Morgunblaðið - 17.12.2019, Blaðsíða 25
EM 2020
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari karla í handknattleik, og
aðstoðarmenn hans hafa sett saman
nítján manna hóp leikmanna í að-
draganda lokakeppni EM. Tilkynnt
var í gær hvaða leikmenn eru í hópn-
um en landsliðið kemur að hluta til
saman til æfinga þegar líður á vik-
una. Þá hefst undirbúningurinn fyrir
EM með formlegum hætti. Búist er
við því að HSÍ fari með sautján leik-
menn á EM í janúar sem fram fer í
Malmö í Svíþjóð.
Ekki er því um endanlegan hóp að
ræða en Guðmundur lagði einnig á
það áherslu á blaðamannafundi í
gær að þær aðstæður gætu komið
upp að einhver úr 28 manna hópn-
um, sem ekki er í nítján manna
hópnum, myndi fara á EM. Liðin
hafa svigrúm til að gera breytingar
eftir að keppnin hefst. Verði einhver
skakkaföll, til dæmis vegna meiðsla,
þá er spurning hver myndi henta
best til að koma inn í stað þess sem
frá þyrfti að hverfa.
Kynslóðaskipti hafa orðið í liðinu
síðustu árin og eru margir leikmenn
í hópnum í yngri kantinum eins og
við mátti búast. Með þeim eru
nokkrir reyndir menn og má nefna
að þrír þeirra sem unnu til silfur-
verðlauna á Ólympíuleikunum í Pek-
ing eru í hópnum: Björgvin Páll
Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðs-
son og Alexander Petersson. Fimm
leikmenn eru í hópnum sem unnu
bronsverðlaun á EM 2010 en þá
höfðu þeir Aron Pálmarsson og Ólaf-
ur Guðmundsson bæst við. Þá er
Kári Kristján Kristjánsson í nítján
manna hópnum en hans fyrsta stór-
mót með landsliðinu var HM í Sví-
þjóð árið 2011. Björgvin og Kári eru
jafnframt þeir einu sem eftir eru úr
liðinu sem varð Evrópumeistari 18
ára og yngri árið 2003.
Gísli og Ómar meiddir
Tveir þeirra ungu manna sem
fengið hafa hlutverk í landsliðinu á
síðustu árum voru ekki valdir í
nítján manna hópinn vegna meiðsla.
Ómar Ingi Magnússon hefur ekki
jafnað sig af höfuðáverkum og var
raunar ekki í 28 manna hópnum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr
axlarlið í leik með Kiel. Þá er Ólafur
Gústafsson ekki í nítján manna
hópnum en hann var í stóru hlut-
verki í vörninni á HM í Þýskalandi
fyrir ári.
Fari svo að Gísli muni ekki koma
við sögu þá eru engu að síður fram-
tíðarmenn í leikstjórnandahlutverk-
inu. Elvar Örn Jónsson og Haukur
Þrastarson hafa sýnt að þeir eru
framtíðarmenn og Janus Daði
Smárason hefur minnt á sig í vetur
með góðri frammistöðu í Danmörku
og Meistaradeildinni. Guðmundur
nefndi að ekki væri endilega heilagt
hvort leikmönnum væri raðað í stöðu
leikstjórnanda eða vinstri skyttu
þegar hópurinn var kynntur. Leik-
menn eins og Aron, Elvar og Hauk-
ur geta allir hvort heldur sem er ver-
ið á miðjunni eða í skyttunni eftir því
hvað verður fyrir þá lagt.
Björgvin inni í myndinni
Björgvin Páll hefur ekki verið
fastamaður í landsliðinu að undan-
förnu og verður áhugavert að sjá
hvort hann fer á EM. Viktor Gísli
Hallgrímsson er geysilega spenn-
andi markvörður og Ágúst Elí
Björgvinsson varð sænskur meistari
síðasta vor. Samkeppnin um mark-
mannsstöðuna er því töluverð.
Einnig er heilbrigð samkeppni um
stöðurnar í hornunum. Ef til vill sýn-
ir það ágætlega hversu vel landsliðið
býr varðandi hornamenn að þeir Óð-
inn Þór Ríkharðsson og Oddur Gret-
arsson bíða fyrir utan nítján manna
hópinn. Báðir hafa þeir staðið sig vel
í háum gæðaflokki. Við það má bæta
að Stefán Rafn Sigurmannsson var
ekki í 28 manna hópnum vegna
meiðsla.
Alexander Petersson snýr aftur í
skyttustöðuna hægra megin. Þar er
einnig Viggó Kristjánsson sem ekki
hefur leikið á stórmóti en hefur
stimplað sig vel inn í þýsku bundes-
liguna í vetur. Fari svo að hann kom-
ist á EM munu Seltirningar væntan-
lega eiga tvo fulltrúa í hópnum en
þaðan er einnig Guðjón Valur Sig-
urðsson, einn af leiðtogum liðsins.
Viggó fékk tækifæri í vináttulands-
leikjum gegn Svíum í október og
nýtti það greinilega afar vel. Sama
má segja um línumanninn Svein Jó-
hannsson sem einnig er í hópnum.
Báðir þóttu þeir standa sig vel gegn
Svíum og gripu tækifærið sem gafst.
Hverjir verða í miðri vörninni?
Líklega verður snúið fyrir Guð-
mund að átta sig á hverja hann vill
veðja á í miðri vörninni. Sérstaklega
þegar haft er í huga að Daníel Þór
Ingason og Arnar Freyr Arnarsson
voru báðir meiddir fyrr í vetur. Þeir
ættu hins vegar að vera orðnir heilir.
Samkeppnin um stöðurnar í miðri
vörninni og á línunni er mikil. Þar er
einnig Ýmir Örn Gíslason sem er
mjög klókur varnarmaður. Vert er
að geta þess að Ólafur Guðmunds
getur leyst það verkefni ágætlega að
leika í miðri vörninni ef á þarf að
halda.
Á mbl.is/sport/handbolti er að
finna viðtal við Guðmund.
Gott jafnvægi reynslu
og ungdóms í landsliðinu
Nítján manna hópur fyrir EM karla í handknattleik liggur fyrir
Morgunblaðið/Golli
Reyndir Aron Pálmars, Guðjón Valur, Björgvin Páll og Kári Kristján eru í hópnum.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Duncan Ferguson, tíma-
bundinn knattspyrnustjóri Ever-
ton, vakti athygli og furðu
margra þegar hann tók Moise
Kean af velli í leiknum gegn Man-
chester United í ensku úrvals-
deildinni á sunnudag.
Ferguson hafði skipt Kean
inn á 18 mínútum áður. Skipt-
ingin sem slík er auðvitað furðu-
leg, en starf knattspyrnustjórans
snýst um að hafa hag liðsins að
leiðarljósi og að tefla fram liði
sem á hve mesta möguleika á að
ná í sigur. Það er því hægt að
réttlæta skiptinguna, hafi Fergu-
son talið hana vera það besta í
stöðunni fyrir sitt lið.
Hegðun skoska stjórans eft-
ir að hann tók Kean af velli var
hins vegar fáránleg. Hann lét
sem framherjinn væri ekki til.
Kean er aðeins 19 ára gamall og
hefur tíminn hans hjá Everton
verið erfiður til þessa. Ferguson
hefur væntanlega farið afar illa
með piltinn unga með tilburð-
unum. Hann varði sjálfan sig í
viðtali eftir leik og sagðist hafa
skipt honum út af til að eyða
tíma og tefja.
Jóhannes Karl Guðjónsson,
þjálfari ÍA, bað Bjarka Stein
Bjarkason afsökunar er hann
skipti stráknum unga af velli í
leik gegn Breiðabliki í sumar.
Kristján Jónsson, kollegi minn,
ritaði pistil um atvikið á þessum
stað í blaðinu síðasta ágúst og
furðaði sig á því að biðja þyrfti
leikmenn afsökunar á því að taka
þá af velli í fyrri hálfleik. Jóhann-
es taldi það besta í stöðunni fyrir
sitt lið að breyta til fyrir leikhlé.
Bjarki fékk auk þess að spila
meira en fjórir leikmenn sem
sátu allan tímann á vara-
mannabekknum. Það ætti ekki
að þurfa að biðja menn afsök-
unar á að skipta þeim út af, en á
sama tíma er óþarfi að gera lítið
úr þeim, líkt og Ferguson gerði.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.isÍtalski knattspyrnustjórinn Carlo
Ancelotti hefur samþykkt að taka við
enska úrvalsdeildarliðinu Everton.
Félagið sjálft hafði ekki staðfest tíð-
indin þegar blaðið fór í prentun, en
Sky segir samkomulag í höfn. Ancel-
otti, sem var sagt upp störfum hjá
Napoli í síðustu viku, hefur unnið
fjölmarga titla á stjóraferli sínum,
þar á meðal Meistaradeild Evrópu
með AC Milan 2003 og 2007 og með
Real Madríd árið 2014. Duncan
Ferguson verður áfram í þjálfara-
teymi Everton, en hann hefur stýrt
liðinu í síðustu tveimur leikjum.
Gylfi leikur undir
stjórn Ancelottis
AFP
Stjórinn Carlo Ancelotti verður
næsti knattspyrnustjóri Everton.
Frederik Schram, einn af markvörð-
um íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu, er á förum frá danska
félaginu SønderjyskE þegar samn-
ingur hans rennur út um áramótin.
SønderjyskE tilkynnti í gær að
þrír leikmenn myndu yfirgefa félag-
ið við samningslok í lok ársins og
Frederik er einn þeirra. Hann kom
til félagsins síðasta sumar frá Rosk-
ilde en hefur verið í láni hjá Lyngby,
sem einnig leikur í úrvalsdeildinni,
frá því í ágúst. Þar hefur Frederik
verið í hlutverki varamarkvarðar og
ekkert komið við sögu.
Landsliðsmaður
færir sig um set
Morgunblaðið/Eggert
Samningslaus Frederik Schram
verður samningslaus eftir tímabilið.
Knattspyrnu-
maðurinn Aron
Sigurðarson gekk
í gær til liðs við
belgíska B-
deildarfélagið
Royale Union
Saint-Gilloise.
Kemur hann til
félagsins frá
Start í Noregi,
þar sem hann er
nýbúinn að fara upp í efstu deild
með liðinu.
Royale Union Saint-Gilloise, eða
USG, er í fjórða sæti belgísku B-
deildarinnar með 30 stig eftir 18
leiki og er liðið í hörðum slag um
sæti í efstu deild. Félagið er staðsett
í Brussel og leikur heimaleiki sína á
Stade Joseph Marien, sem tekur
8.000 áhorfendur.
Liðið var sigursælt í upphafi síð-
ustu aldar og vann belgíska meist-
aratitilinn ellefu sinnum á árunum
1904 til 1935. Þá hefur félagið unnið
bikarmeistaratitilinn í tvígang, síð-
ast árið 1914.
Aron er uppalinn í Fjölni, en hefur
leikið sem atvinnumaður frá 2016,
fyrst með Tromsø og síðan Start.
Sóknarmaðurinn átti afar góða leik-
tíð með Start, þar sem hann skoraði
15 mörk í 32 leikjum og átti stóran
þátt í að liðið tryggði sér sæti í efstu
deild. Aron hefur leikið sex A-
landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Aron frá
Kristiansand
til Brussel
Aron
Sigurðarson
MARKVERÐIR:
Ágúst Elí Björgvinsson
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
HORNAMENN:
Bjarki Már Elísson
Guðjón Valur Sigurðsson
Arnór Þór Gunnarsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
LÍNUMENN:
Arnar Freyr Arnarsson
Kári Kristján Kristjánsson
Sveinn Jóhannsson
Ýmir Örn Gíslason
SKYTTUR:
Aron Pálmarsson
Ólafur Guðmundsson
Alexander Petersson
Viggó Kristjánsson
LEIKSTJÓRNENDUR:
Elvar Örn Jónsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
VARNARMAÐUR:
Daníel Þór Ingason
Nítján manna hópurinn
LANDSLIÐIÐ TEKUR Á SIG SKÝRARI MYND