Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Vinnueftirlitið framkvæmdi svokall-
aða „takmarkaða úttekt“ á skrif-
stofuhúsnæði Reykjavíkurborgar í
Borgartúni 12-14 í september sl. Í
kjölfarið var borginni gert að kynja-
skipta salernum þar á ný og fékk til
þess frest til 14. október. Borgin
svaraði erindinu daginn eftir og var
veittur framlengdur frestur til úr-
bóta og er sá frestur einnig liðinn.
Reykjavíkurborg hefur í dag ekki
enn farið að settum tilmælum, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Á fundi mannréttinda- og lýðræð-
isráðs Reykjavíkurborgar í júlí 2018
var samþykkt að gera öll salerni
starfsfólks í stjórnsýsluhúsum borg-
arinnar ókyngreind. Er þar átt við
salerni í Borgartúni og Ráðhúsinu.
Í andmælabréfi Reykjavíkur-
borgar til Vinnueftirlitsins kemur
fram að tillagan hafi byggst á þeim
áherslum borgarinnar að vinna
gegn mismunun borgaranna á
grundvelli kyns, kynvitundar, kyn-
tjáningar og kyneinkenna. „Á síð-
ustu árum hefur umtalsverð þróun
orðið í samfélaginu þegar kemur að
því hvernig kyn eru skilgreind og
má slá því föstu að samfélagið hafi
yfirgefið kynjatvíhyggjuna,“ segir
m.a. í bréfinu.
Í skoðunarskýrslu Vinnueftirlits-
ins er vísað í 22. gr. reglna um hús-
næði vinnustaða nr. 581/1995. Þar
segir að þar sem að staðaldri starfa
fleiri en fimm karlar og fimm konur
skuli salerni og snyrting fyrir hvort
kyn aðgreind. Að jafnaði skal vera
minnst eitt salerni fyrir allt að 15
manns. Ekki verður séð að reglu-
gerðin geri ráð fyrir að heimilt sé að
víkja frá umræddu ákvæði.
Reglugerðin er skýr og í gildi
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnueftirlitinu er ekkert því til fyr-
irstöðu að borgin hafi merkt salerni
fyrir fatlaða, kynjaskipti lágmarks-
fjölda salerna samkvæmt umræddri
reglugerð og hafi þau salerni sem út
af standa ókynjaskipt. Bendir stofn-
unin jafnframt á að reglugerðin sé í
fullu gildi og því beri Reykjavíkur-
borg að fara eftir henni.
Þá segist Vinnueftirlitið fá ábend-
ingar sem þessar frá starfsmönnum.
Borgin kynja-
merki salernin
Vinnueftirlitið tók út salerni hjá
Reykjavíkurborg og vísar í reglugerð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgartún Reykjavíkurborg vildi ókyngreind klósett í stjórnsýsluhúsum
sínum. Vinnueftirlitið segir það ekki ganga upp og bendir á reglugerð.
Fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 16:00 - 18:00
Oddi stofa 101
Hagfræðistofnun og Seðlabankinn bjóða til málþings í tilefni af því að
hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz.
Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra flytur erindið: Jónas Haralz –
Brautryðjandi nútíma hagstjórnar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytur erindið: Hundrað ára hagstjórn - hvað
höfum við lært og hvernig munum við standa okkur betur?
Eftir fundinn eru léttar veitingar.
Hagstjórn í hundrað ár
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkrir kúabændur sem óánægðir
eru með efni samkomulags Bænda-
samtaka Íslands og ríkisins um end-
urskoðun gildandi búvörusamninga í
mjólkurframleiðslu vilja að sest
verði aftur að samningaborðinu og
vandað betur til verka. Í dag á að
hefjast atvæðagreiðsla meðal kúa-
bænda um samkomulagið. Bænd-
urnir afhentu í gær Guðrúnu Sigríði
Tryggvadóttur, formanni Bænda-
samtakanna, lista með undirskrift-
um 340 bænda til stuðnings kröfum
sínum en á kjörskrá eru 1.315 bænd-
ur.
Eftir að samkomulag ríkisins og
bænda um endurskoðun nautgripa-
ræktarsamnings var kynnt hafa orð-
ið líflegar umræður á fundum og á
samfélagsmiðlum um ágæti hans.
Atkvæðagreiðslan er rafræn og
stendur í slétta viku.
Luku ekki við verðlagsmálin
Búvörusamningurinn sem gerður
var á árinu 2016 gerði ráð fyrir að
kvótakerfið félli niður á samnings-
tímabilinu. Eftir að fyrir lá skýr vilji
kúabænda um að þeir vildu halda
greiðslumarkskerfinu hófust við-
ræður samninganefnda bænda og
ríkisins. Niðurstaðan var sú að sá
kafli samningsins var endurskrifað-
ur til fyrra fyrirkomulags. Í samn-
ingnum er fjallað um önnur atriði,
svo sem loftslagsmál. Ekki náðist að
klára verðlagsmálin og ýmis önnur
mál en settir verða á stofn starfs-
hópar og verða niðurstöður þeirra
hluti af samningnum ef þær hljóta
samþykki bænda í nýjum atkvæða-
greiðslum.
Sumir hafa upplýsingar
Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á
Stakkhamri á Snæfellsnesi, segir að
margir bændur séu ósáttir við ýmis
atriði nýja samkomulagsins. Nefnir
hann að ekki skuli vera sett há-
marksverð á kvóta á tilboðsmarkaði
sem endurvekja á á nýju ári og ótt-
ast að kvótaverðið fari þess vegna
upp fyrir öll þök. Hann segir vitað
að það hafi verið krafa frá landbún-
aðarráðherra að ekki væri sett þak á
kvótaverðið en samt eigi að setja
„rauð strik“ og grípa inn í ef verðið
fer yfir þau. Segir Þröstur að það
gangi ekki upp að sumir hafi upplýs-
ingar um slíkar forsendur verðlagn-
ingar en aðrir ekki.
Þá nefnir hann að verðlagsmálin
eigi að setja í nefnd og kjósa um þau
sérstaklega í vor. „Auðvitað hefur
niðurstaðan í verðlagsmálum áhrif á
það hvað kvótaverðið getur orðið
hátt. Það er einnig gríðarlega mik-
ilvægur þáttur í okkar rekstri. Þetta
er í okkar huga samtvinnað og verð-
ur að leggja saman til að hægt sé að
taka afstöðu til samningsins í heild,“
segir Þröstur.
Hann tekur fram að söfnun undir-
skrifta sé ekki til höfuðs neinum.
Líta beri á hana sem stuðning bak-
landsins við samninganefnd bænda
gagnvart ríkinu.
Öll viðskipti myndu stöðvast
Arnar Árnason, formaður Lands-
sambands kúabænda, svaraði gagn-
rýnisröddum með færslu á Face-
book í gærmorgun. Þar leggur hann
meðal annars áherslu á að ef endur-
skoðaður samningur tekur ekki gildi
um áramót haldi fyrri samningur
gildi sínu og öll viðskipti með
greiðslumark stöðvist. Jafnframt
muni beingreiðslur ríkisins breyt-
ast.
Varðandi hámarksverðið segir
Arnar að það hafi verið talið of verð-
myndandi að gefa út hámarksverð á
kvóta, hætta væri á að það yrði verð-
ið sem gilti á markaðnum. Hann
segir jafnframt að allir sem í samn-
inganefndinni voru viti hvar „rauða
strikið“ liggi og að það hafi verið
vilji bænda að hafa tvöfalt afurða-
stöðvaverð sem hámarksverð.
Bændur vilja semja upp á nýtt
Hópur kúabænda óánægður með það sem felst í samningum um endurskoðun búvörusamninga
Formaður kúabænda svarar fullum hálsi Rafræn atkvæðagreiðsla á meðal bænda hefst í dag
Ljósmynd/Bændasamtök Íslands
Listar afhentir Halldór Jónas Gunnlaugsson á Hundastapa, Brynjar Bergs-
son á Refsstöðum, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri, Guðrún S.
Tryggvadóttir, formaður BÍ, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ.