Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 15
Goslok 2019 | Eyjafréttir | 15
Þar sem ekkert hafði verið tekið
með úr Eyjum fengu þau lánuð föt
frá Rauða krossinum þar á meðal
fékk Dísa náttföt sem henni fannst
svo æðisleg að hún var ekki sátt
við að skila þeim aftur fyrr en hún
heyrði að hugsanlega þyrfti annað
barn þau seinna.
,,Við vorum síðar um daginn sótt
af manni frænku okkar og fórum í
Gnoðarvoginn til þeirra. Þar sváfu
flóttamennirnir frá Eyjum í nokkra
daga á dýnum út um allt hús. Pabbi
fór fljótlega til Eyja að ná í dótið
okkar og vann síðan í Áhalda-
húsinu fram á haust. Hann pakkaði
öllu niður en henti öllu sem
honum þótti óþarfi svo sem eins og
frímerkja-, servíettu- og skeljasafn-
inu mínu,” segir Dísa og bætir við
að eftir nokkra daga hafi fjögurra
manna fjölskyldan fengið eitt her-
bergi í íbúð hjá frænda þeirra.
,,Við vorum ekki lengi þar,
mamma ákvað að fara til Eyja
að vinna við að elda ofan í
björgunarliðið. Okkur systrunum
var tvístrað. Ragnheiður fór til
Hönnu Möllu frænku í Kópavog
en ég var send til Júlíu frænku
minnar í Bolungarvík. Það var gott
að vera í Bolungarvík og vel komið
fram við mig en ég upplifði það að
vera ,,flóttamaðurinn” og saknaði
fjölskyldunnar mikið,” segir Dísa
sem flutti eftir mánaðardvöl aftur
til Reykjavíkur þegar í ljós kom að
mamma hennar var ófrísk og ekki
forsvaranlegt að hún væri í þannig
ástandi í Eyjum.
barin fyrir að stela úr
viðlagasjóði, 10 ára
Mæðgurnar fluttu saman í hjóla-
geymslu í Eyjabakka í Breiðholtinu
sem breytt var í litla stúdíóíbúð
en til þess að komast á klósett
þurfti að fara fram á gang og vera
snöggur því á ljósinu í ganginum
var tímarofi. Dísa lenti í miklu
einelti í Breiðholtsskóla fyrir það
eitt að vera flóttamaður frá Eyjum.
Hún segist hafa upplifað að hún
ætti hvergi heima, sumir hefðu
tekið vel á móti henni en aðrir sýnt
mikla andúð. Hún segist hafa verið
barin fyrir að stela úr Viðlagasjóði
og vera Eyjamaður. Hún hafi því
brugðið á það ráð að flýta sér upp
á þak á skúrum á skólalóðinni í
frímínútum og hlaupa eins hratt
og hún gat heim. Hún var þó ekki
alveg vinalaus og eignaðist góða
vinkonu sem hún gat heimsótt. Um
sumarið fór Dísa eins og rúmlega
900 önnur börn sem búsett voru í
Vestmannaeyjum þegar gosið hófst,
í tveggja vikna ferð til Noregs í
boði Rauða Krossins. Dísa segist
hafa farið til Gjøvik með fullt af
krökkum og muni eftir því að hafa
fundist trén og sjó/vatnsböðin mest
spennandi. Um haustið keyptu for-
eldrar Dísu íbúð á Grundarstíg og
Dísa fór í Austurbæjaskóla þar sem
hún fékk góðar viðtökur.
,,Þegar þarna var komið var ég
komin í einhverja uppreisn og
var fljót að svara fyrir mig. Ég
man að ég tók upp hanskann fyrir
bekkjarfélaga minn en löngu síðar
varð þessi drengur mágur minn.
Fyrir það var ég rekin úr skólanum
en fljótt tekin inn aftur og beðin
afsökunar,” segir Dísa sem harð-
neitaði að búa áfram á fastalandinu
þegar foreldrar hennar ræddu um
það hvort þau ættu að fara aftur til
Eyja eða ekki.
Hefur fyrirgefið eineltið
með hjálp trúarinnar
,,Við komum heim í janúar 1974,
það var gott að koma heim aftur en
mjög erfitt. Húsið okkar hafði verið
notað sem opinber gististaður og
hafði eðlilega látið á sjá. Allt var
svart og drungalegt í bænum og
skömmtunarmiðar í búðunum. Ég
man að við fengum meiri mjólk en
aðrir af því að það var ungabarn á
heimilinu. Smátt og smátt lagaðist
ástandið og varð betra.
Ég lenti í einelti í skólanum fyrir
að vera föðurlandssvikari af því að
við komum ekki strax aftur heim
um haustið. Eineltið jókst og mér
var farið að líða verulega illa, það
breyttist frá því að vera líkamlegt
yfir í andlegt og útskúfun” segir
Dísa sem hefur enga hugmynd um
það hvers vegna hún lenti í einelti.
Dísa telur að kristilegu sam-
tökin, Ungt fólk með hlutverk, sem
störfuðu í Eyjum hafi bjargað sér á
unglingsaldrinum.
,,Með hjálp trúarinnar gat ég fyrir-
gefið krökkunum þessi bernsku-
brot. Ég missi ekki af fermingar-
mótum og finnst frábært að hitta
alla krakkanna,” segir Dísa sem
ákvað að fara í framhaldsskóla eins
langt í burtu og hægt var. Hún fór
á náttúrufræðibraut Menntaskólans
á Akureyri og átti þar dásamleg ár
þar sem hún fótaði sig í lífinu og
fikraði sig áfram á þroska-braut-
inni. Dísa útskrifaðist 17. júní 1983
úr MA. Í byrjun menntaskólans
var áhuginn aðallega á stærðfræði
og vildi hún verða verkfræðingur.
En þegar á leið varð áhuginn allur
á líkam-ann og það sem tengdist
honum. Hún ákvað því að mennta
sig í hjúkrunarfræði. Eftir að hafa
unnið á gjörgæslu nær 20 ár ákvað
Dísa að mennta sig í svæfinga-
hjúkrun sem hún segir ekki
eins líkamlega erfiða. Dísa segir
alltaf jafn erfitt að annast fólk sem
lítið sem ekkert sé hægt að gera
fyrir og erfiðast sé að hjúkra
fárveikum börnum sem eiga sér
jafnvel litla sem enga lífsvon. Dísa
segir að fullvissa um að góður
staður bíði þeirra eintaklinga sem
kveðja þennan heim hjálpi til að
takast á við erfiða hluti í starfinu.
Á unglingsárunum vann Dísa í
öllum fríum í Vestmannaeyjum.
Mest í fiski hjá Ísfélaginu og þá
oftast á vélunum með fínan bónus.
Á 18. árinu vann hún sem þerna
um borð í gamla Herjólfi sem
hún segir hafa verið þroskandi og
skemmtilegt starf sem hafi sjóað
hana á ýmsan hátt. Dísa vann fyrsta
árið eftir hjúkrun í eitt sumar á
sjúkrahúsinu í Eyjum. Síðan hefur
hún nánast verið á Landspítalanum.
Hún prófaði að fara til Hønefoss í
Noregi að vinna á gjörgæsludeild
nokkrar vikur sumarið 2014.
,,Ég fékk heilmikinn pening fyrir
mjög mikla vinnu. Þar var ég látin
hafa fyrir hlutunum og lítið verið
að aðstoða útlendinginn. Þegar
ég var búin að að sanna mig var
falast eftir því að ég kæmi aftur,
en ég læknaðist af þessari Noregs
vertíðarbakteríu eftir fyrsta sum-
arið,” segir Dísa.
Ákveður að dagurinn
verði góður
,,Lífið hefur boðið mér upp á
marga baráttu. Í þeim baráttum
hefur sú persónulega trú sem ég
eignaðist á unglingsárum hjálpað
mér. Ég hef oft bognað en aldrei
brotnað, í dag er ég á góðum stað
og lífið brosir við mér. Það skiptir
miklu máli að byrja hvern dag á
því að ákveða að dagurinn verði
góður,” segir Dísa sem spilar blak
og er ný byrjuð í golfi. Hún segist
ætla að vera dugleg að æfa sig í
golfinu í sumar. Hún er í spilakúbbi
með gömlu skólafélögum frá
Menntaskólanum á Akureyri, í
tveimur saumaklúbbum þar af
einum með átta jafnöldrum úr
Eyjum sem búsettar eru á höfuð-
borgarsvæðinu.
,,Ég elska, göngur um allt frá
fjörum til fjalla, finnst gott að
synda í sjónum og nýti mér Yoga
nidra og kyrrðarjóga til afslöppunar
í amstri dagsins. Auk þess er ég
virk í félagsstörfum fyrir fagdeild-
ina mína. Ég hef alltaf haft gaman
af því að syngja og byrjaði eftir gos
í Stúlknakór Vestmannaeyja. Núna
syng ég í kór hjúkrunarfræðinga
sem stofnaður var í tilefni af 100
ára afmæli Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga, í ár. Svo reyni ég að
sinna ömmubörnunum og lesa og
prjóna,” segir Dísa sem bætir við
að með hækkandi aldri og meiri
þroska sé hún víðsýnni, umburðar-
lyndari og þolinmóðari. Hún segir
engan komast í gegnum lífið án
áfalla en það sem skipti mestu máli
sé hvernig einstaklingurinn vinni
úr þeim og reyni að læra af.
Systurnar Emilía, Þórdís, Páley og Ragnheiður
umkringja foreldra sína Borgþór og Októvíu.
M
yn
d:
G
uð
bj
ör
g
G
uð
m
an
ns
dó
tt
ir.
Barnabörnin að prófa það sem amma Dísa gerir í vinnunni.