Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 13

Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Bergsveinn S: 863 5868 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Magnús S: 861 0511 Ólafur S: 824 6703 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til sölu heil skrifstofuhæð á 2. hæð við Tryggvagötu 11 í miðbæ Reykjavíkur. Laus við kaupsamning. Glæsilegt skrifstofurými sem skiptist í móttöku, opin vinnurými, 2 fundarherbergi og 13 lokaðar skrifstofur. Við inngang er opið rými sem getur nýst sem móttaka eða setustofa. Eldhús, tvær snyrtingar og ræstikompa. Stórt fundaherbergi er staðsett í miðju húsnæðisins. Tölvulagnir eru í stokkum. Lyfta er í húsinu. TIL SÖLU Tryggvagata 11, 101 Rvk. Gerð: Skrifstofuhúsnæði Stærð: 386,6 m2 Verð: 110.000.000 kr. Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is Enn óeirðir á Indlandi  Sex látnir og 200 særðir í mótmælum gegn nýrri löggjöf um ríkisborgararétt AFP, Nýja Delí Narendra Modi, for- sætisráðherra Indlands, kallaði eftir ró í gær eftir að óeirðir héldu áfram í landinu fimmta daginn í röð. Sex manns hafa látist og um 200 særst í mótmælum síðustu daga sem beint er gegn nýrri löggjöf stjórnvalda á Indlandi um ríkisborgararétt sem sögð er fjandsamleg múslimum. Samkvæmt löggjöfinni verður auðveldara fyrir fólk úr nágranna- ríkjunum Pakistans, Bangladess og Afganistan, sem játar ekki íslam, að öðlast indverskan ríkisborgararétt. Andstæðingar Modis segja löggjöf- ina miða að því að draga úr vægi múslima á Indlandi, en þeir eru nú um 200 milljónir af þeim tæplega 1,4 milljörðum sem þar búa. Modi hefur hafnað þeim ásökunum og sagði í gær að löggjöfin hefði engin áhrif á nokkurn indverskan þegn, heldur væri henni ætlað að verja fólk sem hefði búið við áralangar ofsóknir er- lendis og hefði ekki í nein önnur hús að venda en Indland. Sagði hann að löggjöfin næði því ekki til múslima frá ríkjunum þremur, enda hefðu þeir ekki verið ofsóttir. Lokað á netaðgang Yfirvöld á Indlandi hafa farið ýmsar leiðir til þess að koma í veg fyrir frekari mótmæli, og var meðal annars lokað á netaðgang í sumum héruðum landsins um helgina. Mótmælin héldu engu að síður áfram í gær í mörgum af helstu stórborgum Indlands, sem og í norðausturhluta landsins þar sem þau hófust og hafa verið hvað hörð- ust. Lögreglan í höfuðborginni Nýju Delí hefur verið sökuð um harðræði gegn stúdentum við Jamia Millia Is- lamia-háskólann þar, en 35 nemend- ur þar voru handteknir um helgina. Segja forsvarsmenn háskólans að lögreglan hafi farið án leyfis inn á lóð skólans og ráðist þar á bæði nemendur og starfsfólk. Talsmenn lögreglunnar segja hins vegar að algjöru lágmarksafli hafi verið beitt til að binda enda á óeirðirnar, en mótmælendur höfðu meðal annars kveikt í þremur rútum og grýtt lögregluþjóna. sgs@mbl.is AFP Óeirðir Hörð mótmæli hafa verið síðustu daga á Indlandi. Demókratar á Bandaríkjaþingi til- kynntu í gær að þeir væru að búa sig undir átök um það hvaða vitni ætti að kalla til í öldungadeildinni, komi til þess að ákærur til embætt- ismissis á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta verði samþykkt- ar í fulltrúadeild þingsins í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði að hann vildi að réttarhöldin hæfust 6. janúar næstkomandi og kallaði eft- ir því að réttlætinu yrði fullnægt á „snarpan en sanngjarnan hátt“. Sendi Schumer bréf til Mitch McConnells, leiðtoga repúblíkana í deildinni, þar sem hann krafðist þess að fjögur „lykilvitni“ myndu koma fyrir öldungadeildina. Þeirra á meðal yrði Mick Mulvaney, starf- aði skrifstofustjóri Hvíta hússins, og John Bolton, fyrrverandi þjóð- aröryggisráðgjafi Trumps. Greiða atkvæði á morgun Jerry Nadler, formaður dóms- málanefndar fulltrúadeildarinnar, sendi frá sér í gær 658 blaðsíðna skýrslu þar sem rökin fyrir því að svipta Trump embætti sínu voru sett fram. Er þar haldið fram að forsetinn hafi gerst sekur um al- varleg afbrot og að framkoma Trumps í emb- ætti sé án nokk- urra fordæma í sögu Bandaríkj- anna. Fulltrúadeild- in mun greiða atkvæði á morg- un, miðvikudag, um það hvort ákæra eigi Trump og er fastlega gert ráð fyrir að þar verði sam- þykkt að vísa málinu til öldunga- deildarinnar. Trump yrði þá ein- ungis þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni til þess að verða ákærð- ur, á eftir Andrew Johnson árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Þá stefndi allt í að Richard Nixon yrði ákærður til embættismissis vegna Watergate-málsins árið 1974 en hann sagði af sér áður en til þess kom. Hvorki Johnson né Clinton voru sakfelldir af öldungadeildinni og ólíklegt er að breyting verði þar á í tilfelli Trumps, þar sem nokkrir af þingmönnum repúblíkana í deildinni hafa lofað að þeir muni verja hann gegn „pólitískum of- sóknum“. Kalla eftir „snörp- um“ réttarhöldum  Saka Trump um alvarleg afbrot Chuck Schumer Gröf nasistaforingjans Reinhardts Heydrichs var opnuð um miðja síð- ustu viku að næturlagi. Lögreglan í Berlín segir að rannsókn sé hafin á því hverjir hafi verið að verki en svo virðist sem ekkert hafi verið fjarlægt úr gröfinni. Heydrich var yfirmaður öryggis- skrifstofu þriðja ríkisins, sem hafði meðal annars yfirumsjón með leyni- lögreglunni alræmdu Gestapo. Hann þótti grimmur, jafnvel meðal sam- herja sinna í efstu lögum þýska nas- istaflokksins. Kallaði Adolf Hitler hann „manninn með járnhjartað“. Heydrich var einn af aðal- hugmyndafræðingunum á bak við helförina gegn gyðingum og stýrði meðal annars Wannsee-ráðstefnunni 20. janúar 1942, þar sem lögð voru á ráðin um útrýmingu gyðinga í Evr- ópu. Heydrich stýrði einnig hernámi Þjóðverja í Tékkóslóvakíu meðan á heimsstyrjöldinni stóð og fékk við- urnefnið „slátrarinn frá Prag“. Tékk- neskir andspyrnumenn, sem fengið höfðu þjálfun í Bretlandi, réðu Heyd- rich af dögum í maí 1942. Á tímum kalda stríðsins lenti gröfin á milli Austur- og Vestur-Berlínar og minn- ismerki á leiði hans var tekið niður. Málið þykir minna á svipað mál nasistans Horsts Wessels, en andfas- ísk samtök sögðu árið 2000 að þau hefðu opnað gröf hans og hent höf- uðkúpunni í Spree-ána. Líkt og nú sagði lögreglan að ekki hefði verið hróflað við jarðneskum leifum. Legstaður Heydrichs opnaður  Einn aðalhöf- undur Helfararinnar AFP Gröfin Lögreglan í Berlín sagði að ekki hefði verið hróflað við neinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í gær Sedgefield, hið gamla kjördæmi Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra. Kjósendur þar völdu sér þingmann úr röðum Íhaldsflokksins í fyrsta sinn frá árinu 1935 í ný- afstöðnum kosningum og þóttu nokkur tíðindi. Heimsótti óvænta kjósendur Íhaldsflokksins AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.