Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 23

Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS Viskastykki verð 2.950 Kerti verð 1.990 Servíettur verð 990 Djásn verð 5.790 Skúlptúr kind máluð lítil verð 7.500 TVÖ TRÉ OG TRÉ „HANN SEGIR ALDREI NEITT – NEMA MEÐ LÍKAMSTJÁNINGU.” „ÉG VERÐ AÐ RUKKA ÞIG AUKALEGA FYRIR ÞESSA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geta ekki hugsað sér framtíðina án þín. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FLOTT MATUR OG MÚSÍK HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT SEM HELGA SEGIR, AÐ LEIÐIN AÐ HJARTA MANNSINS LIGGI Í GEGNUM MAGANN? KLÁRLEGA! SKYTTUR! MIÐIÐ Á MAGANA Á ÞEIM! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF sjóðsins og höfundur bóka um fjár- mál einstaklinga. Foreldrar Gunnars: Hjónin Baldvin Einarsson, f. 22. mars 1934, d. 8. maí 2018, starfsmanna- stjóri hjá SÍS og Sigurveig Haralds- dóttir, f. 5. apríl 1934, matráðskona, búsett í Reykjavík. Björg og Gunnar eru búsett í Reykjavík, en þau eru fimmmenningar. „Forfaðir okkar í 5. lið var Sigurður Andrésson, f. 1792, d. 1866. Sigurður var þekktur fyrir að hafa ,,drukknað“ í róðri. Félagar Sig- urðar settu líkið á hest og fluttu hann þannig heim að bæ. Við það að liggja á hestinum var eins og hann hefði verið hnoðaður til lífs. Þegar kom heim að bæ var hann lagður í hlýjuna í fjósinu svo hægt væri að ganga frá líkinu daginn eftir. Um nóttina barði hann á glugga á bænum og bað hús- freyjuna að hleypa sér inn. Hún ótt- aðist að eiginmaður hennar væri genginn aftur og bað hann um að fara með faðirvorið. Það gerði Sigurður og var þá hleypt inn. Lifði hann í mörg ár eftir þetta og skildi eftir sig stóran ættbálk.“ Börn Bjargar og Gunnars eru 1) Sigrún Gunnarsdóttir, f. 26. júlí 1991, lögfræðingur og starfar sem sölustjóri hjá Icelandair hotels, bú- sett í Reykjavík; 2) Sigurður Gunn- arsson, f. 19. ágúst 1997, nemi í hag- fræði við Háskóla Íslands. Systkini Bjargar eru Jón Sigurðsson, f. 11. september 1950, fjármálastjóri, búsettur í Reykja- vík; og Stefán Sigurðsson, f. 13. mars 1954, fjármálastjóri, búsettur í Reykjanesbæ. Foreldrar Bjargar: Hjónin Sig- urður Stefánsson, f. 28. júní 1923, d. 24. október 2016, löggiltur endur- skoðandi í Reykjavík, og Anna Jónsdóttir, f. 22. desember 1928, húsfreyja í Reykjavík. Björg Sigurðardóttir Anna Jónsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi og í Reykjavík Jón Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi Ragnhildur Árnadóttir húsfreyja í Álftafi rði, S-Múl. Sigurður Jónsson bóndi í Álftafi rði, S-Múl. Stefán Sigurðsson fjármálastjóri í Reykjanesbæ Jón Sigurðsson fjármálastjóri í Reykjavík Pétur Árni Jónsson útgefandi og framkvæmda stjóri Heildar fasteignafélags Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja í Njarðvíkum og Reykjavík Guðrún Bjarnadóttir Bergese kjörin alheims fegurðar- drottning, Miss International, árið 1963 og fv. fyrirsæta Anna Kristrún Finnsdóttir húsfreyja á Djúpavogi, varð 102 ára Lúðvík Jón Jónsson trésmiður í Álftafi rði, S-Múl. Sigurbjörg Lúðvíksdóttir húsfreyja á Djúpavogi og í Reykjavík Finnur Jónsson listmálari Ríkarður Jónsson myndhöggvari Ólöf Finnsdóttir húsfreyja á Strýtu í Hamarsfi rði Rósa Sigurðardóttir húsfreyja í Kefl avík Sigurður Þóroddsson formaður og útvegsbóndi á Litlahólma í Gerðahreppi, afi Sigurðar var Sigurður Andrésson bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum og víðar Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja á Vatnsleysuströnd og í Innri-Njarðvík Stefán Sigurfi nnsson útvegsbóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd og í Innri-Njarðvík Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja í Gerðahreppi Sigurfi nnur Sigurðsson formaður á Stóru-Vatnsleysu Úr frændgarði Bjargar Sigurðardóttur Sigurður Stefánsson löggiltur endurskoðandi í Innri-Njarðvík á Seltjarnarnesi og í Reykjavík Ragnar Skjóldal sendi Vísna-horni línu, sem mér er ljúft að birta, og gef ég honum orðið: „Til- efnið er að Úlfur Ragnarsson, tengdapabbi minn og faðir Karls Ágústs Úlfssonar leikara, verður áttræður næsta aðfangadag. Úlfur starfaði eitt sinn í Sómalíu fyrir Rauða krossinn. Þar orti hann eft- irfarandi limru um það sem fyrir augu hans bar í sómölsku borginni Hargeisa. Þar var þurrviðri svo mikið að ekki var hægt að stunda siglingar á hraðbátum, sem úr munni Úlfs kallaðist marþeysa. Limran hefur hvergi birst á prenti“: Helþurr er staður Hargeisa haldin þar engin marþeysa. Ég hef rekið mig á að flestallir fá fjölmargar pestir sem þar geisa. Í Vísnahorni á dögunum orti Kristján Snorrason til kattarins Jós- efínu Meulengracht Dietrich: Ekki vera að ybba gogg á auðnuvegi hálum. En ef þú ríst svo upp við dog ertu í vondum málum. Kötturinn Jósefína sendi boltann til baka og brá á orðaleik: Að upp við „dog“ ég ekki mun aldurhnigin rísa er hafið yfir efa og grun. Nú endar þessi vísa. En ef ég þarf að ybba gogg eða renna mús um skjá oftast rís ég upp við dogg ellin þó mig sé að hrjá. Guðrún Bjarnadóttir var með á nótunum og orti „til að minna okk- ur á að ellin er svipuð vísunni, tóm- ar úrfellingar“: Ekk’er sama dog og dogg. Duldið líkt samt hljóma, end’er þetta ágætt blogg. Átt’í kæli rjóma? Jósefína Meulengracht Dietrich svaraði: Úr kæliskápnum skenki mér – skáld og augun ljóma – því fagurrauð ein fernan er og full er hún af rjóma. Jón Thoroddsen kvað: Skáldið gekk um skimandi skrapp til brókarlallinn rófubeinið riðandi rakst af krafti í pallinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Staður Hargeisa og dog eða dogg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.