Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er í annað sinn sem þetta gerist,“ segir Þórdís Gísladóttir og vísar til þess að í annað sinn er hún byrjuð að þýða bók sem svo hlýtur sænsku bók- menntaverð- launin August- priset. Þórdís byrjaði fyrir nokkru að þýða Ålevangeliet eða Álaguðspjallið eftir Patrik Svensson sem nýverið hlaut síðan Augustpr- iset í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Í flokki fagurbókmennta var í ár verðlaunuð Osebol eftir Marit Kapla, í flokki barna- og ung- mennabóka Vänta på vind eftir Oskar Kroon og Lilla Augustpriset, verðlaun sem ætluð eru ungum höfundum á aldrinum 16-20 ára, hlaut En ospelad fiol eftir Emma- Karin Rehnman. Fyrir fimm árum var Þórdís byrjuð að þýða Egen- mäktigt förfarande eða Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson þegar til- kynnt var að hún hlyti August- priset í flokki fagurbókmennta. „Báðar bækur las ég í handriti áður en þær komu út og sá strax að þetta væru bækur sem spenn- andi væri að þýða. Ég fann um- svifalaust verðlaunalykt af þessum bókum,“ segir Þórdís. Spurð hvað heilli við Ålevangeliet segir Þórdís bókina afar óvenjulega og flotta frumraun höfundar. „Annars veg- ar fjallar bókin um álinn sem er mjög merkilegur og dularfullur fiskur sem getur orðið allt að hundrað ára gamall. Þessi fiskur hefur heillað menn í gegnum ald- irnar,“ segir Þórdís og rifjar upp að menn á borð við Aristoteles og Freud hafi rannsakað álinn. „Hins vegar fjallar bókin um samband höfundarins við pabba sinn og þeirra tengsl,“ segir Þórdís og tek- ur fram að hún hafi mjög gaman af náttúrufræðum sem matreidd séu með alþýðlegum hætti. „Ég vona að fólk kveiki á því hvað þetta er stórkostlega áhugavert umfjöll- unarefni,“ segir Þórdís og bendir á að bókin tengist umræðunni um náttúruvernd og -breytingar í heiminum í dag. Þórdís hefur frá 2006 samtals þýtt 18 bækur úr sænsku. Aðspurð hvernig sænsku- kunnáttan sé til komin rifjar Þór- dís upp að hún hafi flutt til Svíþjóð- ar rétt fyrir þrítugt til að læra klassísk norræn fræði með áherslu á tvítyngi og útskrifaðist sex árum seinna eða 2003. Mynd fengin af Facebook-síðu Augustpriset Ánægð Höfundarnir Emma-Karin Rehnman, Patrik Svensson, Oskar Kroon og Marit Kapla voru að vonum ánægð með að vinna Augustpriset í ár. Óvenjuleg og flott frumraun höfundar  Löngu byrjuð að þýða verðlaunabókina Þórdís Gísladóttir EFP, kynningarmiðstöð evr- ópskra kvikmynda, og ACC, mið- stöð arabískra kvikmynda, standa saman að verðlaunum sem veitt voru í fyrsta sinn í lok nóvember fyrir bestu evrópsku kvikmynd- ina að mati gagnrýnenda í araba- löndum. Varð fyrir valinu kvik- myndin God Exists, Her Name Is Petrunya eða Guð er til og hún heitir Petrunya, eftir maked- ónska leikstjórann Teona Strugar Mitevska. 42 kvikmyndagagnrýnendur frá 13 arabaríkjum greiddu at- kvæði og höfðu þeir úr 24 kvik- myndum að velja. Verðlaununum er ætlað að vekja frekari athygli á evrópskri kvikmyndalist í arabalöndum og þá ekki aðeins áhorfenda heldur einnig dreifing- araðila. Um leið er kastljósinu beint að kvikmyndagagnrýn- endum landanna og athygli vakin á mikilvægi þeirra. Verðlaunin voru afhent á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Kaíró í Egypta- landi. Verðlaun Guð er til og hún heitir Petrunya. Makedónsk kvikmynd valin sú besta Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur hlaut þrenn verðlaun um nýliðna helgi á kvikmyndahátíð í Tórínó á Ítalíu. Hátíðin var haldin í 37. sinn og lauk 30. nóvember og var klipp- ari Hvíts, hvíts dags, Julius Krebs Damsbo, viðstaddur hana og tók á móti verðlaununum þrennum. Myndin hlaut aðalverðlaun hátíð- arinnar og verðlaunaupphæðina 18.000 evrur, AVANTI!-verðlaunin sem bæta dreifingu myndarinnar á Ítalíu skv. tilkynningu og loks sér- staka dómnefndarviðurkenningu fyrir besta handrit. Kvikmyndin hefur nú hlotið 12 verðlaun frá því hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Tylft Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 12 verðlaun frá frumsýningu í vor. Hlaut þrenn verðlaun í Tórínó Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðventustemning Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Antonía æfðu í sal Hafnarborgar í gær. Á tónleikunum í dag flytja þau meðal annars aríur úr óperunum Töfraflautunni, La bohème og Werther, sem allar tengjast jólum. Það fer ekki mikið fyrir jólaóperum sem slíkum en þó eru vissar þekktar óperur býsna tengdar jólum,“ segir tenórsöngvarinn Þorsteinn Freyr Sigurðsson þegar hann er spurður um efnsiskrána á hádegistónleikum þeirra Antoníu Hevesi píanóleikara í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, þriðjudag. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf, hafa yfirskriftina Óperujól og eru í tilkynningu sagðir í anda aðventu og í tilefni af aðdrag- anda jólahátíðarinnar. Þorsteinn Freyr hnykkir á því. „Í sjálfu sér er ekkert jólalegt í Töfraflautunni eftir Mozart en samt hefur það lengi verið hefð í Þýska- landi, Austurríki og víðar að flytja óperuna um jólin. Þar finnst mörg- um að jólin komi ekki nema þau fari að sjá Töfraflautuna. Við flytjum því eina aríu úr Töfraflautunni,“ segir Þorsteinn. Og hann segir að önnur kunn ópera gerist að hluta um jóla- leytið, La bohème eftir Puccini, og syngur hann því líka aríu úr henni. Og þriðja óperan sem hann nefnir og hefur jólatengingu og þau flytja aríu úr er Werther eftir Massenet. „Síðan verðum við að flytja eitt helgasta jólalag okkar Íslendinga en það er Ave Maria Sigvalda Kalda- lóns. Það passar vel í prógrammið.“ Þorsteinn segir segir glaðhlakka- lega að annaðhvort hafi þau Antonía átt að flytja nú á aðventunni slíkt jólaóperuþema eða hreinlega jóla- lög, en það síðarnefnda sé þó ekki beint í þeirri hefð sem myndast hef- ur á hádegistónleikum í Hafnarborg. Þorsteinn Freyr hefur einu sinni áður komið fram á hádegistónleikum með Antoníu í Hafnarborg. „Og við höfum þekkst lengi því hún kenndi mér á píanó þegar ég var lítill gutti, 7-8 ára, á Siglufirði,“ segir hann. „Ég hef nú ekki hæfileikana hennar í píanóleik enda skipti ég yfir í söng- inn.“ Þorsteinn Freyr hóf söngnámið árið 2005 við Tónskóla Reykjavíkur en frá 2007 til 2010 hélt hann námi sínu áfram við LHÍ. Hann útskrif- aðist síðan með mastersgráðu í óp- erusöng árið 2013 frá Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Þorsteinn hefur mikla reynslu af ljóðasöng og hefur bæði komið fram á tónleikum í Þýskalandi og á Ís- landi. Hann hefur líka tekið þátt í óperustúdíói Íslensku óperunnar, var um tíma í Kór íslensku óper- unnar og söng með kór í óperunum Pagliacci, Cavalleria rusticana og L’elisir d’amore. Árið 2012 söng Þorsteinn hlutverk Don Ottavio í óp- erunni Don Giovanni eftir W.A. Mozart á vegum Þjóðlagahátíð- arinnar á Siglufirði, sem flutt var þar og í Hörpu. Þorsteinn var einnig fastráðinn í Theater Ulm í Suður- Þýskalandi frá árunum 2014 til 2017. Þá söng Þorsteinn hlutverk í upp- færslu Íslensku óperunnar á Tosca haustið 2017. efi@mbl.is Aríur úr jólaóperum  Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór kemur fram með Antoníu Hevesi á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.