Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
✝ Ragnar Þórar-inn Guðmunds-
son fæddist í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1929. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 23. nóv-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 30.
október 1907, d. 19. apríl 2006,
og Guðmundur Þórarinsson, f.
6. ágúst 1900. Guðmundur
fórst með togaranum Ólafi árið
1938. Seinni maður Sig-
urbjargar var Þorgeir Þor-
steinsson, f. 1. desember 1908,
d. 5. febrúar 1980, og gekk
hann börnum hennar í föð-
urstað. Ragnar átti tvær yngri
systur, Guðrúnu, f. 19. mars
1932, d. 21. september 2015, og
Kristínu, f. 7. júlí 1934.
Ragnar giftist 18. nóvember
1950 Hrefnu Guðmundsdóttur,
f. 2. maí 1926, d. 27. desember
2003. Foreldrar hennar voru
hjónin Lára M. Lárusdóttir
Knudsen og Guðmundur Elías
Símonarson.
Ragnar og Hrefna eignuðust
tvær dætur: 1) Bryndís, f. 5.
febrúar 1949, hennar maður er
Garðar Svav-
arsson, f. 5. júlí
1947, þau eiga 3
börn, Ragnar
Kristin, Arnar og
Hrefnu Sif. 2) Sig-
urbjörg, f. 23. des-
ember 1950, henn-
ar maður er Ár-
mann
Ármannsson, f. 16.
apríl 1946, þau
eiga 2 börn, Þórð
og Önnu Láru. Langafabörnin
eru 12 og langalangafabörnin
eru 7.
Ragnar helgaði mestan
hluta starfsævi sinnar sölu
herrafatnaðar, fyrst sem versl-
unarstjóri hjá Andersen &
Lauth og síðar þegar sú versl-
un hætti starfsemi opnaði hann
sína eigin verslun undir nafn-
inu Ragnar herrafataverslun.
Ragnar hafði mikinn áhuga
á félagsmálum, sat í stjórnum
ýmissa félagasamtaka og var
félagi í Akóges 68 ár og einnig
starfaði hann í Frímúrararegl-
unni Fjölni.
Ferðalög voru þeim hjónum
mjög hugleikin bæði innan- og
utanlands.
Útför Ragnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 3.
desember 2019, klukkan 15.
Nú hefur einn dásemdarljúfl-
ingurinn kvatt okkur hér á þessari
jörð. Þessi ljúflingur var afi minn
og tel ég mig afar heppna að hafa
verið úthlutað slíkum eðalmanni.
Mikið sem ég á eftir að sakna
þess að kíkja til afa, með stelp-
urnar litlu sem ég veit að glöddu
hann mikið, hann elskaði að hafa
litlu börnin sín öll í kringum sig.
Heimilið hans var hlýlegt og það
var alltaf gott að koma til afa og
oftar en ekki stoppaði ég lengur
en ég hafði ætlað mér. Einhvern
veginn kom maður glaðari og jafn-
vel rólegri út frá honum, hann
hafði þannig áhrif á mann. Ég
minnist líka heimilisins í Sólheim-
unum hjá honum og ömmu
Hrefnu, eða höllinni eins og það er
í minningunni. Eurovision-partí
með Hrefnu frænku, búðarleikir
og mikado inni í stofu. Heimilið
sem þau byggðu sjálf og unnu svo
hart fyrir.
Ég á líka eftir að sakna þess að
fá hringingu frá afa, en oft var til-
efnið bara að benda mér á góða
tónleika eða þætti í sjónvarpinu.
Hann passaði líka upp á að við
fengjum að kynnast leikhúsinu,
óperunni eða sinfóníunni, og voru
nokkrar ferðirnar farnar með
honum eða í boði hans á slíka
skemmtun.
Hann var smekkmaður fram í
fingurgóma, hvort sem það var
tengt listum eða öðru, en umfram
allt var hann smekkmaður í fata-
vali og var með allt sitt á hreinu
varðandi það fram á síðasta dag.
Enda ekki skrítið, búinn að lifa og
hrærast í verslun með herrafatn-
að nánast allt sitt líf. Fagmaður á
sínu sviði, og það gaf honum
greinilega mikið að fá að komast
aðeins aftur inn í þann bransa, eft-
ir að hafa einhverjum árum áður
lokað dyrunum á sínum farsæla
rekstri.
Ég held að afi sé hvíldinni feg-
inn, sáttur við lífið sem hann lifði.
Enda var það viðburðaríkt og frá-
sögurnar hans af ferðalögum, tón-
leikum, listaverkakaupum eða
öðru munu lifa í minningunni. Afi
mundi líka allt alveg niður í
minnstu smáatriði og hafði gaman
af því að segja frá og maður hlust-
aði spenntur á, sögurnar voru
nefnilega alltaf skemmtilegar. Og
sögurnar sagði hann alveg fram á
síðustu stundu. Og ég mun halda
áfram að segja sögur af honum, til
dæmis hvernig hann hélt upp á ní-
ræðisafmælið sitt með stæl
nokkrum dögum áður en hann
kvaddi og fékk þannig tækifæri til
sjá í síðasta sinn nánast alla af-
komendur sína saman komna og
eins að spjalla við vini og kunn-
ingja. Það sem hann var ánægður
eftir þá veislu!
Afi, ég býst við því að þið amma
Hrefna séuð komin í einhverja
útileguna þarna hinum megin eða
jafnvel standið þið úti í á að veiða
lax. Efast ekki um að það hafi ver-
ið tekið vel á móti þér. Ég mun
sakna þín, og ég þakka þér fyrir
kærleikann alla tíð, elsku afi.
Anna Lára Ármannsdóttir.
Afi Raggi var einstakur maður.
Hann minnti mig stundum á
enskan hefðarmann, alltaf snyrti-
lega klæddur og yfirvegaður en
með lúmskan húmor. Ég sá hann
aldrei reiðan eða í fýlu, hann var
alltaf í góðu skapi og stutt í brosið.
En þetta yfirbragð hans varð líka
til þess að allir báru virðingu fyrir
honum og hann átti hana fyllilega
skilið.
Ég fór nokkrum sinnum sem
strákur í borgarferðir frá Akra-
nesi til ömmu Hrefnu og afa
Ragga. Yfirleitt var dagskráin
svipuð, enda góð. Sundferð í
Sundhöllina til að leika sér á
stökkbrettunum og svo í bíó eða
annað, gist í Sólheimunum og
jafnvel aftur í sund daginn eftir.
Ekki klikkaði það að amma átti
alltaf nóg að borða og oft ís í eft-
irrétt. Amma og afi voru líka alltaf
einstaklega góð við hvort annað
og það sást langar leiðir hvað
þeim þótti ótrúlega vænt um
hvort annað.
Þegar ég fór að fara með mín
börn til afa Ragga var alltaf til-
hlökkun hjá þeim. Það var gaman
að fara til afa, hann átti t.d. lita-
bækur og Lego-kubba á vísum
stað. Þau vissu líka að hann átti
yfirleitt eitthvað gott, oftast
Smarties eða safa. Langafabörnin
munu sakna afa mikið, alveg eins
og við hin.
Nokkrum dögum áður en afi
lést náði ég að eyða með honum
nokkrum klukkutímum á sjúkra-
húsinu. Þar töluðum við heilmikið
saman. Hann sagði mér frá því
þegar hann var mörg sumur í
sveit í Dýrafirði, og ævintýrunum
þar. Hann lýsti líka fyrir mér þeg-
ar hann heyrði í hávaðanum frá
baráttunni þegar Bismarck sökkti
Hood úti fyrir ströndum Íslands í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann
sagði mér líka margar aðrar sög-
ur frá uppvaxtarárunum, frá
veiðiferðum með ömmu Hrefnu
og margt annað. Það var greini-
legt að honum leið vel þegar hann
rifjaði þessar sögur upp. Hann
hafði gott lag á að segja frá því
sem hann hafði upplifað og lýsti
hlutunum þannig að manni fannst
eins og maður hefði verið með
honum.
Takk fyrir allt, afi.
Þórður Ármannsson.
Ragnar Þ.
Guðmundsson
✝ JóhannSigurðsson
fæddist á Seyðis-
firði 15. október
1954. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 25. nóvember
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Gestsdóttir, f. 3.
apríl 1929, d. 26.
nóvember 2006, og Sigurður
Þorkelsson, f. 1. maí 1930, d.
14. júní 2015. Systur Jóhanns
eru Hólmfríður Sigurðardóttir,
f. 16. desember 1960, og Bjarn-
ey Sigurðardóttir, f. 30. mars
1963.
Eftirlifandi eiginkona Jó-
hanns er Ingibjörg Steinunn
Sigurðardóttir, f. 15. maí 1958.
Þau gengu í hjónaband 20.
Jóhann, f. 5. ágúst 1996, unn-
usta Hannah Pearl Conroy, f.
15. október 1999.
Jóhann ólst upp í Reykjavík
og stundaði nám við Mennta-
skólann í Reykjavík. Sem barn
og unglingur var hann á sumr-
in í sveit hjá föðursystur sinni,
Guðrúnu Þorkelsdóttur og
manni hennar, Jóni Helgasyni,
á Seglbúðum í Landbroti. Jó-
hann lauk námi í flugumferðar-
stjórn árið 1978. Hann starfaði
sem flugumferðarstjóri fram til
ársins 2017 er hann fór á eft-
irlaun við 63 ára aldur. Jóhann
hafði alla tíð mikinn áhuga á
ljósmyndun og fuglaskoðun en
hann var einnig mikill náttúru-
unnandi og hafði unun af að
ferðast um landið sitt, hvort
sem það var á fjórum hjólum
eða á tveimur jafnfljótum. Hin
ýmsu farartæki vöktu alla tíð
áhuga Jóhanns, þó sérstaklega
bílar og jeppar sem hann hafði
gaman af að gera við sjálfur.
Útför Jóhanns verður gerð
frá Seltjarnarneskirkju í dag,
3. desember 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
október 1979. Börn
Jóhanns og Ingi-
bjargar eru: 1)
Berglind María, f.
18. mars 1980,
maki Ásgeir Kröy-
er, f. 17. janúar
1972, sonur þeirra
er Tómas Orri, f.
2017. Dætur Ás-
geirs eru Erna Sif,
f. 1990, Selma, f.
1992, og Júlía, f.
1999, 2) Karen Bjarney, f. 3.
desember 1981, maki Ingvi
Steinn Ólafsson, f. 13. ágúst
1983, börn þeirra eru Steinunn
Bjarney, f. 2012, Steinn, f.
2012, d. 2012, og Hrefna Dögg,
f. 2017, 3) Steinunn Kristín, f.
10. maí 1991, sambýlismaður
Ásgeir Jónasson, f. 25. mars
1989, dóttir þeirra er Hekla
María, f. 2017, 4) Sigurður
Lífið er skrýtið. Elsku pabbi
okkar hefur kvatt þennan heim.
Pabbi sem var alltaf til staðar
og alltaf hægt að treysta á.
Pabbi sem var alltaf til í að
hoppa til og hjálpa hvort sem
það var að skutla á skíðaæf-
ingar og bíða á meðan á æfing-
unni stóð, keyra höfuðborgar-
svæðið á enda með eitthvað
sem við höfðum gleymt eða
hjálpa til við framkvæmdir á
bílum eða heimili. Alltaf til í að
pæla og deila af reynslu. Hann
passaði alltaf upp á að við vær-
um vel útbúin í allar aðstæður;
gönguferðir, útilegur, að keyra
á fjallvegum, ferðast erlendis
eða einfaldlega bara heima hjá
okkur. „Ertu ekki örugglega
með reykskynjara hérna?“ Svo
bætti konungur pabbabrandar-
anna við einu stykki pabba-
brandara.
Pabbi tók öllu með stóískri
ró og að hafa hann með sér í
stressandi aðstæðum var ómet-
anlegt. Af sömu ástæðum var
hann frábær kennari. Endalaus
uppspretta þolinmæði og
trausts. Það er sama hversu
stressaður maður er við að
læra eitthvað, ef kennarinn sit-
ur við hliðina á þér pollrólegur
og trúir 100% á þig þá ósjálf-
rátt byrjar maður sjálfur að
trúa á sig.
Pabbi hefur kennt okkur svo
ótal margt; fuglanöfn, stjörn-
urnar, mannganginn, ljósmynd-
un, örnefni, allt um flugvélar og
bíla og síðast en ekki síst ást
og virðingu fyrir náttúrunni.
Pælingar með pabba um alls
konar hluti voru ómetanlegar
stundir. Pabbi var stórhuga og
alltaf með plön. Ef honum datt
eitthvað í hug þá framkvæmdi
hann.
Einn daginn voru til dæmis
komnir tveir kajakar inn í bíl-
skúr og fjölskyldan eyddi
drjúgum stundum á kajökum
sumrin eftir það. Síðar birtust
allt í einu tvö mótorcross-hjól í
bílskúrnum. Bílarnir og jepp-
arnir sem hafa poppað upp á
heimilinu eru ófáir. Pabbi
reyndi náttúrlega mikið að
koma bíladellunni að hjá dætr-
um sínum þremur en það var
ekki fyrr en yngsta barnið,
Siggi, kom í heiminn að það féll
í frjósaman jarðveg. Tímarnir
sem feðgarnir hafa eytt saman
í að pæla í bílum, vélum, og
varahlutum eru óteljandi og nú
orðnir að dýrmætum minning-
um.
Það er ekki hægt að tala um
pabba án þess að minnast á
pönnukökur. Pabbi skellti í
pönnukökur í tíma og ótíma.
Það var ekkert betra en að
finna lykt af nýbökuðum
pönnukökum þegar maður opn-
aði dyrnar á Víkurströndinni.
Elsku pabbi. Okkur finnst
eins og þú sitjir inni í sjón-
varpsstofu og að við getum
skotist með spurningu til þín
hvenær sem er en nú verða
spurningarnar ekki fleiri. Við
söknum þín meira en orð geta
lýst.
Við munum sakna þess að
ferðast með þér um Ísland sem
þú þekkir svo vel. Við munum
sakna þess að spyrja þig um
flugvélategundir. Við munum
sakna þess að fara í útilegur og
jeppatúra. Við munum sakna
nýbökuðu pönnukakanna og að
stelast í jólabaksturinn. Við
munum sakna þess að sjá þig
með barnabörnunum. Við mun-
um sakna þess að smíða með
þér úti í garði og allra stund-
anna á Víkurströndinni. Við er-
um samtímis svo þakklát fyrir
að þú hafir verið pabbi okkar.
Þú gafst okkur trú á okkur
sjálf og betra veganesti getur
maður vart gefið börnum sínum
út í lífið.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
okkar. Nú ertu skærasta
stjarnan á himninum.
Berglind María, Karen
Bjarney, Steinunn Kristín
og Sigurður Jóhann.
Fallinn er frá vinur minn og
svili, Jóhann Sigurðsson.
Ég kynntist Jóa fyrst 1984
þegar ég tók saman við Dag-
nýju, systur Ingibjargar, eigin-
konu Jóa. Vinátta okkar Jóa
þróaðist hægt og rólega og við
urðum góðir vinir. Það var
eiginlega alveg sama um hvað
var rætt við Jóa, maður kom
sjaldan að tómum kofunum hjá
honum. Bílar, ferðalög, smíði,
fréttir líðandi stundar, það var
alltaf hægt að fletta upp í Jóa.
Hann var vel lesinn og minn-
ugur.
Það kom vel í ljós á ferðalög-
um okkar innanlands, þar sem
gamlir slóðar sem hann hafði
farið 20 árum áður voru honum
enn í fersku minni. Af mörgum
ferðum okkar saman er minn-
isstæðust ferðin sem við fórum
að Langasjó með guttunum
Palla og Sigga. Annar með
réttindi til æfingaaksturs og
hinn ekki, og nutum við Jói
þess að vera farþegar í þessari
ævintýraferð.
Einn af mörgum kostum Jóa
var að ef hann langaði í eitt-
hvað neitaði hann sér helst ekki
um það.
Má þar nefna kajaka, mót-
orhjól, bíla og verkfæri, og
höfðum við gaman af að ræða
þessi sameiginlegu áhugamál
yfir kaffibolla.
Jói var laghentur og lék allt í
höndunum á honum. Uppeldið
frá Sigga skilaði sér þar vel
enda notaði Jói óspart aðstöð-
una á Ránargötunni meðan
hennar naut við.
Ég hef verið samferða þeim
Ingibjörgu og Jóa í um 35 ár.
Það voru góð ár. Þegar Dagný
fór yfir regnbogann árið 2016,
stóðu Ingibjörg, Jói og börnin
þeirra, þau Berglind, Karen,
Steinunn og Siggi, þétt við bak-
ið á okkur strákunum og var
það okkur ómetanlegt.
Það var gott að koma við í
Víkurströndinni eftir vinnu og
ræða málin. Kaffibollarnir eru
óteljandi og minningin lifir um
skemmtilegar umræður.
Jói fékk það hlutverk í sum-
ar að vera dagafi fyrir tvær af
afastelpunum sínum og stóð sig
vel. Hann naut sín í því hlut-
verki og augljóst að það gaf
honum mikið að vera með þeim
þessa seinustu mánuði.
Ingibjörg og Jói fóru í góða
reisu með vinafólki á síðasta
ári, meðal annars til Ástralíu.
Ferðin var honum mikils virði
og hann hafði gaman af að rifja
hana upp.
Jói greindist með krabba-
mein í mars á þessu ári. Hann
tók því með rósemd og stillu,
rétt eins hann tók lífinu öllu
með stóískri ró, og kvaddi það
á sama hátt. Ekki grunaði
mann að hann yrði farinn
nokkrum mánuðum síðar, og
ekki var það í hans orðræðu að
svo færi. Hann var alltaf að
skipuleggja næstu skref, hvað
hann ætlaði að gera í vetur og
næsta sumar. Jóa entist ekki
aldur til að ljúka verkefnunum,
en það skiptir engu máli, Jói
var góð sál, góður og traustur
vinur og fyrir það er ég þakk-
látur.
Jói og Ingibjörg eignuðust
fjögur börn og barnabörnin eru
orðin fjögur.
Ég votta Ingibjörgu, börn-
um, barnabörnum og tengda-
börnum samúð mína.
Jón Garðar Hafsteinsson.
Kveðja frá flugleiðsögu-
sviði Isavia
Jóhann hóf grunnnám í flug-
umferðarstjórn árið 1977 og
sama ár hóf hann störf við flug-
umferðarstjórn hjá Flugmála-
stjórn Íslands.
Á starfsferli sínum öðlaðist
hann starfsréttindi til flugum-
ferðarstjórnar í flugturnunum í
Reykjavík, flugstjórnarmiðstöð
og aðflugsstjórn, auk ratsjár-
réttinda.
Í Englandi og Kanada tók
Jóhann viðbótarnám í úthafs-
og flugstjórnarréttindum og
einnig í ratsjárréttindum.
Jóhann lét af störfum sem
flugumferðarstjóri árið 2017
vegna starfslokaákvæða.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd starfsmanna flugleiðsögu-
sviðs Isavia þakka Jóhanni
samfylgdina. Fjölskyldu og vin-
um vottum við okkar dýpstu
samúð.
Ásgeir Pálsson
framkvæmdastjóri.
Jóhann
Sigurðsson
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, tengdasonur og bróðir,
HÖSKULDUR KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON,
Víðigrund 8, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi 27. nóvember. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju 5. desember klukkan 13.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á deild A á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi.
Kristjana Jóna Jóhannsdóttir
Jóhann Úlfar Lilja Dís
Hafliði Már
Hulda Sigríður
Guðmundur Þ. Friðjónsson Sigríður Illugadóttir
Hulda Ágústsdóttir
og systkini
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BERGUR BJARNASON
bóndi,
Viðborðsseli í Hornafirði,
lést 21. nóvember.
Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 7. desember
klukkan 13.
Ingunn Júlía Ingvarsdóttir
Helga Lucia Bergsdóttir Gunnar Ingi Valdimarsson
Bjarni Ingvar Bergsson Erla Rún Guðmundsdóttir
og barnabörn