Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
Rithöfundarnir
Kristoffer
Leandoer og
Gun-Britt Sund-
ström hafa sagt
sig úr sérstakri
Nóbelsnefnd sem
stofnuð var síðla
árs 2018 að kröfu
Nóbelsstofnunar-
innar (NS) í fram-
haldi af þeirri krísu sem ríkti innan
Sænsku akademíunnar (SA) frá árs-
lokum 2017. Nefndin, sem á að velja
Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum
2019 og 2020, var skipuð fimm með-
limum SA og fimm manneskjum ut-
an SA, en að kröfu NS hætti Horace
Engdahl, úr SA, í nefndinni fyrr á
árinu vegna tengsla sinna við Jean-
Claude Arnault og Katarinu Fros-
tenson. Leandoer hættir vegna
óánægju með vinnubrögð nefndar-
innar en Sundström er ósátt við
ákvörðun SA að veita Peter Handke
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
2019. Þetta kemur fram í grein
Sundström sem birtist í Dagens
Nyheter í gær. Þar segist hún ósam-
mála þeirri sýn ýmissa meðlima SA
að bókmenntir séu pólitíkinni æðri.
Per Wästberg, úr SA, sem situr í
nefndinni segir við sama miðil að
leggja ætti Nóbelsnefndina niður
þar sem hún virki illa.
Hættir vegna vals-
ins á Handke
Peter Handke
Óperukórinn í Reykjavík flytur sálumessur eftir
Mozart, Verdi og Puccini ásamt sinfóníuhljóm-
sveit undir stjórn Garðars Cortes á tvennum tón-
leikum, í kvöld og annað kvöld. Sálumessur Verdi
og Puccini verða fluttar í Norðurljósum Hörpu í
kvöld, þriðjudag, kl 19.30. Einsöngvarar í sálu-
messu Verdi eru Þóra Einarsdóttir sópran, Sess-
úr miðnætti aðfaranætur 5. desember. Seinni tón-
leikarnir eru haldnir í minningu Mozart og til
minningar um íslenska tónlistarmenn sem létust á
árinu. Einsöngvarar í sálumessu Mozart eru
Nanna María Cortes sópran, Sigríður Ósk Krist-
jánsdóttir mezzósópran, Garðar Thór Cortes ten-
ór og Aron Axel Cortes bassi. Miðar fást á tix.is.
elja Kristjánsdóttir mezzósópran, Gissur Páll
Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson
bassi. Tónleikarnir eru haldnir í minningu Axels
Cortes (1914-1969).
Að venju flytur Óperukórinn í Reykjavík síðan
sálumessu Mozart í Langholtskirkju á miðnætti á
dánarstundu tónskáldsins 4. desember, þ.e. upp
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óperukórinn flytur þrjár sálumessur
SMARTLAND
MÖRTU MARÍU
Leið mín að silkinu –
Mon chemin vers la
Soie nefnist sýning
sem Louisa St.
Djermoun hefur opnað
í Hannesarholti og
stendur til jóla. Louisa
er fædd og uppalin í
Reykjavík, en hefur
verið búsett í Frakk-
landi síðustu 18 árin.
„Sýningin í Hann-
esarholti markar
hennar fyrstu skref
inn í textílheiminn þar
sem hún mun við þetta
tækifæri auk mál-
verka kynna nýja línu
af silkislæðum undir
vörumerkinu Louisa
St. Djermoun / LSD.
„Ég skilgreini mig
sem afstæðu-
náttúrumyndlistarmann, náttúra og
litir hafa alltaf verið aðal-
viðfangsefnið mitt þegar að mynd-
listinni kemur. Ég leitast í verkum
mínum við að ná fram þrívíðri áferð
til að ná fram minni sýn á náttúruna
í návígi. Allt frá því að ég var lítil
stelpa í Skerjafirðinum átti efnis-
áferð náttúrunnar, fjaran, sjórinn og
grófu stráin hug minn allan og eiga
enn,“ segir Louisa um list sína. Hún
hefur tekið þátt í fjölda sýninga í
Frakklandi og var verk hennar valið
besta verk sýningar Evrópuhússins í
Montpellier á viku listarinnar í októ-
ber sl.
Louisa St. Djermoun í Hannesarholti
Áferð Verk eftir Louisu St. Djermoun.
„Byggingarlist
Guðjóns Sam-
úelssonar – hlið-
stæður og áhrifa-
valdar“ nefnist
fyrirlestur sem
Pétur H. Ár-
mannsson, arki-
tekt og sýningar-
stjóri, flytur í
Hafnarborg í
kvöld kl. 20 í
tengslum við yfirlitssýningu á
verkum húsameistarans sem stend-
ur yfir í safninu. „Guðjón er eflaust
kunnastur fyrir tilraunir sínar til
að móta sérþjóðlegan, íslenskan
byggingarstíl. Sem arkitekt var
hann þó ekki síður brautryðjandi
nýrra alþjóðlegra hugmynda í
húsagerð og borgarskipulagi. Í fyr-
irlestri Péturs verður sjónum beint
að þeim straumum og stefnum í
byggingarlist á fyrri hluta 20. aldar
sem beint og óbeint höfðu áhrif á
verk Guðjóns,“ segir í tilkynningu.
Hliðstæður og áhrifavaldar Guðjóns
Guðjón
Samúelsson
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is
Pepsí bíó á þriðjudögum 50% afsláttur í bíó
Á haustmisseri í Háskóla Íslands
hafa heyrst hamarshögg og sagar-
hljóð úr ritsmiðjunni Ljóðhús, þar
sem tuttugu meistaranemendur
Steinunnar Sigurðardóttur í ritlist
hafa verið að störfum. Árangurinn
af smíðinni verður kynntur í Stof-
unni við Vesturgötu í kvöld kl. 20.
Litlu ljóðahefti með ljóði frá hverju
skáldi verður dreift aðeins þetta
kvöld. Um hönnun og umbrot sá
Elín Edda Þorsteinsdóttir.
Ljóðskáld Steinunn Sigurðardóttir gegnir
starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við
Háskóla Íslands nú á haustmisseri.
Ljóðhúsasmiðir
fagna í Stofunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg