Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Siffonbuxur - Bolir - Blússur - Peysur
Tunikur - Töskur - Hanskar - Húfur
Silkislæður - Klemmueyrnalokkar
Stakar svartar velúrbuxur
stærðir S-4XL
1988 - 2018
NÝ SENDING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir við Hólsvirkjun í
Fnjóskadal standa nú sem hæst.
Verktakar eru í kapphlaupi við vet-
urinn við að ljúka brýnustu verkum.
Þessa dagana er áherslan á því að
ljúka lagningu vegar, vatnspípu að
stöðvarhúsi og koma stíflum vel á
veg. Þessi mannvirki eru innar í
dalnum og standa hærra en stöðv-
arhúsið og er því mikilvægt að kom-
ast eins langt með verkin áður en
vetur skellur á af fullu afli.
Vélbúnaður kemur í janúar
Skírnir Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Arctic Hydro, sem
reisir virkjunina, segir að vonast sé
til að vinnu við Gönguskarðsár-
þröskuld sem er lítil stífla ljúki í
næsta mánuði. Stærri stíflan er í
Hólsá og þar er verið að steypa um
þessar mundir. Vonast Skírnir til
þess að þeirri vinnu ljúki fyrir ára-
mót. Jarðvinna þar frestast til
næsta sumars og en þarf að ljúka
um haustið. Stefnt er að því að
virkjunin verði komin í full afköst í
september á næsta ári.
Unnið er í grunni stöðvarhúss
sem standa mun skammt frá þjóð-
veginum um Fnjóskadal. Skírnir
segir að húsið þurfi að vera langt
komið í janúar þannig að hægt verði
að taka við vélbúnaðinum í lok mán-
aðarins. Vélarnar eru tilbúnar úti í
Austurríki og verið að pakka þeim í
flutningsumbúðir. Þær koma með
skipi til Akureyrar og verða síðan
fluttar með bílum að stöðvarhúsinu.
Rafallinn er þyngsta tækið, vegur
um 35 tonn.
Orkusvelt landsvæði
Arctic Hydro hefur gert orku-
sölusamning við HS Orku. Búið er
að leggja jarðstreng að Rangárvöll-
um við Akureyri, um 35 kílómetra
leið yfir Vaðlaheiði og með Leiru-
vegi. Þaðan verður orkunni dreift
um bæi og sveitir. Uppsett afl Hóls-
virkjunar verður um 5,5 megavött.
Skírnir segir mikilvægt að auka
raforkuframleiðslu á þessu svæði.
Þessi hluti landsins sé sveltur af
orku og lítill og meðalstór iðnaður
geti ekki byggst upp af þeim sök-
um. Þá segir hann að með dreifðri
framleiðslu eins og Hólsvirkjun
stuðli að þurfi minni orku að flytja
að og það dragi úr flutningstöpum
sem sé mikill kostnaðarliður hjá
Landsneti. Þá aukist afhendingar-
öryggi raforku á svæðinu.
Undirbúa virkjun í Vopnafirði
Arctic Hydro hefur verið að
skoða fleiri kosti fyrir smávirkjanir
og fengið rannsóknarleyfi fyrir
nokkrar. Einnig er verið að huga að
nýtingu vindorku. Skírnir segir að
fyrirtækið sé nú einkum að und-
irbúa Þverárvirkjun í Vopnafirði
sem yrði um 6 MW virkjun. Vinnu
við umhverfismat er lokið nema
hvað beðið er álits Skipulagsstofn-
unar. Ef allt gengur að óskum verð-
ur hægt að hefjast handa næsta
haust en að öðrum kosti sumarið
2021.
Skírnir segir að Vopnafjörður sé
á enda raforkuflutningskerfis og
þess vegna í svipaðri stöðu og Eyja-
fjörður. Þar sé mikil atvinnustarf-
semi og þegar Hellisheiðarlína slær
út þurfi að ræsa dísilvélar. Með
framleiðslu á staðnum aukist af-
hendingaröryggi og flutningstöp
minnki.
Reisa virkjun í Fnjóskadal
í kappi við Vetur konung
Hólsvirkjun í notkun eftir tæpt ár Eykur orkuöryggi Eyjafjarðarsvæðisins
Ljósmynd/Aðsend
Hólsvirkjun Unnið er að byggingu stöðvarhúss, skammt frá þjóðveginum um Fnjóskadal. Húsið er að komast upp
úr jörðinni og tekur á sig betri mynd á næstu vikum og mánuðum. Vélbúnaðurinn þarf að fá þar skjól í lok janúar.
Varðberg, sam-
tök um vestræna
samvinnu og al-
þjóðamál, stend-
ur fyrir hádegis-
fundi á morgun,
fimmtudag, með
Áslaugu Örnu
Sigurbjörns-
dóttur dóms-
málaráðherra.
Þar mun Áslaug
ræða nýjar ógnir í öryggismálum,
eins og það er orðað í tilkynningu
Varðbergs.
Fundurinn verður í fyrirlestrar-
sal Þjóðminjasafnsins og stendur
yfir frá kl. 12-13.
Áslaug Arna, sem er lögfræð-
ingur að mennt, hefur gegnt emb-
ætti dómsmálaráðherra frá 6. sept-
ember síðastliðinn. Hún hefur setið
á Alþingi frá 2016 og m.a. gegnt
formennsku í utanríkismálanefnd.
Áslaug ræðir ógnir
í öryggismálum
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Nýstofnað Fjar-
könnunarfélag
Íslands efnir í
dag til fyrstu ráð-
stefnu sinnar. Til-
gangur félagsins
er að stuðla að
eflingu fjarkönn-
unar á landinu og
skapa umræðu-
grundvöll um
fræðin og hag-
nýtingu þeirra. Allir eru velkomnir
en ráðstefnan fer fram í hátíðarsal
Háskóla Íslands í dag frá kl. 14-18.
Fjarkönnun er skilgreind sem
mæling án þess að tækið sjálft snerti
við viðfangsefnið. Þetta á t.d. við um
mælingu á ljósi, innrauðri geislun,
hita- og örbylgjugeislun og hljóð-
bylgjum. Mörg fagsvið tengjast fjar-
könnun, t.d. verkfræði, jarðvísindi,
landfræði, fornleifafræði og lækn-
isfræði. Tæknin er nýtt í rannsóknir,
eftirlit og í ýmis hagnýt verkefni,
hjá fjölmörgum stofnunum, háskól-
um og fyrirtækjum.
Á ráðstefnunni, sem er öllum opin,
verður m.a. fjallað um fjarkönnun
frá kafbátum, skipum, mælitækjum
á landi, úr flygildum og gervi-
tunglum. Hægt er að skrá sig í félag-
ið á fjarkonnunarfelag.is.
Ráðstefna um fjar-
könnun haldin í dag
Fjarkönnun Drón-
ar m.a. notaðir.
Notkun sýklalyfja fólks minnkaði á
síðasta ári en notkunin jókst hins
vegar um 7% hjá dýrum. Þetta kem-
ur fram í nýútkominni ársskýrslu
sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotk-
un og sýklalyfjaónæmi á árinu 2018.
Samkvæmt upplýsingum Land-
læknisembættisins er meginniður-
staðan sú að heildarnotkun sýkla-
lyfja hjá fullorðnum minnkaði um 5%
á síðasta ári miðað við árið á undan
og enn meira, eða um tæp 7%, hjá
börnum.
Í ljós kom hins vegar að söluverð-
mæti sýkingalyfja hjá mönnum jókst
um 10% á árinu 2018 miðað við 2017
eða um 183 milljónir og var söluverð-
mæti sýkingalyfja 6,7% af söluverð-
mæti allra lyfja á árinu 2018. Sölu-
verðmæti sýkingalyfja hjá dýrum
var hins vegar um 122 milljónir og
jókst um 2,5% frá árinu 2017, að því
er segir í formála skýrslunnar.
Á umliðnum árum hefur notkun
sýklalyfja hjá mönnum, mæld í skil-
greindum dagskömmtun (DDD),
aukist hér á landi og verið sú hæsta á
Norðurlöndunum og er notkunin um
miðbikið þegar borið er saman við
lönd Evrópusambandsins.
Í fyrra kom í ljós að töluverður
breytileiki var á notkuninni á milli
landshluta hér á landi en hún er
áfram mest á höfuðborgarsvæðinu.
,,Sýklalyfjaónæmi var almennt séð
nokkuð óbreytt á milli áranna 2017
og 2018. Þrír einstaklingar greindust
með karbapenemasa myndandi
bakteríur á árinu en slíkar bakteríur
geta verið nær alónæmar fyrir öllum
sýklalyfjum,“ segir í skýrslunni.
Sóttvarnalæknir hefur hafið átak
um bætta notkun sýklalyfja í sam-
vinnu við Þróunarmiðstöð íslenskrar
heilsugæslu sem er talin geta leitt til
minni notkunar hér á landi og stuðl-
að að því að hefta útbreiðslu sýkla-
lyfjaónæmis. omfr@mbl.is
Minni notkun
sýklalyfja í fyrra
Þrír með bakteríur sem geta verið
nær alónæmar fyrir öllum sýklalyfjum
Ljósmynd/Unsplash
Lyf Tekist hefur að minnka notkun
svonefndra breiðvirkra sýklalyfja.