Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jún. 2019, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - jún. 2019, Blaðsíða 13
Goslok 2019 | Eyjafréttir | 13 sýningar og endurteknir viðburðir: Akóges – föstudag til sunnudags kl. 13:00- 18:00. Sigurfinnur SigurfinnSSon. Café Varmó – föstudag til sunnudags kl. 11:00-18:00. ragnheiður hrefna gunnarSdóttir. Einarsstofa/Sagnheimar – föstudag til sunnudags kl. 10.00-17:00. hulda hákon og Jón óSkar. Eldheimar – föstudag til sunnudags kl. 09:00-18:00. Jón óSkar. Flugstöðin – föstudag til sunnudags kl. 09-19:00. tolli MorthenS. Landlyst og Stafkirkjan – alla daga kl. 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur. Safnaðarheimilið – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. gíSlína dögg BJarkadóttir. Salur Tónlistarskólans – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. MyndliStarfélag VeStMannaeyJa. Cratious-króin á Skipasandi – föstudag 14:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-00:00. Viðar BreiðfJörð. Eymundsson – fimmtudag og föstudag kl. 09:00-18:00, laugardag kl. 10:00-16:00. Sunna Spákona. Svölukot – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. SVaVar SteingríMSSon. Veituhúsið á Skansinum – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. áSta VilhelMína guðMundSdóttir og Sung Beag. Þekkingarsetur Vestmannaeyja – laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00. kriStinn pálSSon. Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2019, Viðar Breiðfjörð sýnir verk sín í Cratious-krónni á Skipasandi og verður sýningin opnuð klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið. Verkin á sýningunni hefur Viðar unnið á síðustu tveimur árum auk verka sem hann hefur unnið í sumar. „Mín myndlist eru þakkir fyrir að vera á lífi,“ sagði Viðar sem var staddur á Þórshöfn á Melrakka- sléttu á leið sinni um landið þegar rætt var við hann. „Ég hef lent í slysum og oftar en einu sinni verið nálægt því að deyja. Hef sloppið og fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Lífsviljinn og lífsgleðin er það sem endurspeglast í myndum mínum.“ Myndefnið sækir hann víða en þó eru þrjú stef í sýningunni. „Það er sería af húsamyndum sem ég kalla Í húsum hæf, nokkrar apstraktmyndir og uglumyndir sem eru innblásnar af samskiptum mínum við mannlífið.“ Viðar er fæddur 31. maí árið 1962 á Húsavík. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1983 og hefur búið hér og starfað æ síðan. „Náttúra Vestmannaeyja hefur verið honum inn- blástur í listsköpun sinni og skildi þá engan undra. Verk hans eru bæði olíumálverk, vatnslitaverk auk teikninga og beitir Viðar „blandaðri tækni“. Hann er vandvirkur, tekur sér tíma til þess að klára verk sín og hefur mörg járn í eldinum ef svo má segja, en hann vinnur við mörg verk samtímis,“ sagði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs þegar hann tilkynnti val ráðsins á Bæjarlistamanni Vestmanna- eyja 2019 í vor. „Ævistarf hans er fyrir löngu orðið samofið myndlistarlífi Vestmannaeyja og ástríða hans fyrir myndlist er virðingarverð. Viðar auðgar menningar- líf okkar Eyjamanna svo um munar og er því vel að þessari viðurkenningu kominn,“ sagði Njáll einnig. Viðar Breiðfjörð: lífsviljinn og lífsgleðin í myndum mínum Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973. Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag 6.-7. júlí frá 13.00-17.00. Sýningin verður upp sett með þeim hætti að gestir geta gengið um götur og hverfi þar sem fjallað er um arkitekta, byggingarstíla og götumyndir í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi veggspjalda verður til sýnis af byggðum og óbyggðum verkum misþekktra hönnuða ásamt einföldu og fræðandi lesefni. Sýningin er jafn- framt hugsuð sem umræðuvettvangur þar sem gestir geta rætt áhrif byggingarlistar á mannlegt umhverfi og hvaða áhrif Heimaeyjargosið hefur haft á ásýnd sveitarfélagsins. Auk þess að sýna hve ábyrgðarmikið hlutverk það er að hanna um- hverfi okkar. Sýningin er hugarfóstur arkitektsins og eyja- mannsins Kristins Pálssonar. Kristinn hefur stundað nám í arkitektúr bæði á Íslandi og erlendis. Hann þekkja margir sem fyrrverandi skopteiknara Morgunblaðsins og fyrrum starfs- mann Vestmannaeyjabæjar, þar sem hann var meðal annars í undirbúningi Goslokahátíðar síðastliðin ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.