Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 23

Fréttir - Eyjafréttir - jun. 2019, Side 23
Goslok 2019 | Eyjafréttir | 23 Í síðustu viku fylltist Eyjan af ung- um knattspyrnumönnum en þeir voru mættir til þess að taka þátt í 36. Orkumótinu. Mótið í ár var það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Keppendur voru um 1150, tæplega 300 þjálfarar og fararstjórar mættu ásamt for- eldrum. Spilað var frá fimmtudegi til laugardags og eins og áður var nóg um að vera hjá keppendum fyrir utan fótboltavöllinn. FH-ingar tryggðu sér Orkumóts- meistaratitilinn þetta árið en þeir léku gegn Breiðabliki og var um hörkuspennandi viðureign að ræða Um miðjan júní var TM mótið haldið í þrítugasta sinn. Mótið í ár var það stærsta síðan mótinu var breytt í 5. flokks mót árið 2005. Til Vestmannaeyja komu 96 lið, um 900 keppendum ásamt 200 þjálfurum og farastjórum og einnig fylgdu hellingur af foreldrum með. Veðrið lék við keppendur og gesti mótsins og var um nóg að snúast inná fótboltavellinum sem og fyrir utan hann. Það var Stjarnar sem stóð uppi sem TM-Móts meistari árið 2019 eftir hörkuleik á móti Haukum. stærsta Orkumótið frá upphafi Kvöldvakan var að þessu sinni haldin úti og var það Jarl Sigurgeirsson byrjaði á að stjórna brekkusöng af sinni alkunnu snilld og var vel tekið undir. Í kjölfar hans komu BMX-BRÓS og sýndu skemmtilega takta við góðar undirtektir. Þessir félagar voru meðal heiðursgesta á Okrumótinu. En það eru tuttugu ár síðan þeir voru Shellmótsmeistarar. Tm mótið haldið í þrítugasta sinn Á TM mótið komu einnig góðir gestir en forseti Íslands og Þýskalands kíktu við, einnig kom Heimir Hallgrímssyni og Ásgeir Sigurvinsson og kíktu á TM mótið ásamt fleiri góðum gestum. TM-Mótið í ár var það þrítugasta í röðinni, í tilefni þess var öllum keppendum og gestum boðið uppá súkkulaðiköku í Týsheimilinu M yn d: S ig fú s G un na r M yn d: S ig fú s G un na r

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.