerður verður spilunarlisti í
samstarfi við Alda music á Spotify
samhliða bókinni. Þar er sem dæmi
að finna nýjar útgáfur af þremur
lögum Geira í Hágarði sem Helgi
Hermannsson tók sig til og söng
í tilefni bókarinnar og lög sem
bæði Björgvin Halldórs og Stefáns
Hilmarsson hafa sungið en ekki
verið aðgengileg til spilunar áður,“
sagði Laufey.
mætir árlega á þjóðhátíð
Þjóðhátíð skipar greinilega stóran
sess hjá þér þar sem þú fórst í þetta
verkefni? Já Þjóðhátíð skipar að
sjálfsögðu stóran sess hjá mér eins
og flestum okkar frá Eyjum. Ég
mæti árlega að sjálfsögðu og finnst
það mikilvægt uppá að viðhalda
góðum kynnum með fjölskyldum
og vinum. Fólkið, náttúran,
tónlistin og gleðin á sama tíma á
sama stað í Herjólfsdal togar alltaf
hrikalega í mann.
bókin kemur út fyrir Þjóðhátíð
Ákveðið var að fara af stað með
hollvinaskrá (tabula) og bjóða
þar með öllum Eyjamönnum og
unnendum Þjóðhátíðar og tónlistar
hennar að fá nafn sitt í bókina og
tryggja sér eintak í leiðinni. „Það
er algeng leið með svona skrásettar
heimildabækur og gefur einnig
mynd af hve mörg eintök eigi að
prenta og hjálpar að áætla kostnað.
Það er gríðarlega kostnaðarsamt
að gefa út bækur í dag og sjálfsagt
þess vegna hefur sambærileg bók
ekki komið út en með góðu sam-
starfi við Sögur útgáfu og góðum
viðtökum hollvina í nafnaskrá
bókarinnar mun okkur takast
ætlunarverkið og þannig stöndum
við saman að varðveislu okkar
merka menningararfs sem er það
mikilvægasta af þessu öllu saman,“
sagði Laufey
Útgáfuhóf verður í Safnahúsi
Vestmannaeyja 6. júlí kl. 15-16
á goslokahátíðinni. Þar verður
handritið til sýnis, létt þjóðhátíðar-
stemmning og síðasti dagurinn til
að skrá sig í hollvinaskránna. „Það
eru allir hjartanlega velkomnir
og bókin fer svo í prentun 7. júlí
og mun koma út í Þjóðhátíðar-
vikunni ef allt gengur að óskum
sem það gerir vonandi. Ég óska
þess að Eyjamenn taki vel á móti
bókinni og um að gera að nýta sér
tækifærið til að gerast hollvinir
fyrir 6. Júlí. Þá vil ég að endingu
þakka innilega öllum velunn-
urum bókarinnar og hollvinum
hennar. Án ykkar hefði þetta verið
ógjörningur. Hlakka svo til að sjá
ykkur í dalnum og skál í tjaldinu,“
sagði Laufey að endingu.
Undurfagra ævintýr:
Ætti að vera skyldueign á
hverju einasta eyjaheimili
:: Heimildarbók um öll þjóðhátíðarlögin allt frá árinu 1933
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is