Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
✝ María Gísla-dóttir fæddist
á Gamla Bjargi í
Norðfirði 3. maí
1927 og lést á
heimili sínu, Ísa-
fold í Garðabæ, 6.
nóvember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli
Hjálmarsson
Kristjánsson, f.
12.12. 1893, d. 6.7.
1989, og Fanny Kristín Ingv-
arsdóttir, f. 17.12. 1904, d. 9.8.
1997. Systkini Maríu eru
Margrjet, f. 6.8. 1924, d. 25.2.
2018, Ingvar, f. 28.3. 1926,
Kristján, f. 30.11. 1930, d.
26.6. 2005, Ásdís, f. 8.7. 1935,
og Tryggvi, f. 11.6. 1938.
Fjölskyldan bjó í Norðfirði
til sumars 1945 en flutti þá til
Akureyrar. Veturinn áður bjó
María hjá Margrjeti systur
sinni og fjölskyldu á Akureyri,
gekk þar í Gagnfræðaskóla og
lauk gagnfræðaprófi vorið
1945. Hún var í Húsmæðra-
skólanum í Reykjavík 1948-
1949.
Hinn 24.9. 1949 giftist
María Heimi Bjarnasyni, f. 2.9.
1923, d. 17.9. 2014. Móðir hans
var Helga Bjarnadóttir Maul
en fósturforeldrar Birna
Bjarnadóttir, móðursystir, og
Pétur Sigfússon.
þeirra börn: Astrid Ísafold og
nýfæddur sonur, Ragnar og
kærasta hans er Erna Mark-
úsdóttir. 3) Fanný Kristín, f.
1956, gift Breka Karlssyni, á
dótturina Guðrúnu Maríu sem
er gift Stefan Sundberg, synir
þeirra Viktor og Óskar. Frá
fyrra hjónabandi á Guðrún
María Fannýju Ölvu Forsman.
Fanný og Breki eiga synina
Högna, giftan Þóru Kolbrúnu
Þórarinsdóttur, dóttir þeirra
er Camilla Sif, Atla sem lést
2015, og Kára, hans sambýlis-
kona Helga Valgerður Snorra-
dóttir og eiga þau Freyju Mar-
íu. 4) Gísli Kr., f. 1957, d.
2019, eftirlifandi eiginkona
hans er Þorgerður Ragnars-
dóttir, börn þeirra María,
sambýlismaður Símon Ágúst
Steinsson, Grímur og Ragnar.
5) Birna, f. 1959. 6) Heimir, f.
1960, giftur Elínu Sigríði Óla-
dóttur, f. 1959. Sonur Heimis
er Gunnar Cortes, sambýlis-
kona hans er Thereza Pet-
kova. Börn Heimis og Elínar:
Mardís gift Viðari Jónssyni,
Heimir Óli, sambýliskona
Kristín Ósk Óskarsdóttir, og
börn þeirra eru Martin Gauti
og Emilía Kara. Dóttir Elínar
er Ásta Steinunn, gift Olav
Torekoven. 7) María, f. 1964,
gift Ófeigi Tryggva Þorgeirs-
syni, þau eiga synina Tryggva
og Gísla.
Útför Maríu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 20.
nóvember 2019, klukkan 11.
María og Heim-
ir bjuggu fyrst í
Reykjavík, þá á
Hvolsvelli 1957-
1958, á Djúpavogi
1959-1968, á Hellu
á Rangárvöllum
1968-1977, síðan
aftur í Reykjavík
þar til nokkru áð-
ur en Heimir lést,
að þau fluttu á
Ísafold í Garðabæ
þar sem María bjó síðan.
María var húsmóðir, kven-
félagskona, handavinnukenn-
ari, umboðsmaður Happ-
drættis HÍ, SÍBS og DAS,
sjálfboðaliði Rauða kross Ís-
lands og alla tíð blómarækt-
andi af lífi og sál.
Börn Maríu og Heimis:
1) Helga, f. 1949, áður gift
Ólafi Stefáni Sveinssyni. Börn
þeirra: Ásdís, gift Frosta
Ólafssyni, eiga börnin Iðunni
Jóhönnu og Baldur Hrafn,
Sveinn og Ari. Ari er í sambúð
með Eddu Guðrúnu Sverr-
isdóttur og eiga þau Auði
Helgu og nýfædda dóttur. 2)
Pétur, f. 1954, giftur Ólöfu S.
Ragnarsdóttur, f. 1956, börn
þeirra: Þóra, gift Tryggva
Hallgrímssyni, dóttir þeirra er
Katla, Heimir á dótturina Vig-
dísi Sofie Skov, Birna, gift
Árna Þór Theódórssyni,
Mamma var náttúrubarn, alin
upp í einstakri fegurð Norð-
fjarðar og Mjóafjarðar. Blár lit-
ur hafs, himins og fjalla var
hennar uppáhaldslitur. Eldhúsið
var verkstæði mömmu og hún
málaði það blátt. Útsýnið úr eld-
húsglugganum var henni mik-
ilvægt, í Hlymsdölum, yfir þorp-
ið, út á sjó og yfir á Beru-
fjarðarströnd og úr eldhús-
glugganum á Hellu sást í Heklu
sjálfa. Á Hellu gaf mamma smá-
fuglunum út um gluggann og
horfði á þá kroppa meðan hún
vann eldhússtörfin.
Það var gaman að horfa á
mömmu matbúa, ég held að við
höfum öll systkinin einhvern
tíma setið á eldhúsbekknum og
horft á hana og spjallað á með-
an hún vann. Hún hafði örugg
handtök, mundaði hnífa og önn-
ur tól, flakaði fisk, skar ýsuna
þvert, hreinsaði kjöt og innmat.
Hún kunni skil á því hvenær árs
hver fisktegund er best til átu
út frá hrygningartíma. Hún
sagði mér að mamma hennar
hefði kunnað þetta enn betur.
Ég sakna þess að geta ekki
spurt þær, við erum fátækari
þegar svona þekking hverfur
okkur.
Mamma var handlagin og
flink handavinnukona og saum-
aði auðvitað á okkur fötin þegar
hún var ung móðir. Hún átti
stórbróderí frá fyrri tíð og
seinna hafði hún yndi af því að
setja upp handavinnu á nýstár-
legan hátt. Mamma hafði ekki
bara ánægju af því að hugsa út
fyrir rammann í þessum efnum
heldur hafði hún gaman af því
að vera í samskiptum við smiði
og uppsetjara til að fá það fólk í
verk með sér. Rétt fyrir andlát
sitt lét hún gera upp húsgögn
sem henni fannst mikilvægt að
yrðu áfram í efnisheiminum
þegar hún færi. Hún hafði hæfi-
leika til að stjórna fyrirtæki,
hún hafði orku og sköpunarkraft
sem nýttist í öllum störfum sem
hún tók að sér og auðvitað er
stór fjölskylda líka fyrirtæki á
ákveðinn hátt.
Í stórum systkinahópi, eins
og mamma ólst upp í, var í þá
daga sjálfsagt að drengirnir
gengju menntaveginn en stúlk-
urnar lærðu að halda heimili og
það var krafa um að vera falleg
og siðprúð. Eðlilega tók hún síð-
ar þátt í baráttu fyrir jafnrétti
og m.a. settu kvenfélagskonur á
Hellu fram kröfur um barna-
gæslu til að tryggja velferð sína
og ungra barna sinna. Hún var
réttsýn og vildi ekki að verk
kvenna væru minnkuð eða lítils-
virt í nýju ljósi um kynjahlut-
verk. Þegar mamma vann síðar
með Rauða krossinum í Reykja-
vík gaf það nýja merkingu og lit
í líf hennar. Um tíma vann hún
einnig sem læknaritari og gerði
það eins og annað af samvisku-
semi og natni. Í næsta lífi held
ég að skyldurækni hennar muni
nýtast henni vel í langskóla-
námi. Hún getur valið sér hvaða
nám sem er því hún er klár og
iðin, fylgin sér og þrautseig og
þegar fólk býr við jafnrétti fær
það sprengikraft eins og maís í
heitri olíu.
Eins og blóm næturdrottn-
ingarinnar standa stutt er hver
ævi einnig stutt. Það er ótal-
margt sem ég hefði getað rætt
betur við mömmu þó að hún hafi
líka sagt okkur frá mörgu, því
hún var minnug. Ekki löngu áð-
ur en hún dó sagði hún við mig
„bíddu, ég þarf aðeins að vinna í
heilanum á mér“ þegar ég
spurði hana um tiltekinn löngu
liðinn atburð. Skipulögð og
snjöll fram í andlátið, blessuð sé
minning þín.
Fanný Kristín Maríu og
Heimisdóttir.
„Er hún úr stáli?“ spurði
barnabarnið þegar amman hélt
ró sinni þó að sitthvað dyndi yf-
ir á langri ævi.
Mín fyrsta minning af
mömmu er af höndunum á
henni: vel snyrtar, nokkuð stór-
ar, æðaberar, vinnulúnar. Mér
þóttu þær fallegar. Þessar hend-
ur voru á mínum uppvaxtarár-
um alltaf að; þær sinntu börn-
um, matreiddu, saumuðu, gerðu
við húsgögn, hlúðu að blómum.
Mamma var afskaplega stolt
af sinni húsmæðramenntun og
nýtti hana til hins ýtrasta við
rekstur stórs heimilis. Hún
eignaðist sjö börn, þar af fimm
fædd á sex árum. Læknisstofa
föður okkar var nánast inni á
heimilinu í áratugi; á Stórólfs-
hvoli, Djúpavogi og Hellu.
Mamma aðstoðaði hann iðulega
við ýmis verk þar og það má
segja að þau hafi verið saman á
vakt árum saman. Það þurfti
mikla vinnu, skipulag og já, aga,
til að ala upp þennan stóra
barnahóp, reka gestkvæmt
heimili og styðja pabba í lækn-
isstarfinu – í raun rak hún lítið
fyrirtæki í öll þessi ár og gerði
það með glæsibrag. Eitt af því
sem hún lagði sérstaka áherslu
á var að við systkinum létum
vita af ferðum okkar, hvert við
ætluðum, með hverjum og hve-
nær við kæmum til baka. Okkur
þótti þetta auðvitað hallærislegt,
kölluðum þetta „tilkynningar-
skylduna“ og æskuheimilið
gjarnan „höfuðstöðvar“.
Og mamma var stöðvarstjóri
þar.
Hún hafði áhuga á landsmál-
um og fylgdist vel með pólitík.
Mjög praktísk í öllu – fljót að
sjá aðalatriði hvers máls. Fljót
til svars og orðheppin. Að þessu
leyti, eins og svo mörgu, var
Gísli bróðir minn, sem lést í
sumar langt fyrir aldur fram,
mjög líkur henni. Veikindi hans
voru henni mikil áfall en á þess-
um erfiðu mánuðum þegar hann
háði sitt stríð kom styrkur
hennar kannski best í ljós. Kona
á tíræðisaldri, bundin við hjóla-
stól, heimsótti drenginn sinn á
sjúkrabeðinn fram á síðasta
dag. Samband þeirra var ein-
stakt og eftir að hann kvaddi
breyttist allt; lífsviljinn dvínaði
smátt og smátt.
Ef til vill langaði hana til að
gera annað í lífinu en að sinna
börnum og búi. Hún hefði getað
lært hvað sem var og leitt hvaða
fyrirtæki sem er. Ég held samt
að hún hafi verið mjög sátt við
ævistarfið og stolt var hún af
sínum afkomendum öllum.
Þegar kom að útför náinnar
vinkonu fyrir nokkrum misser-
um treysti hún sér illa til að
fylgja enn einum samferða-
manni til grafar. Við sátum og
spjölluðum, svo reyndi ég að fá
hana til að slaka á með öndunar-
æfingum og taldi það ganga
nokkuð vel. Allt í einu réttir hún
úr sér í stólnum og segir: „Maja
mín, ég má nú ekki vera að
svona dundi, ég þarf að fara í
jarðarför.“ Og þar með var slök-
uninni lokið og hún farin að
kveðja kæra vinkonu.
Barnabarnið spurði: „Er hún
úr stáli?“ Nei, svo var ekki, en
kannski þurfti hún að virðast úr
stáli svo aðrir gætu leyft sér að
vera brothættir og úr viðkvæm-
ari efnum.
Ég er ævinlega þakklát móð-
ur minni.
Ástarkveðja
María Heimisdóttir (Maja).
Kær tengdamóðir mín, María
Gísladóttir, hefur kvatt þessa
jarðvist, 92 ára. Ég kynntist
heiðurshjónunum Maríu og
Heimi Bjarnasyni, tengdaföður
mínum fyrir rúmum 30 árum.
Við María, dóttir þeirra og
nafna móður sinnar, vorum að
draga okkur saman á þessum
tíma. María og Heimir buðu til
kvöldverðar eitt kvöldið til að
líta á piltinn sem dóttir þeirra
var að slá sér upp með. Man ég
þetta kvöld sem gerst hefði í
gær og hve spenntur ég var fyr-
ir þennan fund. Dulítið á nál-
unum eins og gefur að skilja.
Það varð mikið spennufall þegar
við heilsuðumst, svo vel tóku
þau á móti mér. Fátt fólk var
betra heim að sækja og hélt svo
áfram alla tíð síðan.
Það var alltaf svo gaman að
spjalla við Maríu, sem var bráð-
greind eins og hún átti kyn til.
Við áttum bæði rætur fyrir
austan, hún úr Norðfirði og
Mjóafirði og ég úr Reyðarfirði
og af Héraði. Kannski útskýrði
það hve auðvelt við áttum með
að ræða saman. María hafði frá
mörgu að segja, hafði reynt
margt. Hún kom sjö börnum á
legg og til manns svo ekki sé
meira sagt. María stýrði því um-
fangsmiklum heimilisrekstri,
fyrst á Djúpavogi, seinna Hellu
og síðast í Reykjavík frá miðjum
áttunda áratugnum. Hún var
eiginkona héraðslæknis og
deildi þeirri ábyrgð með honum
eins og gefur að skilja. Slíkt var
gert af hinum mikla myndar-
skap og reisn sem var svo ein-
kennandi fyrir Maríu. Hún var
höfðingi og kletturinn sem hélt
utan um sitt og sína þó að ekki
verði hallað á Heimi í þeim efn-
um.
Fyrir allmörgum árum færði
María mér í afmælisgjöf hlyn-
stré. Vex það og dafnar nú í
garðinum mínum. Slíkt tré,
hlynurinn, verður krónumikið,
eðallauftré með styrkan stofn.
Svipmikið og tignarlegt. Segja
má að sú ímynd sé um margt lík
Maríu sem nú hefur kvatt þessa
tilvist eftir langt og gæfuríkt
lífshlaup.
Ég vil þakka Maríu, kærri
tengdamóður minni, góð kynni,
skemmtileg samtöl og allar góðu
samverustundirnar frá því hún
bauð mig velkominn í fjölskyldu
sína fyrir rúmum þremur ára-
tugum. Fyrir þau kynni verð ég
ævinlega þakklátur.
Góður Guð varðveiti og blessi
minningu Maríu Gísladóttur og
María Gísladóttir HINSTA KVEÐJA
Morgunstund í Vatns-
holti 1991.
Orkídeurnar þínar
standa blómstrandi í eld-
húsglugganum og stinga í
stúf við snjóinn sem kyngir
niður fyrir utan. Þær slúta
yfir borðið þar sem ég fletti
albúmi með svart-hvítum
myndum og þú segir mér
frá leikfimisýningum sem
fóru fram úti í sólinni. Við
sötrum saman heitt súkku-
laði áður en ég fer í skól-
ann. Við höfum nógan tíma.
Hvíl í friði elsku amma.
María Gísladóttir.
Til Maju systur:
Ótal kostum áttu að skarta,
einurð tær sem gæðastál.
Þá var Drottni þægð í hjarta,
þegar hann gaf þér vit og mál.
Göfgi hinna góðu arta
gæddi heiðri þína sál.
Ingvar bróðir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
Við þökkum auðsýnda samúð vegna
andláts móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
KRISTRÚNAR KJARTANSDÓTTUR
frá Haga, Grímsnesi,
Fossheiði 58, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvalla,
Eyrarbakka, og séra Arnaldar Bárðarsonar fyrir einstaka hlýju
og umhyggju.
Ragnhildur Helgadóttir Hafliði S. Sveinsson
Kjartan Helgason
Áslaug Harðardóttir
og fjölskyldur
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BÁRU SIGFÚSDÓTTUR,
Austurvegi 10, Þórshöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á
Dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn.
Erla, Sigríður, Sigfús , Helgi,
Oddur, Ellý, Kristín
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET JÓNSSON,
Fjarðargötu 19,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn
15. nóvember. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 26. nóvember klukkan 16.
Lovísa Guðmundsdóttir Åge Driveklepp
Guðmundur R. Guðmundss. Hrafnhildur Ingibergsdóttir
Stefán P. Guðmundsson Sólrún Ragnarsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsd. Oddur Þ. Þorkelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
HALLFRÍÐUR BÁRA JÓNSDÓTTIR,
Víðimel,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Sauðárkróki mánudaginn 11. nóvember,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
23. nóvember klukkan 13.
Nonni, Magga, Svenni, Amý, Steina
og fjölskyldur þeirra
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BERGÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR
frá Háteigi, Garði,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, sunnudaginn
17. nóvember. Útförin fer fram frá
Útskálakirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 15.
Anna M. Björgvinsdóttir Jósep Benediktsson
Ólafur Björgvinsson
Magnús Björgvinsson Hulda Matthíasdóttir
Inga Jóna Björgvinsdóttir Freymóður Jensson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn