Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jun 2019, Page 21

Fréttir - Eyjafréttir - Jun 2019, Page 21
Goslok 2019 | Eyjafréttir | 21 að stoppa hana. Við fórum einnig í leikfimi í tvær klukkustundir, á meðan í Vestmannaeyjum er leik- fimi bara í eina klukkustund. Skólinn kláraðist klukkan 15:00 og þá höfðum við skemmtilegan hitting heima hjá einum nemandan- um. Við fórum svo á sama stað og daginn áður og borðuðum afganga. Þá var nú dagurinn og kvöldið bara búið og við þurftum að fara heim í háttinn. 9. maí Við yfirgáfum krúttlega 700 manna þorpið okkar í morgunsárið til að keyra í sex klukkutíma til Kraká. Við stoppuðum á leiðinni til þess að fá okkur að borða og eins og oft áður var núðlusúpa í forrétt og síðan kjúklingaschnitzel með kartöflumús og dilli ásamt gúrku- salati með sýrðum rjóma. Maturinn var yfirleitt ekki vondur en aðeins of einhæfur, of saltaður eða bragðlaus. Við enduðum rútuferð- ina fyrir utan glæsilegt íbúðarhótel í Kraká þar sem við gistum í tvær nætur. Fljótlega eftir að við höfðum komið okkur fyrir gengum við í gegnum Gyðingahverfið Kazi- mierz í nokkra tíma í hellidembu með leiðsögumanni sem fræddi okkur meira um sögu Póllands. Við fengum okkur heita súpu og kjöt á eftir og fórum síðan í rúmlega klukkutíma verslunarstúss. 10. maí Við vöknuðum snemma og borðuðum gómsætan morgunmat á hótelinu áður en við lögðum af stað í klukkutíma rútuferð til Auschwitz. Eftir vopnaleit við innganginn fengum við heyrnartól og gátum þannig hlustað á leið- sögumanninn á meðan við gengum í gegnum búðirnar. Við gengum í tvo klukkutíma í Auschwitz eitt með leiðsögumanninum og rúman klukkutíma í Auschwitz tvö, sem er einnig kallað Auschwitz-Birkenau. Heimsóknin tók gríðarlega á and- lega. Við fengum mikinn fróðleik með okkur heim og áttuðum okkur enn meira á því hversu slæmt ástandið hafði verið á þessum tíma. Margir brotnuðu gjörsamlega niður enda fengum við að sjá barnaföt, hár, 80.000 skó, gleraugu, fangaföt, myndir, lestarmiða, eiturkristalla, töskur, gervifætur, hækjur og svo margt fleira sem hafði tilheyrt gyðingunum á svæðinu. Það er sorglegt til þess að hugsa að svona hlutir séu enn að gerast víðs vegar um heim. Hefðir Við fengum lítið sem ekkert menn- ingaráfall þar sem að lífið í Pól- landi er býsna gott eins og hjá okk- ur á Íslandi, a.m.k. á þeim stöðum sem við heimsóttum. Það var að vísu ansi erfitt að venjast almenn- ingsklósettunum og matartímunum þeirra. Salernin virtust vera undir litlu sem engu eftirliti, oft vantaði setu, lás, klósettpappír eða sápu, en það er svo sem ekkert eins- dæmi. Matartímarnir voru virkilega ólíkir okkar á Íslandi. Þau eru vön risastórum tvíréttuðum máltíðum, bæði í hádegis- og kvöldmat. Það óvenjulegasta í Póllandi er ábyggilega að kvöldmaturinn er alltaf um þrjúleitið þrátt fyrir að hádegismaturinn hafi verið tveimur tímum áður. Á kvöldin er síðan boðið upp á einhvers konar snarl. Þau borða sjaldan millimál og eru með frekar gamaldags venjur. Á heimilunum sem við dvöldum á var yfirleitt mikill sykur í öllum mat og drykkjum. Samkvæmt hefðinni er alltaf súpa á undan matnum, sennilega til að drýgja matinn. Hvað hafið þið lært af verk- efninu og hvernig sjáið þið framhaldið fyrir ykkur? „Ég hef lært svo mikið að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, ég lærði að útlit og uppruni fólks segir ekki hvernig persónuleiki manneskjunnar er. Ég eignaðist svo mikið af vinum frá allskonar löndum sem mér þykir svo vænt um. Ég vona að framhaldið mitt sé að halda áfram í þessu verkefni upp í FÍV og berjast gegn XENOPHO- BIU. Ég hvet alla til þess að fara í svona verkefni því þetta er svo þroskandi fyrir allt og alla. Saman getum við breytt áliti fólks sem er með fordóma gegn fólki frá öðru landi eða uppruna.“ -Emma Rakel Unnið með yngstu nemendunum Nemendur skólans í Stanin með íslenska fánann við móttökuathöfnina. Nemendahópurinn fyrir framan eldspúandi dreka í Kraká. Íslenski hópurinn í Kraká. Ræðulið 1.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.