Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Sjöundi og síð- asti hádegisfyrir- lestur haustsins hjá Sagnfræð- ingafélagi Ís- lands verður haldinn í dag, 3. desember. Fyrirlestr- arnir hafa verið haldnir í sam- vinnu við Þjóð- minjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12.05. Í dag flytur Haraldur Hreinsson fyrirlestur um upphaf kirkjuvalds- stefnunnar eða hinnar gregorí- önsku siðbótar á Íslandi með hlið- sjón af aðferðum menningarsögu, eins og segir í tilkynningu. Jafnan er litið svo á að Þorlákur Þórhallsson, biskup í Skálholti 1178-1193, hafi verið fyrsti fulltrúi kirkjuvaldsstefnunnar eða hinnar gregoríönsku siðbótar á Íslandi. Þótt ekki sé vitað með fullri vissu í hverju nákvæmlega kröfur hans fólust má ljóst vera að hann setti ýmis mál á dagskrá sem komu róti á þá kirkjuskipan sem fyrir var í landinu og stuðluðu að framgangi kirkjuvaldsstefnunnar,“ segir m.a. í tilkynningu um fyrirlesturinn. Haraldur hefur lokið prófum í guðfræði frá HÍ og meistaraprófi frá Harvard. Fyrr á þessu ári lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá háskólanum í Münster í Þýskalandi. Kirkjuvaldsstefnan rædd á fundi í dag Haraldur Hreinsson Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræð- ingur hefur verið sett fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvem- ber sl. og til vors 2020. Brynja lauk BA-námi frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2009 og meistaranámi vorið 2011. Þá hefur hún lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Brynja hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu og að undanförnu einnig sem jafnréttisfulltrúi. Brynja hefur starfað á Biskups- stofu í rúmt ár. Brynja Dögg sett yfir kirkjuráð Brynja Dögg Guðmundsdóttir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórn- inni, en hann var fundinn sekur um að hafa bitið lögreglumann við skyldustörf á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi í Reykjavík. Hinn dæmdi á að baki sakaferil aftur til ársins 2006. Hefur hann m.a. áður verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, auðgunar-, fíkni- efna- og umferðarlagabrot. Beit lögreglumann á Landspítalanum STUTT SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri Jólahangikjötið á Stafnsbæjunum í Þingeyjarsveit var tekið niður í lið- inni viku, en mjög vel gekk að reykja þetta árið, þar sem tíðarfarið í nóvember var stillt og þurrt. Sigurgeir Hólmgeirsson bóndi og aðrir ábúendur vinna saman að því að reykja í gamla torfhúsinu og þar hefur verið reykt kjöt í meira en hálfa öld. Sigurgeir ólst upp við að fást við reykinn og það er gaman að reykja í svona góðu veðri eins og verið hefur. „Ég sagði í fyrra að ég ætlaði að vera hættur að reykja kjöt eftir hálfrar aldar starf við þá iðju en ég hef verið að bæta á eldinn í haust og mér líkar þetta alltaf jafn vel. Ég bæti taði á eldinn þrisvar á dag en hér á árunum þegar ég var yngri kveikti ég stundum bara einu sinni upp og hélt svo eldinum við allan tímann þar til kjötið var reykt. Þá fór ég út einu sinni á nóttu til þess að vitja um eldinn til þess að hann myndi ekki deyja.“ Þetta segir Sigurgeir Hólmgeirs- son og brosir um leið og hann velur sér fallegar taðflögur úr poka sem hann er með við reykhúsið. Hann segir gott að hafa mjög þurrt tað næst eldinum en loka svo yfir með flögum með smá raka í sér. Það verji eldinn betur og hann endist því lengur. Reykhúsin eru margvísleg Reykhúsin eru jafn mismunandi að gerð og þau eru mörg. Í Þingeyjarsveit hefur torfhúsunum fækkað mjög og margir hafa komið sér upp litlum húsum úr timbri með bárujárnsþökum og reynast þau mjög góð reykhús. Á bænum Engi- dal, sem er inni af Bárðardal, er reykhúsið á tveimur hæðum og þá er eldurinn hafður niðri en kjötið hengt upp á efri hæðinni. Við það fæst mildur og góður reykur en stundum er gott að reykja lengur við slíkar aðstæður og láta svo kjöt- ið hanga í nokkurn tíma eftir að lokið er við að reykja. Sigurgeir segir hins vegar að torfhúsin séu best að því leyti til að þau sagga ekki að innan eins og hús sem eru þétt eins og reykhúsin sem eru með bárujárni. En eitt er víst, að aðferð- ir við að reykja kjöt eru mjög ólík- ar eftir bæjum og gaman er að smakka hangikjöt sem er mikið reykt og svo líka kjöt sem er minna reykt. Sigurgeir reykir alfarið við tað en eins og kunnugt er reykja marg- ir við meira en tað. Ber þar helst að nefna gulvíði, sem er mikið not- aður á sumum sveitabæjum, og birkireykt kjöt vilja margir hafa. Þá nota sumir trjábörk af lerki, sem víða er að fá í bændaskógum héraðsins sem nú er farið að grisja. Á einum bæ var um langt árabil slegið krækiberjalyng og bláberja- lyng ásamt fjalldrapa með sláttuvél og það hirt upp á vagn og þurrkað til þess á bæta á eldinn meðan ver- ið var að reykja kjötið. Það þótti gefa fínasta bragð. Saltið skiptir máli Í dag pækla flestir bændur kjötið en enn eru margir sem vilja nota eldri aðferðir eins og t.d. að sprautusalta. Þá er saltvökvanum dælt inn í lærin og bógana með stórri sprautu til þess að vöðvarnir saltrenni vel. Þá er þurrsöltun enn notuð mikið og sumir hafa lærin í pokum með salti í nokkra daga og velta þeim við í saltinu til þess að það gangi betur inn í vöðvana. Saltið skerpir bragðið og sumum finnst að í búðunum sé nokkuð um að kjötið sé of lítið reykt og of lítið saltað. Það vanti gamla góða hangi- kjötsbragðið eins og það var þegar fólk var að alast upp á fyrri hluta síðustu aldar. Í búðunum er mest selt af hangikjöti af lömbum en gamla sveitafólkið segir að það sé lítið bragð af því miðað við hangi- kjöt af fullorðnum ám og vetur- gömlum sauðum. Þá finnst mörgum hangikjöt af geldám hvað best því þær eru yfirleitt mjög feitar og fit- an gefur kjötinu ómissandi bragð. Svona kjöt fæst núorðið víða hjá bændum sem verka kjöt og selja beint frá sínu býli og viðskiptin eru vaxandi. Tvíreykt kjöt er líka mjög vinsælt en það er mikil vinna við það því það þarf að hanga í vissan tíma á milli þess sem það er reykt í reykhúsinu. Margir bændur sem vinna kjöt segja að þetta sé auðvit- að mikil fyrirhöfn en lærin rok- seljast og það er orðið vinsælt af borða hrátt hangikjöt á aðventunni, t.d. á jólahlaðborðunum. Sigurgeir er mjög ánægður með kjötið þetta haustið, sem lítur vel út, og nýtur hann þess eins og aðrir að eiga nóg af góðu reykmeti og hlakkar til að smakka á þeim kræs- ingum sem nýreykta hangikjötið er, enda ilmurinn góður. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bóndi Sigurgeir Hólmgeirsson, einn bænda á Stafnsbæjunum, velur sér tað til þess að bæta á eldinn. Góður ilmur kemur frá gamla reykhúsinu  Jólahangikjötið á Stafnsbæjunum lítur vel út Reykhúsið Hér er jólahangikjötið á Stafnsbæjunum reykt. Hangir Kjötið var tekið niður í lið- inni viku og gekk vel að reykja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.