Fréttir - Eyjafréttir - jun 2019, Blaðsíða 14
14 | Eyjafréttir | Goslok 2019
,,Þetta var frábær ferð en mjög
krefjandi enda gengum við 300
km af Jakobsveginum og end-
uðum gönguna í Dómkirkjunni í
Santiago de Compostella á Spáni.
Pílagrímagangan er erfið og tekur á
bæði líkamlega og andlega en jafn-
framt mjög gefandi en það er alltaf
gott að koma heim aftur,” sagði
Þórdís Borgþórsdóttir, göngugarpur
sem lauk 12 daga göngu 14. júní.
Þórdís sem er fædd og uppalin í
Eyjum flutti þaðan þegar hún fór í
Menntaskólann á Akureyri 16 ára
gömul. Eftir MA flutti hún á höfuð-
borgarsvæðið þar sem hún hefur
búið síðan fyrir utan þriggja ára
dvöl í Danmörku.
ferðalangur sem nýtur þess
að ferðast
Þórdís er dóttir Borgþórs Eydals
Pálssonar og Guðbjargar Októvíu
Andersen eða Bokka og Víu eins
þau eru oftast kölluð. Þórdís er elst
fjögurra systra fædd á mánudegi
eftir þjóðhátíðina 1963 og að sögn
var hún búin að bíða lengi eftir
systkini þegar Ragnheiður fæddist
fjórum árum á eftir henni. Sex
árum síðar fæddist Emilía sem er
sannkallað gosbarn en hún fæddist
20 október, nánast 9 mánuðum
eftir að eldgosið hófst á Heimaey
23. janúar 1973. Yngst er Páley
fædd tveimur árum á eftir Emilíu.
Ragnheiður og Páley búa í Eyjum
en Þórdís og Emilía á höfuðborgar-
svæðinu. Þórdís er ánægð með
systrahópinn og segir að hún hafi
aldrei haft þörf fyrir að eignast
bróður. Aðspurð hver Þórdís sé,
segist hún vera mamma, amma,
dóttir, systir, vinkona, svæfinga-
hjúkrunarfræðingur og ferðalangur
sem njóti þess að ferðast.
sérfræðingur í
svæfingahjúkrun
,,Ég er félagslynd og finnst fátt
skemmtilegra en að vera innan um
skemmtilegt fólk. Ég er metn-
aðarfull og legg hart að mér
þegar ég tek að mér verkefni. Ég
er heiðarleg og óhrædd að segja
mínar skoðanir sem hefur stundum
komið í bakið á mér. Annars er ég
ósköp venjuleg sjálfstæð og dugleg
kona sem kem til dyranna eins og
ég er klædd. Nýt lífsins og reyni
að koma fram við aðra eins og ég
vil að komið sé fram við mig,”
segir Þórdís sem á þrjár stelpur,
tvö barnabörn og eitt á leiðinni.
Þórdís eða Dísa eins og hún er
oftast kölluð fylgdi í fótspor for-
eldra sinna og eignaðist eingöngu
stelpur. Þær eru allar Gunnarsdætur
og heita Októvía Edda, kennari og
leiðsögumaður sem á von á sínu
fyrsta barni. Júlíana Sara, leikkona
sem á Gunnar Loga og Þórdísi
Láru og Kristín Olga sem nemur
mannfræði við Háskóla Íslands.
Dísa hefur starfað sem hjúkrunar-
fræðingur á Landspítalanum við
Hringbraut í rúm 30 ár. Í nær 20 ár
á gjörgæsludeildinni og sem svæf-
ingahjúkrunarfræðingur í 14 ár.
Hún segist hafa menntað sig mjög
mikið í tengslum við starfið. Hún
sé með meistaranám í svæfinga-
hjúkrun og komin með leyfi til að
kalla sig sérfræðing í svæfinga-
hjúkrun.
dreymdi eld í hverju húsinu
á fætur öðru að
Hraðfrystistöðinni
,,Ég man frekar lítið eftir mér í
Eyjum fyrir gos. Ég man eftir
sundlauginni sem fór undir hraun,
gullbúðinni, heimsóknum til Palla
afa og Rönku ömmu og Malla afa
sem kenndur var við bátinn Júlíu
og Dísu ömmu. Ég man reyndar
eftir mér í leikskólanum en ég hætti
þar frekar skyndilega. Ég vildi ekki
borða hafragrautinn minn og var
lokuð inn í skáp, að mér fannst heil
eilífð en var eflaust mjög stuttur
tími, en samt nóg til þess að ég á
erfitt enn í dag að vera í miklum
þrengslum. Í stað leikskólans
fékk ég að vera hjá Dísu ömmu á
Heiðar-veginum þar sem væsti ekki
um mig,” segir Dísa sem fimm ára
gömul fór í stubbabekk og fann sig
vel þar en man hversu óþægilegt
það var að vera rassskellt með priki
fyrir það eitt að kjafta of mikið við
skólafélagana.
,,Mér gekk vel í náminu og
hefði verið tilbúin í fyrsta bekk en
foreldrar mínir voru hræddir um
félagslegan þroska minn ef ég væri
með ári eldri börnum. Ég fór því
aftur í stubbabekk og leiddist að
endurtaka námið. Fátt annað man
ég frá því fyrir gos. Það er eins og
að í gosinu hafi verið klippt á það
sem gerðist fyrir það,” segir Dísa
sem dreymdi fyrir gosinu.
,,Við fluttum frá Heiðarveginum
á Bröttugötuna 1971. Í nokkra
mánuði dreymdi mig alltaf sama
drauminn, fékk martraðir og
vaknaði upp grátandi. Mig dreymdi
að það væri kviknað í öllum hús-
unum í austurbænum. Það kviknaði
í hverju húsinu á fætur öðru þar til
það náðist að slökkva eldinn við
Hraðfrystistöðina, en það er á sama
stað og hraunið stoppaði í lok goss-
ins. Ég var í algjörri örvinglun,
fannst ég vera á staðnum og þyrfti
að hjálpa til við að aðvara fólk,”
segir Dísa sem hélt að draumurinn
væri fyrirboði um að það myndi
kvikna í heima hjá henni og leið
illa með það. Dísa segir að hún hafi
verið berdreymin en hún hafi ekki
vitað hvað hún ætti að gera við þær
upplýsingar sem hún fékk og því
lokað fyrir sýnir og drauma.
,,Þegar nágranninn bankaði upp
á til að vekja pabba og mömmu
aðfaranótt 23. janúar og láta þau
vita að eldgos væri hafið, sagði
pabbi strax, já nú hefur draumurinn
hennar Dísu ræst. Mamma og
pabbi höfðu því áhyggjur af því
hvernig þau ættu að vekja mig.
Pabbi ræsti mig og sagði Dísa
mín þú verður að vakna það er
farið að gjósa. Ég spurði hvað
það væri og pabbi sagði, farðu út
í svefnherbergisglugga og kíktu
út. Ég gerði það, horfði á eldinn
og sagði, það er kviknað í öllum
húsunum,” segir Dísa sem fann
fyrir vissum létti þegar draumurinn
var kominn fram og pabba hennar
grunaði að hraunið myndi stoppa
við Hraðfrystistöðina. Dísa fór með
fjölskyldu sinni með Danska Pétri,
báti afa hennar og fékk að kúra
í kojunni hans á leið til Þorláks-
hafnar. Dísa man eftir hávaðanum
í gosinu og látunum þegar vikurinn
buldi á bátnum á leið út úr höfninni
í Eyjum og hversu sjóveik hún var
alla leiðina upp á land. Fjölskylda
Dísu eins og svo margir aðrir héldu
fyrst að bíða ætti fyrir utan Eiðið
þangað til að eldgosið hætti en svo
var ekki, heldur flúði meirihluti
Eyjamanna með bátum til Þorláks-
hafnar.
frímerkja-, skelja og
servíettusafninu hent
Dísa hefur tvær sögur að segja af
því hvernig fólkið hennar brást við
gosnóttina.
,,Þegar Malla afa var farið að
lengja eftir Dísu ömmu, fór hann
upp í svefnherbergi og sá hana
standandi á nærbuxunum þar sem
hún gat ekki með nokkru móti
ákveðið hvort hún ætti að fara
um borð í Danska Pétur í buxum
eða pilsi. Við áttum páfagauk sem
gleymdist heima og við systur
höfðum áhyggjur af honum. Pabbi
fór því heim, náði í páfagaukinn
og setti hann í innkaupatösku þar
sem honum fannst búrið vera allt
of stórt. Páfagaukurinn gat ekki
andað í töskunni og því síður sofið
en páfagaukar geta ekki sofið nema
á priki.
Öndunargöt voru gerð á töskuna
og pabbi mátti rífa í sundur
herðatré svo páfagaukurinn gæti
sofið,” segir Dísa sem man eftir
því að hafa farið með strætó frá
Þorlákshöfn til Reykjavíkur og
segir fjölskylduna hafa komið í
Menntaskólann við Hamrahlíð um
níuleytið um morguninn en gosið
hófst rétt fyrir kl. tvö um nóttina.
Í MH lagði fjölskyldan sig í smá
stund eftir langt og erfitt ferðarlag.
Þórdís Borgþórsdóttir, sérfræðingur í svæfingahjúkrun:
Dreymdi fyrir gosinu og
hvar hraunið myndi enda
GUðRÚN ERLiNGSdóttiR
gudrun.erlingsdottir@gmail.com
100 km eftir til að klára göngu á
Jakobsveginum á Spáni sem hún
lauk fyrir nokkrum dögum.