Morgunblaðið - 17.12.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið 16. -20. des. frá kl. 8:30-18:00 og 21. des. frá 11:00 -15:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta breiðskífa Önnu Grétu Sig-
urðardóttur, Brighter, er komin út á
vegum Prophone, fyrirtækis sem
heyrir undir Naxos sem þýðir að
platan mun fá góða dreifingu víða
um heim. Anna Gréta er djasstón-
skáld og -píanóleikari og hlaut í
sumar styrk úr sjóði sem kenndur er
við Monicu Zetterlund, þekktustu
djasssöngkonu Svíþjóðar fyrr og síð-
ar. Anna Gréta býr og starfar í Sví-
þjóð, nam við Konunglega tónlistar-
háskólann í Stokkhólmi og hefur
leikið með mörgum fremstu djass-
tónlistarmönnum þar í landi sem og
hér á Íslandi.
Hún á djassáhugann ekki langt að
sækja því hún er dóttir Sigurðar
Flosasonar saxófónleikara og mun
koma fram með honum og hljóm-
sveit í kvöld kl. 21 á Kex hosteli.
Verða þar leikin jólalög í poppaðri
kantinum og sett í djasshakkavélina,
eins og Anna Gréta orðar það.
Með rætur í djassi
Brighter er hlýleg plata og einkar
falleg, að mati blaðamanns, en flest
lögin samdi Anna Gréta og vann
plötuna í samstarfi við sænska gít-
arleikarann Max Schultz. Lögin eru
öll án söngs og leikur Anna Gréta á
flygil, Schultz á gítar og fleiri hljóð-
færaleikarar koma við sögu; Joakim
Milder á saxófón, Christian Spering
á kontrabassa, Magnus Gran á
trommur og Sjöströmska strengja-
kvartettinn leikur einnig. Joakim
Milder var jafnframt upptökustjóri
plötunnar sem tekin var upp í
Svenska Grammofonstudion í
Gautaborg í febrúar síðastliðnum.
Platan verður að öllum líkindum
sett í djassflokk þó að fullmikil ein-
földun sé að flokka tónlistina ein-
göngu sem djass. Ræturnar liggja
þó í djassinum, eins og Anna Gréta
bendir á (þeir sem vilja hlusta á plöt-
una geta gert það á Spotify). Heyra
má að nostrað hefur verið við útsetn-
ingar og hljóðfæraleikur er einkar
vandaður. Anna Gréta segist hafa
skrifað út strengjaútsetningar í
fyrsta sinn fyrir plötuna og að hún
hafi leitað vel og lengi í Gautaborg
að flygli með rétta hljóminum, þeim
sem þau Schultz vildu hafa á plöt-
unni. Hann fannst á endanum.
Hún segir upptökustjórann, Mild-
er, þekktan sem slíkan en hann hef-
ur hafi komið víða við í tónlist, ekki
eingöngu sem hljóðfæraleikari og
upptökustjóri heldur einnig sem
háskólakennari.
Alltaf að semja
„Þetta var svolítið langt ferli,“
segir Anna Gréta um plötugerðina
því tæp tvö ár eru liðin frá því þau
Schultz ræddu sín á milli að gera
saman plötu. Anna Gréta segir þau
hafa nostrað við hana, m.a. hljóð-
blöndun sem hafi tekið nokkra daga.
Åke Linton gegndi stöðu hljóð-
manns og á stóran þátt í hinni end-
anlegu útkomu, að sögn Önnu Grétu.
Hún er spurð að því hversu reynd-
ur lagasmiður hún sé og svarar hún
því til að hún sé hvorki reynd né
óreynd þó hún hafi samið lög allt frá
15 ára aldri. „Ég og systur mínar
vorum alltaf að semja jólalög, þann-
ig byrjaði það,“ segir Anna Gréta,
„og ég hef verið að semja sífellt
meira því mér finnst það ferlega
gaman. Ég er eiginlega alltaf að
semja eitthvað.“
Hún segir nafngift plötunnar bæði
vísa í eitt laga hennar og endur-
spegla það sem hún og samstarfs-
menn hennar vildu segja með tón-
listinni. „Einhvers konar löngun eða
þrá eftir því bjartara,“ útskýrir
Anna Gréta sem treður upp á Kex
hosteli í kvöld með karli föður sínum
sem er með allra reyndustu djass-
hljóðfæraleikurum landsins.
„Við reynum alltaf að gera eitt-
hvað saman þegar ég er á Íslandi,“
segir Anna Gréta. Í kvöld verði boð-
ið upp á jólagrín og hún hlakki mikið
til. Engin verði söngkonan en saxó-
fónninn muni hlaupa í skarðið og
syngja. Nú eða væla, allt eftir því
hvert spuninn leiðir flytjendur.
Þrá eftir því bjartara
Birta Anna Gréta Sigurðardóttir gaf nýverið út hljómplötuna Brighter í
samstarfi við gítarleikarann Max Shultz. Bjart er yfir þeirri plötu.
Anna Gréta
sendir frá sér
Brighter og leikur
jólalög á Kex Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend
Sveinsson hefur hlotið tilnefningu
sem besta dramamynd ársins hjá
streymisveitunni Vimeo en dóm-
nefnd í þeim flokki skipa bandarísku
leikararnir Alec Baldwin og Oscar
Isaac. Verðlaunin verða afhent
snemma á næsta ári.
Myndin hlaut einnig Vimeo staff
pick-verðlaunin á kvikmyndahátíð-
inni í Aspen fyrr á árinu, verðlaun
kennd við starfsmenn Vimeo, og hef-
ur verið aðgengileg á veitunni frá
því í apríl á þessu ári. Hefur henni
verið streymt í það minnsta 130 þús-
und sinnum.
Á fjármögnunarráðstefnu
Kanarí var útskriftarmynd
Erlendar úr kvikmyndagerðarnámi
við Columbia-háskóla í New York og
hefur hún verið sýnd á kvikmynda-
hátíðum víða um heim við góðar
undirtektir en með aðalhlutverk í
henni fara Vivian Ólafsdóttir og
Snorri Engilbertsson.
Erlendur er nú staddur í Les Arcs
í Frakklandi á fjármögnunarráð-
stefnu þar sem hann undirbýr gerð
sinnar fyrstu kvikmyndar í fullri
lengd. Hann segist hafa verið önnum
kafinn við að kynna myndina í von
um að hljóta fjármagn til framleiðsl-
unnar. „Myndin heitir Sjö hæðir, Se-
ven Balconies á ensku og í henni
verða nokkrar sögur sem fléttast
saman í eina örlagaríka. Hún segir
af fólki í blokk sem tengist allt í
gegnum örlagaríka atburði og er
byggð á minni þráhyggju fyrir
kraftaverkum og hvernig þau eiga
sér stað,“ segir Erlendur. Sögusvið
myndarinnar verður fjölbýlishús í
Reykjavík.
Erlendur er spurður að því á
hvaða stigi myndin sé og segir hann
hana á frumstigi. „Við erum reyndar
komin með handritastyrk frá Kvik-
myndamiðstöð sem er frábært.“ seg-
ir hann.
Opnar dyr
– Kanarí hefur gert það gott á
Vimeo, skiptir það miklu máli þegar
kemur að því að fjármagna þína
fyrstu kvikmynd í fullri lengd?
„Já, þetta er allt spurning um að
opna dyr, sýna hvaða rödd maður
hefur og hvert maður stefnir í geir-
anum. Vimeo hefur opnað fyrir mér
margar dyr og þetta er í annað sinn í
röð sem ég er tilnefndur fyrir bestu
dramamynd ársins og það er virki-
lega gaman að samtals hafa mörg
hundruð þúsund manns horft á
myndirnar mínar,“ svarar Erlendur
en hin stuttmyndin sem hann nefnir
og var tilnefnd nefnist Þykkt skinn.
– Nú er mikill fjöldi stuttmynda á
Vimeo, er ekki afrek að ná í gegnum
þann fjölda í tvígang?
„Algjörlega og mjög sérstakt. Ég
held að margt hafi þar komið saman,
bæði hvernig myndirnar voru og
hvenær þær komu út og hvenær fólk
sá þær,“ svarar Erlendur.
Þeir Baldwin og Isaac munu horfa
á tíu stuttmyndir og velja þá bestu
og nú er bara að krossa fingur og
vona að það verði Kanarí. Í stutt-
myndinni segir af pari sem á í deil-
um og lendir í bílslysi. Karlmaðurinn
kastast út úr bílnum sem veltur og
konan situr föst í honum, kemst ekki
út. Erlendur segir titilinn bæði vísa í
kanarífugl sem er í bílnum og Kan-
aríeyjar sem í huga margra Íslend-
inga er fjarlægur staður sem gott er
að vera á. helgisnaer@mbl.is
Tilnefnd sem
besta drama
Kanarí gerir það gott á Vimeo
Leikstjóri Erlendur Sveinsson und-
irbýr nú gerð sinnar fyrstu kvik-
myndar í fullri lengd, Sjö hæðir.
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi að
veita fjórar milljónir króna af sameig-
inlegu ráðstöfunarfé sínu til rann-
sóknar á íslenskri myndmálssögu og
útgáfu hennar. Guðmundur Oddur
Magnússon – Goddur, rannsókna-
prófessor við Listaháskóla Íslands,
vinnur að rannsókninni.
Rannsóknin og efniviður hennar
tekur meðal annars til þjóðarímyndar
og myndrænnar mótunar hugmynda
þjóðarinnar um fullveldi og sjálfstæði.
Meðal viðfangsefna er að fjalla um
þróun skjaldarmerkisins og þjóðfána
Íslands. Jafnframt er sérstök áhersla
lögð á að skoða hlutdeild kvenna í
myndmálssögunni,
sem samkvæmt til-
kynningu var áður
talin lítil sem eng-
in. Styrknum er
ætlað að standa
undir útgáfu bókar
á árinu 2020 sem
mun eiga erindi
við fræðimenn og
almenning. Rannís
hefur áður veitt
verkefninu styrk til heimildaöflunar
og rafrænnar skrásetningar. Þá hefur
LHÍ veitt verkefninu stuðning með
launaframlagi og rannsóknaraðstöðu.
Myndmálssaga styrkt
Goddur er höf-
undur verksins.
Dansk-franska leikkonan Anna
Karina, sem var ein af stjörnum
frönsku nýbylgjunnar í kvikmynd-
um, er látin, 79 ára að aldri. Hún
lést á sjúkrahúsi í París af völdum
krabbameins.
Menningarmálaráðherra Frakk-
lands, Franck Riester, er meðal
þeirra sem minnst hafa Karinu og
gerði hann það á Twitter með orð-
unum að frönsk kvikmyndagerð
hefði nú misst eina af sínum goð-
sögnum.
Karina varð þekkt sem músa
leikstjórans og fyrrverandi eigin-
manns síns Jean-Lucs Godards á
sjöunda áratug síðustu aldar.
Fyrsta stóra
tækifærið í kvik-
myndum hlaut
hún 18 ára að
aldri eftir að
Godard hafði
komið auga á
hæfileika hennar
í leikprufu. Vildi
hann fá hana til
að leika í sinni
fyrstu og þekktustu kvikmynd, À
bout de souffle frá árinu 1960, en
hún afþakkaði hlutverkið þar sem
það krafðist nektar. Nokkrum mán-
uðum síðar bauð Godard henni ann-
að hlutverk og hófst þar með far-
sælt samstarf þeirra og Karina
varð margverðlaunuð kvikmynda-
stjarna. Þau Godard gengu í hjóna-
band árið 1961.
Karina látin
Anna Karina