Fréttir - Eyjafréttir - jún. 2019, Blaðsíða 16
16 | Eyjafréttir | Goslok 2019
listakonan Gíslína Dögg
Bjarkadóttir hefur ekki slegið
slöku við síðustu misserin
eins og blaðamaður fékk að
sjá þegar hann kíkti við á
heimili hennar á dögunum,
en vinnustofan hennar er í
risinu á húsinu og þar mátti
sjá ótal falleg verk, tilbúin og
í vinnslu. Hluta af vinnunni
ætlar hún að sýna um helgina
í safnaðarheimilinu þegar hún
opnar sýninguna mitt á milli.
„Núna hef ég aðeins verið að hvíla
mig frá málverkinu og er í raun
að skapa eitthvað allt annað en ég
hef verið að gera. Ég hef verið að
kynna mér margar aðferðir og er
að blanda ýmsu saman. Ég tók þá
ákvörðun í janúar að einbeita mér
algjörlega að listinni og sinna henni
að fullu. Það var svolítið erfið
ákvörðun sérstaklega vegna þeirrar
togstreitu við að sinna heimili,
börnum og einhverri hefðbundinni
launavinnu,“ sagði Gíslína.
konurnar enn meðal
viðfangsefna
Síðustu ár hefur Gíslína verið að
fást við málverkið og þar hefur
viðfangsefnið hennar verið kon-
ur, „ ég hef eiginlega alltaf verið
með konurnar í fókus og fyrir
fjórum árum var ég með sýninguna
„Konur í þátíð“. Ég er ekki hætt
með konurnar sem viðfangsefni
og má sjá þær í verkum mínum í
dag, eins munstrin hans Sigurðar
Guðmundssonar málara, þetta hafa
verið mín einkenni. Ég leik mér
reyndar svolítið með munstrin,
breyti þeim og fer með þau lengra
og í aðrar áttir. Svo hef ég verið
að koma meira með náttúruna inní
verkin núna og þróa það sjálfsagt
eitthvað meira áfram,“ sagði
Gíslína
Núna er það grafík
Á sýningunni um helgina verður
aðallega um grafík að ræða hjá
Gíslínu en það hefur verið draumur
hjá henni lengi að vinna meira við
slíkt. „Það hefur verið draumur
hjá mér í mörg ár að vinna meira
í grafík og síðan árið 2016 hef ég
farið á sjö námskeið í grafík hjá
Íslenska grafík félaginu, en ég var
samþykkt inní félagið árið 2018.
Á þessu ári hef ég farið fjórum
sinnum á námskeið og í vinnutarnir
hjá Grafík félaginu. Því miður þá
stendur félagið frammi fyrir því
að missa húsnæðið sem það er í.
Reykjavíkurborg hefur stutt við
félagið með því að leyfa félaginu
að leiga húsnæði í Hafnarhúsinu.
Og staðan er sem sagt sú að nú
stendur yfir mikil leit að nýju hús-
næði sem hentar félaginu, en útlitið
er ekkert sérstaklega bjart varðandi
þau mál. Þess má auðvitað geta
að verkstæðið sem Grafík félagði
er nú með er afar hentugt og gott,
og hafa þeir fjölmörgu listamenn
sem komið hafa til landsins og
haldið námskeið þar eða verið í
vinnutörnum hælt aðstöðunni á
hvert reipi og talað um að aðstaðan
sé einhver sú besta sem þeir hafa
komist í tæri við,“ sagði Gíslína
sem gengur með þann draum að
opna vinnustofu í Vestmannaeyjum
þar sem listamenn allsstaðar að úr
heiminum gætu komið og unnið.
komin langt frá uppruna-
legum hugmyndum
En hvað er grafík fyrir þá sem ekki
vita?„Grafík er ekki bara einhver
ein þrykk aðferð, heldur er um
margar aðferðir í þrykki að ræða. Í
grafíkinni eru þrjár megin aðferðir
notaðar: háþrykk, djúpþrykk og
flatþrykk. Ég nota allar þessar
aðferðir. Í háþrykkinu nota ég
tréristur, dúkristur, plexigler og
solarplate. Í Djúpþrykkinu notast
ég einnig við plexigler og solar-
plate. Svo er það flatþrykk sem
ég nota aðferð sem kallast image
transfer og „gum bichromate“ sem
er gömul ljósmyndaaðferð. Einnig
blanda ég þessum aðferðum eitt-
hvað saman og útkoman getur oft
verið annsi forvitnileg og þegar
maður heldur sig svona vel að við-
fangsefninu þá er óhjákvæmilegt
að maður þróast sem listamaður
og miðað við þær hugmyndir sem
ég hafði í upphafi, þá er ég komin
nokkuð langt frá upprunalegum
hugmyndum. Ég hef þó ekki alveg
sagt skilið við málverkið, en það
er alveg ljóst að það mun þróast
hjá mér og verða eitthvað annað en
verið hefur,“ sagði Gíslína.
gamalt og nýtt
„Í þessu ferli var mjög gaman að
blanda saman gömlum aðferðum
við nýja tækni, en ég átti þó
nokkrar stundir hérna upp í Fablab
þar sem ég skar út munstur í leiser
sem ég hannaði með dyggri hjálp
Frosta Gíslasonar en ég á honum
miklar þakkir fyrir hjálpina, og það
er algjörlega frábært að hafa að-
stöðu eins og í Fablab hér í Eyjum
og ég mun pottþétt fá að vinna þar
meira,“ sagði Gíslína.
spennandi tímar
Í gegnum grafíkvinnuna hefur
Gíslína kynnst mörgum öðrum
listamönnum héðan og þaðan úr
heiminum. „Þetta hefur verið frá-
bær tími og þær stundir sem ég hef
farið í vinnutarnir í Grafík félagið
hafa gefið mér mikið. Þá hugsa
ég ekki um neitt annað, er bara að
vinna, tíminn gleymist og vinnu-
dagarnir eru langir en skemmtilegir.
Ég hef einnig komið mér í samtarf
við annað listafólk og hef ég mest
unnið með Hildi Björnsdóttur
listakonu, sem býr í Noregi en er
líka með vinnustofu í Svíþjóð. Ég
á von á því að við munum starfa
saman áfram og við stefnum á að
fara til San Francisco í febrúar á
vinnustofu Robynn Smith, sem
er Bandarísk grafík listakona og
hefur verið að kenna hjá Íslenska
grafíkfélaginu,“ sagði Gíslína sem
er spennt fyrir framhaldinu.
Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona:
Búið að vera draumur hjá mér
lengi að vinna meira með grafík
:: Sýningin “Mitt á milli” í Safnaðarheimilinu um helgina
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is