Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 20.11.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 Í dag fögnum við þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, en hann var samþykktur á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóv- ember 1989. Samning- urinn er útbreiddasti mannréttinda- samningur heims en tilkoma hans olli straumhvörfum í samfélags- legum viðhorfum til barna um allan heim með því að gera kröfu um að litið sé á börn sem sjálfstæða hand- hafa réttinda sem aðildarríkjum sáttmálans ber að innleiða og virða með öllum tiltækum leiðum. Þessum merka áfanga hefur ver- ið fagnað með ýmsu móti á afmæl- isárinu en hápunkturinn er þing um málefni barna sem haldið er í fyrsta skipti í ár. Barnaþing er sett á morgun, 21. nóvember, en þar taka um 160 börn þátt í þjóðfundi barna, en þau voru valin með slembivali úr þjóðskrá, og koma víða að af landinu. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku barna í samfélagslegri umræðu og lýðræð- isstarfi. Áhersla er lögð á að skapa vettvang, á forsendum barna, þar sem þau fá tækifæri til að ræða við önnur börn, fá að láta í ljós skoð- anir sínar og upplifa að á þau sé hlustað og mark á þeim tekið. Á þjóðfundinum gefst börnum jafnframt tækifæri á að ræða hug- myndir sínar og skoðanir við full- orðna aðila sem geta haft áhrif á stöðu barna eins og t.d. alþing- ismenn, ráðherra, fulltrúa félaga- samtaka og aðila vinnumarkaðarins. Embætti umboðs- manns barna mun síð- an vinna að því að nið- urstöður þingsins hafi raunveruleg áhrif á stefnumótun og þróun í málefnum barna. Með barnaþingi er stigið framsækið skref í innleiðingu Barna- sáttmálans og ég er sannfærð um að barnaþing á eftir að verða öflugur vettvangur fyrir samtal og samráð um málefni barna til framtíðar. Lýðræðisþing í skólum Víða um land hafa skólar unnið afar merkilegt starf við að auka þátttöku barna í skólastarfi og er það von mín að barnaþingið verði til þess fallið að hvetja enn frekar skóla til leita fjölbreyttra leiða til að efla lýðræðisþátttöku barna. Með því móti verði þingið ekki að- eins mikilvægt fyrir þau börn sem það sækja heldur muni börn um allt land fá tækifæri til lýðræð- islegrar og virkrar þátttöku. Til að undirstrika þetta sendi embættið grunnskólum landsins bréf þess efnis að skólarnir nýti tækifærið og haldi lýðræðisþing meðal barna í skólum í tengslum við barnaþingið og þrjátíu ára af- mæli Barnasáttmálans. Ljóst er að margir skólar hafa tekið þeirri áskorun og halda í dag lýðræðis- þing nemenda. Þetta er afar já- kvæð þróun en innleiðing Barna- sáttmálans gerir kröfu um aukna samfélagslega þátttöku barna og aðild þeirra að ákvarðanatöku í nærsamfélagi þeirra. Könnun meðal skólastjórnenda Áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnun sem send var öllum stjórnendum grunnskóla í sept- embermánuði, í samvinnu embættis umboðsmanns barna og mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands. Í könnuninni var leitast við að fá fram upplýsingar um lýðræðislega þátttöku barna í skipulagi og ákvarðanatöku í skólastarfi og fyr- irkomulag kennslu um Barnasátt- málann og réttindi barna. Því mið- ur fengust ekki svör nema frá tæpum helmingi skólastjórnenda og því verður að fara varlega í túlkun niðurstaðna. Mismikið er unnið með réttindi samkvæmt þeim svörum sem bár- ust en það eru helst umsjónarkenn- arar sem sjá um réttindakennslu í flestum grunnskólum. Kennslan fer oftast fram í almennri námsgreina- kennslu í öllum bekkjardeildum og helstu kennsluaðferðir eru umræð- ur. Jafnframt kemur fram í könn- uninni að flestir skólastjórnendur telja að kennarar hafi ekki fengið mikla þjálfun í kennslu á þessu sviði. Embætti umboðsmanns barna hyggst fylgja þessari könnun eftir með frekara samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Stefnt er að því að fram- kvæma sambærilegar kannanir reglulega til þess að fylgjast með þróuninni. Vörður í málefnum barna Í tilefni barnaþings hefur emb- ættið tekið fyrir helstu vörður í lagasetningu um málefni barna frá húsagatilskipuninni, sem tók gildi árið 1746, en með henni var innleitt bann við barsmíðum á börnum og sú skylda lögð á foreldra að kenna börnum sínum að lesa. Húsaga- tilskipunin markaði jafnframt tíma- mót þar sem hún tók til allra barna, óháð efnahag og stöðu for- eldra, en það er einmitt ein meg- inregla Barnasáttmálans að öll börn njóti þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, án nokkurrar mis- mununar. Meðal annarra mikil- vægra áfanga í málefnum barna í íslensku samfélagi má nefna setn- ingu fyrstu heildarlöggjafar um barnavernd árið 1934, gildistöku fyrstu heildstæðu laganna um mál- efni barna frá árinu 1981, og stofn- un embættis umboðsmanns barna 1. janúar 1995. Á þessum merku tímamótum er mikilvægt að líta yfir farinn veg og fagna því sem þegar hefur áunnist í málefnum barna, ekki síst með til- komu Barnasáttmálans. Það er þó ljóst að enn bíða okkar áskoranir og þörf er á ýmsum samfélags- legum breytingum til þess að rétt- indi barna samkvæmt Barnasátt- málanum nái fram að ganga. Ég vil óska öllum börnum til hamingju með daginn en með Barnasáttmál- ann að leiðarljósi mun embætti um- boðsmanns barna halda áfram að vinna að því að skapa öllum börn- um í íslensku samfélagi jöfn tæki- færi og betri framtíð. Eftir Salvöru Nordal »Með Barnasáttmál- ann að leiðarljósi mun embætti umboðs- manns barna halda áfram að vinna að því að skapa öllum börnum í íslensku samfélagi jöfn tækifæri og betri framtíð. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. Lýðræðisþátttaka barna er valdeflandi Morgunblaðið/Eggert Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna fagn- ar 30 ára afmæli í dag. Hjá Kópavogsbæ efnum við til mikillar veislu í tilefni dagsins, skólabörn fagna með margvíslegum hætti og sýna afrakstur vinnu í Menningar- húsunum í Kópavogi sem unnin hefur verið í leik- og grunnskólum bæjarins þar sem málefni á borð við lofts- lagsmál og frið eru tekin til umfjöllunar, það verður málþing barna, tónleikar og dansað fyrir rétt- indum. Hátíðarhöld dagsins eru ein birtingarmynd þess að við hjá Kópa- vogsbæ erum að inn- leiða Barnasáttmála SÞ inn í allt starf bæjarins. Í innleiðing- unni eru áhersla á fjórar grunnforsendur Barnasáttmálans, jafnræði, að gera það sem barni er fyrir bestu, rétt barns til að lifa og þroskast og rétt barns til að tjá sig. Meðal afurða sem hafa orðið til við innleiðinguna í Kópavogi er Mælaborð barna sem gefur yfirlit yfir lífsgæði barna í Kópavogi. Mælaborðið, sem jafnframt er hægt að nýta sem vísitölu barn- væns sveitarfélags, hefur vakið al- þjóðlega eftirtekt og hlaut nýverið viðurkenningu á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu UNICEF um barnvæn sveitarfélög. Í kjölfarið hafa er- lendir aðilar sýnt aðferðinni mikinn áhuga og því vaxandi líkur á að að- ferðafræðin geti nýst víða. Mæla- borðið auðveldar kjörnum fulltrú- um og embættismönnum að forgangsraða verkefnum og fjár- málum í takt við þarfir barna. Í tengslum við innleiðinguna mun bærinn í vaxandi mæli leita eftir skoðunum barna. Fulltrúar barna og ungmenna hafa verið í stýrihóp við gerð fyrstu draga að aðgerðaáætlun innleiðingarinnar. Aðgerðirnar eru nú í rafrænni samráðsgátt og fjölskyldur og skól- ar hvött til að skoða hana með börnum og kalla eftir skoðunum þeirra. Eftir innleiðingu og úttekt verð- ur Kópavogur barnvænt sveitar- félag. Það er verðugt markmið og eitthvað sem við hjá Kópavogsbæ erum stolt af. Til hamingju með daginn! Eftir Ármann Kr. Ólafsson »Hátíðarhöld dagsins eru ein birtingar- mynd þess að við hjá Kópavogsbæ erum að innleiða Barnasáttmála SÞ inn í allt starf bæj- arins. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Barnasáttmálinn í Kópavogi Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyr- irtækja og samstarf við Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) eru meðal að- gerða sem ríkis- stjórnin kynnti í gær. Markmið þeirra er að auka traust á íslensku atvinnulífi eftir um- fjöllun um viðskiptahætti Samherja í síðustu viku. Rétt er halda því til haga að ís- lensk stjórnvöld hafa á undan- förnum árum ráðist í miklar úrbæt- ur á sviði peningaþvættis, mútubrota og skattundanskota. Hins vegar hefur þetta mál gefið til- efni til frekari aðgerða líkt og rík- isstjórnin hefur nú samþykkt. Þær aðgerðir eiga það sameiginlegt að verið er að bregðast við með al- mennum hætti og rétt að gera nokkra grein fyrir þeim aðgerðum sem helst snerta mitt ráðuneyti. Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja Undirbúningur er hafinn að laga- frumvarpi um ríkari upplýsingaskyldu hlut- fallslega stórra fyr- irtækja sem geta haft kerfislæg áhrif í ís- lensku efnahagslífi. Er þetta gert til að auka gagnsæi um starfsemi þessara fyr- irtækja og tryggja betur heilindi og orðspor íslensk atvinnulífs. Jafn- framt er þetta í samræmi við nýlega ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS. Nýjar kröfur um aukið gagnsæi munu ná til fyrirtækja í öllum at- vinnurekstri. Ég hef óskað eftir því að við þessa vinnu verði tekið til sér- stakrar skoðunar hvort gera þurfi enn ríkari kröfur um gagnsæi til stærri sjávarútvegsfyrirtækja sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði. Samstarf við FAO Ég mun hafa frumkvæði að því að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) vinni út- tekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ.á m. í þróun- arlöndum. Á grundvelli úttektar- innar vinni FAO tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti. Ráðuneyti mitt hefur þegar átt í samskiptum við forsvarsfólk FAO um slíkt sam- starf og hefur þessu frumkvæði ver- ið tekið með jákvæðum hætti. FAO er stærsta alþjóðlega stofn- unin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávar- útvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir al- þjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið fellur því vel að hlutverki stofnunarinnar. Óvissu eytt um tengda aðila Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu frá því í janúar á þessu ári kemur fram að ekki verði séð að Fiskistofa kanni með nægj- anlega tryggum hætti hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir afla- hlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum um stjórn fiskveiða. Því þurfi að endurskoða 13. og 14. gr. laganna svo reglur um hámarksaflahlutdeild verði skýrari. Í mars 2019 skipaði ég verkefn- isstjórn undir forystu Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisend- urskoðanda, til að koma með tillögur um bætt eftirlit með fiskveiði- auðlindinni. Nefndinni var m.a. falið að bregðast við fyrrgreindri ábend- ingu Ríkisendurskoðunar. Í kjölfar umræðu síðustu daga hef ég nú ósk- að eftir því við nefndina að hún skili tillögum þar að lútandi fyrir 1. jan- úar nk. Þá er að vænta tillagna frá nefndinni á næstu vikum um bætt eftirlit með fiskveiðum og með vigt- un sjávarafla. Orðspor Íslands Ég bind vonir við að þau viðbrögð ríkisstjórnarinnar sem birtast í þessum almennu aðgerðum, til við- bótar við þær miklu úrbætur sem gerðar hafa verið á undanförum ár- um, muni leiða til þess að orðspor Íslands verði ekki fyrir miklu tjóni. Þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt samfélag, m.a. í ljósi þess að rúmlega 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt á erlendan markað. Það er því kappsmál fyrir alla hlutaðeig- andi að sameinast um það verkefni. Aukum traust á íslensku atvinnulífi Eftir Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson » „Þar eru miklir hagsmunir í húfi fyr- ir íslenskt samfélag, m.a. í ljósi þess að rúm- lega 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt á erlendan markað.“ Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.