Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 8
Gera meira af því sem gengur vel lyftara. Upplýsingagjöfin er öll hugsuð til að bæta skilning aðila á markaðnum á rekstri okk- ar og til að auka traust. Við munum halda áfram að bæta okkur á þessari vegferð.“ Eins og sagði hér að framan hafa miklar taf- ir orðið á afhendingu tveggja stórra gámaskipa sem eru í smíðum í Kína, Brúarfoss og Detti- foss. Eins og komið hefur fram í Morgun- blaðinu er smíði á fyrra skipinu, Brúarfossi, langt komin en við undirbúning prufusiglingar fyrr í haust kom upp bilun í ásrafal skipsins sem seinkar afhendingu þess um 6-8 mánuði, að sögn Vilhelms. Eins og Vilhelm rekur í samtalinu við blaða- mann er smíði skipanna liður í væntanlegu samstarfi við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line. Seinkun á afhendingu skipanna frá Kína mun að sögn Vilhelms hafa áhrif á hve- nær samstarfið getur hafist. „Þetta er mjög leiðinlegt mál, en þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við. Skipasmíða- stöðin er með tvö skip frá okkur í smíðum og eitt fyrir Royal Arctic Line. Nú reiknum við með að fá skipið með bilaða ásrafalinn á þriðja fjórðungi næsta árs. Þá er skip Royal Arctic Line allt í einu orðið fremst í röðinni, og kemur til þeirra snemma á fyrsta ársfjórðungi 2020. Seinna skipið okkar er þá orðið númer tvö og við reiknum með því fyrir lok fyrsta ársfjórð- ungs. Ef þessar tímasetningar halda þá von- umst við til að geta hafið samstarfið við Royal Arctic Line á öðrum ársfjórðungi, en til þess að það gangi upp þá þurfum við þrjú skip. Það þýðir að við þurfum tímabundið að leigja eitt skip sem við myndum þá skila 3-4 mánuðum seinna þegar við fáum seinna skipið okkar af- hent næsta haust.“ Hefur kostnað í för með sér Vilhelm segir að allt þetta hafi kostnað í för með sér. „Samningaviðræður okkar við skipa- smíðastöðina eru tvíþættar núna. Annarsvegar varðandi dagsetningar sem þeir geta staðið við, og hinsvegar um tafabætur. Þær bætur eru skrifaðar inn í samninga okkar og enginn ágreiningur er um það. En við viljum ná meiri árangri í ljósi þessa óhapps, því við munum bera kostnað af því að leigja aukaskip. Þær við- ræður standa yfir núna.“ Ég bið Vilhelm að fara stuttlega yfir ástæðu þess að efnt var til samstarfs við grænlenska skipafélagið. Hann segir að fyrir því séu nokkr- ar spennandi ástæður. Samstarfið sé drifið áfram af gagnkvæmum áhuga beggja aðila. „Ríkisskipafélagið grænlenska, fyrir hönd grænlensku þjóðarinnar, vill geta boðið upp á miklu fjölbreyttari tengingar fyrir þeirra út- flutningsvörur um allan heim en eru til staðar í dag, og gera það að hluta til í gegnum okkar flutninganet. Einnig er markmiðið að geta fjölgað valkostum þegar kemur að nauðsynja- vöru sem flutt er til landsins. Grænland er ekk- Vegna verkfalls á Morgunblaðinu fyrir helgi var ljósmyndari ekki með í för þegar blaða- maður stefndi skóm sínum niður í höfuðstöðvar Eimskips í Sundahöfn til fundar við Vilhelm Þorsteinsson, forstjóra félagsins. Vilhelm segir léttur í bragði þegar hann tekur á móti blaða- manni á skrifstofu sinni að hann hefði þá rétt eins getað sleppt því að mæta í sparifötunum, fyrst engin yrði myndin í þetta skiptið, en ákveðið var að reyna myndatöku strax eftir helgina. Upplýsingagjöf Eimskips hefur verið með mesta móti síðan Vilhelm mætti í brúna hjá fé- laginu. Það er með ráðum gert að hans sögn. Hafandi starfað í tuttugu ár hinum megin borðsins, á fjármálamarkaði, nánar tiltekið á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, hafi honum fund- ist að þarna mætti gera betur. Í anda þessarar stefnu hafa fjárfestar og al- menningur t.d. fengið endurteknar tilkynningar um stöðu mála í Kína þar sem nú eru tvö stór flutningaskip í smíðum fyrir Eimskip. Smíði þeirra hefur tafist úr hófi, og oftar en einu sinni hefur afhendingu verið frestað. Þá er fyrirtækið farið að birta upplýsingar um við- haldskostnað, auk ýmissa viðbótarfjárhags- upplýsinga eins t.d. hvert markmið félagsins er hvað eiginfjárhlutfall varðar. Það markmið var birt samhliða birtingu níu mánaða uppgjörs fé- lagsins nú á dögunum. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessari stefnu okkar. Um daginn, þegar níu mánaða uppgjörið var kynnt, þá birtum við í fyrsta skipti upplýsingar um fjármagnsskipanina. Við sögðum frá því opinberlega að við stefndum að því að lækka eiginfjárhlutfallið úr 45% í 40%, og hafa skuldsetninguna 2-3 x EBITDA. Þessi stefna hefur ekki verið til staðar hjá félaginu til þessa, og því ekki opinber. Hvað viðhalds- fjárfestingar varðar þá hefur það ekki verið gert áður hér að birta viðhaldsfjárfestingar- áætlunina. Við upplýstum einmitt um það um daginn að sú áætlun hefði verið lækkuð í kjöl- far sölu þriggja skipa í Noregi,“ segir Vilhelm og á þar við nýlegar fréttir af því að Eimskip seldi þrjú frystiflutningsskip félagsins í Noregi fyrir 12 milljónir dollara, skipin Langfoss, Stig- foss og Vidfoss. Eftir söluna í Noregi verða frystiskip Eim- skips fjögur þar í landi, þar af þrjú í eigu Eim- skips, en félagið leigir eitt skipanna sem það seldi til baka í tvö ár. Ítarlegar upplýsingar um flutningstölur „Annað sem er nýtt hjá okkur er að við sendum frá okkur ítarlegri upplýsingar um flutningstölur. Félagið hefur aldrei áður gefið út hve mikið magn það flytur, heldur einungis hver aukningin eða samdrátturinn er í prósent- um talið. Nú segjum við frá hvorutveggja. Það skýrir betur en ella fyrir almenningi af hverju félagið þarf öll þessi vöruhús, skip, bíla og ert ósvipað Íslandi að því leyti að þeir flytja út fisk, en þurfa að flytja nánast allt annað inn. Í dag koma allar þeirra innflutningsvörur í gegn- um eina höfn, í Álaborg í Danmörku. Þá skiptir engu hvort vörurnar eru að koma frá Banda- ríkjunum, Asíu eða Evrópu og útflutningsvör- urnar fara einnig sömu leið. En með því að tengjast okkar kerfi þá eiga þeir möguleika á að taka vörur frá Bandaríkjunum og Kanada með okkar skipum sem sigla til Íslands og svo áfram til Grænlands, sem hluti af þessu sam- starfi.“ Vilhelm segir að Grænlendingar vonist til að auka innflutning sinn á ferskmeti frá Íslandi, vörum eins og grænmeti og mjólkurvörum. Hann segir að því sé augljóslega um við- skiptatækifæri að ræða fyrir Íslendinga. „Þeir búa ekki við neina lúxusflutninga á ferskmeti til landsins. Það er takmarkað pláss í flugvélunum sem fljúga þangað og siglingatím- inn frá Danmörku er allt of langur. Ferskmeti er einfaldlega ekki ferskt þegar það kemur 10 dögum seinna. Siglingin frá Íslandi tekur hins- vegar bara tvo til þrjá daga, sem er allt annar veruleiki fyrir Grænlendinga.“ Réttlætir fjárfestinguna Vilhelm segir að samstarfið feli í sér það tækifæri fyrir Eimskip að reka stærri skip, með lægri einingakostnaði, sem sé áhugavert fyrir félagið. „Það réttlætir enn frekar fjárfest- inguna í þessum stóru skipum, sem eru allt í senn áreiðanlegri valkostur í norðurhöfum, umhverfisvænni og stærri, með plássi fyrir fleiri gáma. Nú þurfa Kínverjarnir bara að skila sínu sem fyrst, svo samstarfið geti hafist.“ Spurður nánar út í flutningana, segir Vilhelm að Royal Arctic Line sé með einokun á flutn- ingum til Grænlands. „Við verðum því með tvö skip að sigla í þeirra umboði, milli Reykjavíkur og Nuuk. Samstarfið gengur í smáatriðum út á að þeir munu eiga einn þriðja af plássinu í okkar skipum, og við tvo þriðju. Það sama á við um þeirra skip.“ Það að reka skipafélag í litlu landi eins og Ís- landi, og bjóða upp á góða tíðni ferða milli heimsálfa, er ekki sjálfsagt. Vilhelm bendir á að rétt eins og í fluginu, þar sem flugfélögin njóta góðs af farþegum sem millilenda hér á leið sinni yfir hafið, svokallaðri „via“-umferð, þá njóti Eimskip góðs af því sama. „Við erum að ná betri nýtingu á siglingakerfi okkar með tengiflutningum yfir Atlantshafið. Það eru þá vörur sem hafa í raun ekkert með Ísland að gera. Þær eiga hér aðeins stutta viðkomu, eins og ferðamennirnir í via-ferðunum,“ útskýrir Vilhelm. „Við nýtum okkur þann möguleika að selja frakt í þessi skip á þessum siglingaleiðum. Þau koma með vörurnar hingað í Sundahöfn, þar sem þær eru færðar yfir í annað skip á leið til Kanada og Bandaríkjanna eða öfugt. Þetta gerir að verkum að við náum betri nýtingu á skipin sem eru á siglingaleiðinni Evrópa – Skandinavía – Ísland, en gerir okkur á sama tíma kleift að vera með vikulega þjónustu frá Íslandi og vestur um haf. Magnið eitt og sér í inn- og útflutningi til og frá Íslandi til Banda- ríkjanna myndi aldrei réttlæta það að vera með vikulega þjónustu. En þetta viðbótarmagn rétt- lætir þessa miklu tíðni ferða. Það er til mikilla hagsbóta fyrir íslenskan almenning og verslun og þjónustu í landinu. Ég er ekki viss um að margir átti sig á þessu.“ Eitt íslenskt félag Samkeppni á flutningamarkaði hefur lengi verið mest á milli tveggja stórra skipafélaga á Íslandi, Eimskips og Samskipa. Vilhelm bendir þá á þá staðreynd að í raun sé Eimskip eina ís- lenska skipafélagið á markaðnum, þar sem móðurfélag Samskipa sé hollenskt. „Samskip eru helsti samkeppnisaðili okkar. Þeir eru með fimm skip í áætlunarsiglingum til og frá Ís- landi, en við erum með tíu skip. Þeir bættu við Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vilhelm Þorsteinsson tók við keflinu sem nýr forstjóri flutningafélagsins Eimskips í byrjun þessa árs. Ráðningin varð nokkrum mánuðum eftir að Samherji Holding, dótturfélag útgerðarfélagsins Samherja, eignaðist 25,3% hlut bandaríska fjárfestingarfélagsins The Yucaipa Company í fé- laginu fyrir 11,1 milljarð króna. Með því að einfalda reksturinn og hagræða hyggst Vilhelm ná meiri arðsemi út úr félaginu. Persónulega finnst mér að við verðum að passa okkur á að tala okkur ekki niður í kreppu. Pendúllinn í umræðunni á það til að sveiflast ansi hressilega. Efnahagsstærðir, og staða fyrirtækja og heimila, gefa ekki tilefni til þess að hafa áhyggjur. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.