Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 8

Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 Gæðavörur frá Ítalíu Ferskleiki og gæði Rana ferskt pasta – Suðutími 2 mínútur Pastasósurnar frá Cirio Auðveldar í notkun. Hitaðu sósuna við lágan hita í 2-3 mínútur á meðan pastað sýður og hrærðu svo saman við fulleldað pasta. Í grunnstefnu Pírata er fátt semfær meiri athygli en lýðræðið, einkum beint lýðræði, sem fær þar sérstakan kafla. Þar segir að píratar telji „að allir hafi rétt til að koma að ákvarð- anatöku um málefni sem varða þá“. Enn fremur að þessi rétt- ur sé tryggður „með styrkingu beins lýð- ræðis“. Þá segir að píratar vilji draga úr „miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast“.    Eitt af þeim „formum sem bjóð-ast“ er þegar tillaga er lögð fram í borgarstjórn um að leysa um- deilt mál með því að leyfa íbúunum að kjósa um það. Og þegar allir minnihlutaflokkarnir bera upp slíka tillögu mætti ætla að lýðræðisást pí- rata segði þeim að samþykkja hana.    Svo er þó ekki. Dóra Björt Guð-jónsdóttir, oddviti pírata, tekur tillögu um íbúakosningu um skipu- lag í Elliðaárdalnum afar illa og sak- ar Sjálfstæðisflokkinn um að mis- nota íbúalýðræði með því að leggja til kosningar um einstök mál „til þess að valda fjaðrafoki“!    Önnur ástæða sem Dóra Björtsegist hafa til að vera á móti íbúakosningunni er að tillagan standist ekki „faglegar formkröfur“.    En hefur nokkurn tímann komiðfram tillaga um beint lýðræði sem píratar hafa talið að stæðist fag- legar formkröfur – eða nokkrar aðr- ar kröfur ef því er að skipta?    Vonandi fyrirgefst þeim semdraga þá ályktun að píratar styðji aðeins beint lýðræði í orði en ekki á borði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Beint lýðræði ligg- ur aldrei beint við STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Miklar framkvæmdir hafa staðið yf- ir í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík að undanförnu. Suðurbugtin er einn þekktasti staður hafnarinnar. Hún er fyrir framan grænu verbúðirnar sem fengið hafa nýtt hlutverk og hýsa nú nokkur þekkt og vinsæl veitinga- hús. Í Suðurbugtinni eru flotbryggjur þar sem smærri bátar liggja. Þar er einnig lægi skipa og báta, sem sigla með ferðamenn í fugla- og hvala- skoðunarferðir. Flotbryggjurnar hafa verið fjar- lægðar tímabundið og þeim komið fyrir til bráðabirgða í Vesturbugt- inni, fyrir framan Sjóminjasafnið. Einnig hefur gamall brimbrjótur verið fjarlægður og nýjum og öfl- ugri verður komið fyrir. Verktaka- fyrirtækið Króli hefur annast þetta verk. Þá væri tækifærið notað til að dýpka Suðurbugtina. Það verk vann Björgun. Pramminn Reynir dýpkaði en flutningapramminn Pétur mikli flutti efnið út í flóann og sturtaði í sandnámu sem þar er á hafsbotni. Flotbryggjunum verður komið fyrir að nýju í Suðurbugt. Jafn- framt verða teknir í notkun fjórir nýir landgangar í Suðurbugt og Vesturbugt. Þeir eru 18 metra lang- ir og miklu fullkomnari og öruggari fyrir gangandi fólk en þeir eldri. Í samræmi við alþjóðlegar reglur var Lloyds Register fengið til að taka út nýju landgangana. Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna kemur fram að landgangarnir voru lestaðir með 11 tonnum og máttu þeir ekki síga (svigna) meira en 40 milli- metra. Allir stóðust prófið með sóma. sisi@mbl.is Miklar endurbætur gerðar á Suðurbugt  Nýr brimbrjótur og nýir landgangar á flotbryggjurnar Morgunblaðið/sisi Suðurbugt Tæki Björgunar, Reynir og Pétur mikli, unnu við dýpkunina. Ákveðið hefur verið að breyta nafni utanríkisráðuneytisins frá og með 1. janúar næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum Sveins H. Guðmars- sonar, fjölmiðlafulltrúa utanríkis- ráðuneytisins, verður nýtt nafn ráðuneytisins utanríkis- og þróun- arsamvinnuráðuneytið. „Þetta endurspeglar aukið vægi þróunarsamvinnunnar í utanríkis- stefnunni. Um leið verður skipulagi ráðuneytisins breytt með það að markmiði að samþætta þróunar- samvinnuna við aðra starfsemi þess í enn ríkari mæli en nú er,“ segir Sveinn. Kostnaðurinn sagður hverfandi Nafnbreytinguna þarf að stað- festa með forsetaúrskurði. Spurður hvaða kostnaður fylgi nafnbreyt- ingu ráðuneytisins svarar Sveinn því til að kostnaðurinn sem fylgi þessum breytingum sé hverfandi. Nafnbreytingum ráðuneyta fylgir að breyta þarf merkingum s.s. á húsnæði, bréfsefni, vefsíðu o.fl. Samþykkt var árið 2015 að flytja starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands til utanrík- isráðuneytisins með það að mark- miði að einfalda skipulagið og hámarka árangur af þróunarsam- vinnu með betri heildaryfirsýn og samhæfingu. omfr@mbl.is Utanríkisráðuneytinu gefið nýtt nafn  Mun heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið frá næstu áramótum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Utanríkisráðuneytið Nafnið lengist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.