Morgunblaðið - 20.11.2019, Page 23

Morgunblaðið - 20.11.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS „HVER ER STAÐAN MEÐ ÁFRÝJUNINA Á DÓMSMÁLINU MÍNU?” „ÉG LEYFÐI SYSTUR MINNI AÐ NOTA HENGIRÚMIÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að styðja hana í nýja áhugamálinu: hnefaleikum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SALSASÓSU … PRONTÓ NÚ ER TÍMI TIL AÐ SYNGJA „baráttusöng víkinganna”! JÁ … EN ÉG MAN ALDREI SEINNA ERINDIÐ! … ENGAR ÁHYGGJUR! sjá eitthvað eftir mig og því er ég ekki í golfi í frístundum.“ Fjölskylda Eiginkona Árna er Gerður Jóns- dóttir, f. 18.11. 1950, húsfreyja. For- eldrar hennar: Hjónin Jón Heiðar Kristinsson, f. 18.9. 1928 d. 30.10. 1987, bóndi á Ytrafelli í Eyjafirði, og Sonja Emma Plumm Kristinsson, 4.9. 1931 í Þýskalandi, fyrrverandi húsfreyja á Ystafelli, búsett á Akureyri. Börn Árna og Gerðar eru 1) Jón Heiðar, f. 4.8. 1967, rafmagnstækni- fræðingur, búsettur á Akureyri. Maki: Guðrún Þorbjörg Þórðar- dóttir bókari. Börn þeirra eru Gerð- ur, f. 1991, Óttar, f. 1992, og Þórdís, f. 1997; 2) Anna Kolbrún, f. 16.4. 1970, alþingismaður, búsett á Akur- eyri. Maki: Jón Bragi Gunnarsson viðskiptafræðingur. Dóttir Önnu Kolbrúnar er Þóra Aldís Axelsson, f. 1997; 3) Katrín, f. 22.4. 1980, mark- aðs- og kynningarstjóri Háskólans á Akureyri, búsett á Akureyri. Maki: Anton Rúnarsson skrifstofustjóri. Dætur þeirra eru Elín Karlotta, f. 2012, og Ída, f. 2016. Systkini Árna eru Ólafur Frið- riksson, f. 5.6. 1953, rekstrarhag- fræðingur, búsettur í Brussel; og Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 26.4. 1962, bankastarfsmaður, búsett í Garðabæ. Foreldrar Árna voru hjónin Frið- rik J. Jónsson, f. 5.10. 1918, d. 12.6. 2017, deildarstjóri Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga, frá Sandfellshaga í Öxarfirði, og Anna Guðný Ólafs- dóttir, f. 5.12. 1930, d. 18.3. 2014, húsfreyja, frá Fjöllum í Kelduhverfi. Friðrik og Anna Guðný bjuggu lengst af á Kópaskeri, en voru síðast búsett á Akureyri Árni Viðar Friðriksson Rósa Jónsdóttir húsfreyja á Grashóli Sigurjón Pétursson bóndi á Grashóli á Melrakkasléttu Friðný Sigurjónsdóttir húsfreyja á Fjöllum Anna Guðný Ólafsdóttir húsfreyja á Kópaskeri Ólafur Jónsson bóndi á Fjöllum Anna Guðný Sigurðardóttir húsfreyja á Fjöllum Jón Jónsson bóndi á Fjöllum í Kelduhverfi , N-Þing. Guðmunda Friðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Svínadal og á Syðri-Bakka Friðrik Júlíus Erlendsson bóndi og smiður í Svínadal og á Syðri-Bakka í Kelduhverfi Kristín Helga Friðriksdóttir húsfreyja í Sandfellshaga Jón Sigurðsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfi rði Þóra Einarsdóttir húsfreyja í Laxárdal Sigurður Jónsson bóndi í Laxárdal í Þistilfi rði Úr frændgarði Árna V. Friðrikssonar Friðrik J. Jónsson deildarstjóri Kaupfélags N-Þingeyinga á Kópaskeri Á fésbókarsíðu kattarins Jós-efínu Meulengracht Dietrich er skýrt frá því að í Bóksölu stúd- enta fáist nú bókin „Kettir í Japan“ sem sé algjör skyldueign fyrir sér- hverja betri stofu landsmanna. Bókinni eru veitt fimm kattarhöfuð af fimm mögulegum og heyrst hef- ur að hún sé á stuttlista Rósalindar yfir bestu bækur ársins. Úti fyrir bóksölunni sást til ferða kattarins Jósefínu. Hún malaði: Í háskóla, í háskóla er harla margt að gera. Þar kisubækur fólkið fær, flettir þeim og les og hlær. Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera. Eins og vænta mátti flugu vísur á degi íslenskrar tungu. Guðmundur Arnfinnsson kvað: Megi landið elds og ísa, okkar góða, þjóðin prísa, meðan stjörnuleiftur lýsa og lifir henni á munni vísa. Ingólfur Ómar laumaði að mér þessari stöku: Andans gróður yljar sál örar blóðið streymir, auðgar hróður, eflir mál, arfinn þjóðar geymir. Magnús Halldórsson orti: Ég tungu mína tók í arf, tekst með henni’að kæta. En oftast verið ærið starf, orða minna’að gæta. Sigmundur Benediktsson heils- aði á Leir þeim sem reyndu að bæta móðurmálið með kveðskap og vönduðu orðfæri. Hann sagðist oft hafa ort eitthvað þjóðlegt og fallegt á degi íslenskrar tungu en nú væri sér fyrirmunað slíkt, honum ofbyði svo málhroði fjölmiðla. Hann hélt því þó til haga að aðalfréttaþulir RÚV væru skástir. Þess vegna yrði vísa sín í dag á hvassari nótunum: Alveg að kyrkja fer anda og sál áhyggjubyrðarnar þungu. Fjölmiðlaglópar með frjórotið mál flagníða íslenska tungu. Og auðvitað mjálmaði kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich í tilefni dagsins: „Í dag er dagur ís- lenskrar kattartungu og ég fer út í samfélagið framan við hús og sleiki út um“: Kattartungu úr hvofti mér á kattartungudegi úti á stétt svo alþjóð sér upp í nefið teygi. Síra Páll Tómasson á Knapp- stöðum orti: Vaxa fíflar fróni á, finnst því ríflegt heyið, ó, hve líflegt er að sjá ofan í Stíflu greyið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á degi íslenskrar tungu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.