Morgunblaðið - 20.11.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2019
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er
á leið í umspilsleik við Rúmeníu eða
Ungverjaland 26. mars, og úrslita-
leik við Búlgaríu, Ísrael eða Rúmen-
íu hinn 31. mars ef sigur vinnst í
fyrri leiknum. Komist Ísland á EM
leikur liðið annaðhvort í C-riðli með
Hollandi, Úkraínu og einni þjóð til
viðbótar eða í F-riðli með Þýska-
landi og tveimur þjóðum til viðbótar.
Þetta þykir ljóst út frá þeim upp-
lýsingum sem UEFA hefur gefið út
en umspilsdrátturinn verður á föstu-
dag og dregið verður í riðla fyrir EM
átta dögum síðar. Undankeppni EM
lauk í gærkvöld en Wales varð þá 20.
og síðasta þjóðin til að tryggja sig
áfram á EM úr undankeppninni.
Eftir standa fjögur laus sæti sem
leikið verður um í lok mars, í fjórum
fjögurra liða umspilum sem tengjast
Þjóðadeildinni frá síðasta ári (A-, B-,
C- og D-umspil).
Ísland er eina þjóðin af 12 úr A-
deild Þjóðadeildarinnar sem komst
ekki beint á EM. Fjórum þjóðum úr
B-deild Þjóðadeildar mistókst að
komast beint á EM og fara þær því
allar fjórar í B-umspilið (Bosnía,
Slóvakía, Írland og Norður-Írland).
Ísland fær því þjóðir úr C-deild
Þjóðadeildarinnar með sér í A-
umspilið, en þó enga af þeim sem
unnu sína riðla í Þjóðadeildinni
(Skotland, Noregur og Serbía).
75% líkur á Rúmeníu
Ísland fer sem sagt í umspil með
þremur af Rúmeníu, Ungverjalandi,
Búlgaríu og Ísrael, og það ræðst á
föstudag hvaða þrjár það verða og
hver þeirra fer í C-umspilið með
Skotlandi, Noregi og Serbíu. Ef
Rúmenía verður dregin í A-umspilið,
sem virðast 75% líkur á, fær Ísland
lið Rúmeníu í heimsókn á Laugar-
dalsvöll 26. mars (ef veður og vall-
araðstæður leyfa) þar sem Rúmenía
endaði neðst þessara þjóða í Þjóða-
deildinni. Ísland myndi svo mæta
Búlgaríu, Ísrael eða Ungverjalandi í
úrslitaleiknum 31. mars. Ef Rúm-
enía dregst í C-umspilið (25% líkur)
fær Ísland hins vegar lið Ungverja-
lands í undanúrslitum, lið sem var
svo nálægt því að komast beint á
EM en beit í súra eplið í gær, og svo
Búlgaríu eða Ísrael í úrslitaleik.
Til München eða Amsterdam?
Styrkleiki liða ræður engu um það
hvar úrslitaleikir hvers umspils fara
fram 31. mars. Um það verður ein-
faldlega dregið á laugardaginn og
því helmingslíkur fyrir Ísland á að fá
heimavallarrétt í úrslitaleiknum, ef
liðið á annað borð kæmist þangað.
En hvað ef Ísland kemst á EM?
Þá er talið að þegar sé hægt að segja
til um hvaða borgir Íslendingar
munu heimsækja, því liðið yrði ann-
aðhvort í C-riðli (Búkarest og Amst-
erdam) eða F-riðli (München og
Búdapest). Gestgjafar EM næsta
sumar verða alls tólf og spila á
heimavelli ef þeir komast á mótið, og
því er að miklu leyti ljóst í hvaða
riðlum þátttökuþjóðirnar geta lent.
Sigurvegurum umspilanna er þann-
ig raðað í riðla eftir því hvort að í
umspilinu er gestgjafaþjóð/ir.
Ef Rúmenía (en ekki Ungverja-
land) dregst í A-umspilið mun liðið
úr því umspili fá sæti í C-riðlinum og
meðal annars mæta Hollandi í Amst-
erdam. Vegna skilyrðis um að Rúss-
land og Úkraína leiki ekki í sama
riðli, og skilyrðis um að gestgjafar
leiki í ákveðnum riðlum, verður
Úkraína auk þess í C-riðli.
Ef Ungverjaland dregst í A-
umspilið mun liðið úr því umspili fá
sæti í F-riðlinum og meðal annars
mæta Þýskalandi í München.
Ramsey skaut Wales á EM
Wales tryggði sér sæti á EM með
því að vinna Ungverjaland í hinum
spennandi E-riðli, 2:0, með mörkum
Aarons Ramseys. Wales fylgir því
Króatíu upp úr riðlinum. Þýskaland
tryggði sér sigur í C-riðli með stór-
sigri á Norður-Írlandi eftir að hafa
lent undir, svo stórsigur Hollands á
Eistlandi dugði liðinu aðeins til 2.
sætis.
Ísland fær Ungverja
eða Rúmena í heimsókn
Úrslitaleikur við Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu Ísland yrði í C- eða F-riðli EM
AFP
Úrslitaleikur Leikmenn Wales fagna EM-sæti eftir sigur á Ungverjum sem nú gætu mætt Íslandi í mars.
Arnar Pétursson, þjálfari A-lands-
liðs kvenna í handbolta, hefur gert
tvær breytingar á leikmannahópi
sínum sem mætir Færeyjum í tveim-
ur vináttulandsleikjum á Ásvöllum á
laugardag og sunnudag. Rut Jóns-
dóttir og Íris Björk Símonardóttir
þurftu að draga sig úr hópnum
vegna meiðsla og hefur Arnar því
kallað þær Hildi Björnsdóttur og
Andreu Gunnlaugsdóttur úr Val í
hópinn í þeirra stað.
Ármenningurinn Trausti Þór Þor-
steins var einni sekúndu frá Íslands-
metinu í 10 km götuhlaupi nú á dög-
unum. Hlaupið fór fram í Buffalo í
Bandaríkjunum en Trausti stundar
nám og keppir fyrir Wagner-háskóla
í New York. Trausti Þór kom í mark á
29:50 mín., en Íslandsmetið í grein-
inni er 29:49 mín., sem Hlynur Andr-
ésson setti fyrr á þessu ári.
Færeyski landsliðsmaðurinn
Brandur Olsen vill reyna fyrir sér í
sterkari deild en hann hefur spilað
með liði FH undanfarin tvö ár.
Brandur var í eldlínunni með Fær-
eyingum þegar þeir töpuðu fyrir Sví-
um 3:0 í síðasta leik sínum í undan-
keppni EM í fyrrakvöld og eftir
leikinn sagði hann í samtali við fær-
eyska útvarpið að hann hefði metn-
að í að komast í sterkari deild og
segist klár í að taka næsta skref á
ferli sínum. Brandur, sem verður 24
ára gamall í næsta mánuði, kom til
FH frá danska liðinu Randers en þar
á undan spilaði hann með dönsku
liðunum Vendsyssel og FC Køben-
havn, sem hann varð bikarmeistari
með árið 2015 þar sem hann tryggði
FC København sigurinn í framleng-
ingu.
Jens Martin Knudsen, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Færeyinga, er
ekki í neinum vafa um hver eigi að
taka við þjálfun færeyska landsliðs-
ins. Hann segir að Guðjón Þórð-
arson sé rétti maðurinn í starfið.
Guðjón hætti hjá færeyska liðinu NSÍ
á dögunum eftir eins árs starf en
Jens Martin var aðstoðarmaður hans
hjá félaginu. Guðjón er einn þeirra
þjálfara sem sóttu um landsliðsþjálf-
arastarfið.
„Færeyska knattspyrnusambandið
fær ekki slíkan möguleika aftur að fá
mann í starfið með jafn mikla
reynslu og Guðjón,“ sagði Jens
Martin í viðtali sem er birt á in.fo.
Lars Olsen stýrði færyska landslið-
inu í síðasta sinn í fyrrakvöld í loka-
leik þess í undankeppni EM.
Luis Enrique er tekinn við þjálfun
spænska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu á nýjan leik, fimm mánuðum
eftir að hafa látið af störfum.
Enrique ákvað að stíga til hliðar í
júní vegna veikinda ungrar dóttur
sinnar sem lést úr krabbameini í
ágúst. Robert Mor-
eno, aðstoðarmaður
Enriques, tók við
starfinu en eftir
5:0-sigur
Spánverja
gegn Rúmen-
um í síðasta
leik sínum í
undankeppni
EM kvaddi
hann leikmenn sína
og óskaði þeim
góðs gengis á EM
næsta sumar.
Eitt
ogannað
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þetta er að mörgu leyti djarft skref
hjá Hauki en ég tel að þetta verði
rétt skref af hans hálfu að ganga til
liðs við Kielce. Ég veit vel hvað
Haukur getur á handboltavellinum
og er ekki í vafa um að Talant
Dujshebaev kenni honum ennþá
meira sem leiðir til þess að Haukur
verður enn óviðráðanlegri á vell-
inum,“ sagði Þórir Ólafsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður í handknattleik
og eini íslenski handknattleiksmað-
urinn sem hefur leikið með pólska
meistaraliðinu Vive Kielce, þegar
Morgunblaðið innti hann í gær eftir
áliti á ákvörðun Hauks Þrastarsonar
að ganga til liðs við pólska liðið
næsta sumar.
Þórir lék með Kielce frá 2011 til
2014 og var síðasta hálfa árið undir
stjórn hins litríka en snjalla þjálfara
Dujshebaevs. „Ég hefði sannarlega
viljað komast undir stjórn Dujshe-
baevs fyrr á ferlinum. Dujshebaev
hefur árum saman verið einn allra
fremsti handknattleiksþjálfari
heims. Honum tekst að kenna íþrótt-
ina á þann hátt að hún verður manni
mun auðveldari en ella. Hann opnar
nýja bók fyrir mönnum. Ég er hrika-
lega ánægður fyrir hönd Hauks,“
sagði Þórir.
„Kielce-liðið hefur gjörbreyst síð-
an ég var í herbúðum þess. Nú eru
nær allir leikmenn liðsins ungir að
árum. Ég sá einhvers staðar á net-
inu að meðalaldur leikmanna Kielce
á næstu leiktíð yrði um 24 ár. Ég
hefði ekki ráðlagt Hauki að fara til
Kielce eins og það var skipað þegar
ég var hjá því. Þá voru margir gaml-
ir og hundleiðinlegir leikmenn. Nú
er annað upp á teningnum,“ segir
Þórir.
„Haukur mun örugglega læra
mikið af Dujshebaev og ég hef engar
áhyggjur af því að hann fái ekki
tækifæri til þess að leika talsvert
með liðinu. Hann mun ekki bara æfa
og sitja svo á bekknum í leikjum.
Þann tíma sem ég var undir stjórn
Dujshebaevs skipti hann leiktím-
anum mjög jafnt á milli leikmanna
enda með stóran hóp leikmanna.
Krefjandi þjálfari
Þórir segir Dujshebaev mjög
krefjandi þjálfara sem eigi það til að
láta mikið fyrir sér fara. Hann taki
mikinn þátt í leiknum og láti óspart í
sér heyra og fari jafnvel yfir strikið
eins menn muna m.a. eftir að honum
lenti saman við Guðmund Þórð Guð-
mundsson fyrir nokkrum árum.
„Dujshebaev er öðlingur en einbeitt-
ur þjálfari. Hann er góður í mann-
legum samskiptum,“ sagði Þórir.
Tungumál og menning er talsvert
frábrugðið því sem menn eiga að
venjast hér á landi að sögn Þóris.
Borgin Kielce hafi tekið miklum
stakkaskiptum til hins betra á síð-
ustu árum. Þar búa um 200 þúsund
manns. „Þeir standa þétt að baki fé-
laginu. Stuðningsmenn félagsins eru
einstakir. Þeir eru þeir allra
skemmtilegustu sem ég kynntist á
ferlinum. Keppnishöllin er alltaf full
af áhorfendum á öllum leikjum og
þeir taka ríkan þátt í leiknum. Nú
stendur til að taka í gagnið nýja 10
þúsund manna keppnishöll árið
2021. Það er svo margt jákvætt sem
mælir með að ganga til liðs við
Kielce-liðið um þessar mundir,“ seg-
ir Þórir Ólafsson, fyrrverandi leik-
maður liðsins.
Dujshebaev rétti þjálfarinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vistaskipti Haukur Þrastarson flytur til Póllands á næsta sumri.