Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 9
sig skipi í fyrra, og samkeppnin minnkaði ekki
við það. Þá eru nokkrir aðrir á markaðnum.
Mykines siglir vikulega á milli Þorlákshafnar
og Rotterdam. Norræna siglir til og frá Seyðis-
firði, og svo eru minni aðilar eins og Thorship,
sem þjónustar álverið í Straumsvík. Þá sér
Cargow um þjónustu við álverið á Reyðarfirði.
Cargow er hollenskt félag, en að hluta í eigu
Íslendinga.“
Salan á skipunum þremur í Noregi, sem rætt
var um hér á undan, er að sögn Vilhelms hluti
af vegferðinni sem Eimskip hefur verið á síð-
ustu misseri. Hún snýst um að einfalda rekst-
urinn og þétta raðirnar, eins og Vilhelm orðar
það. „Stefna okkar er núna að gera meira af
því sem gengur vel heldur en hinu sem gengur
verr. Við höfum verið með sex skip í Noregi,
fjögur í svokallaðri línuþjónustu, sem líkja má
við áætlunarferðir strætisvagna, og svo tvö í
svokallaðri Spot-þjónustu, sem líkja má við
leigubílaþjónustu. Afkoman af þeirri síðar-
nefndu hefur verið algjörlega óviðunandi og
þess vegna ætlum við að draga úr henni.
Við erum mjög ánægð með þessa sölu. Skip-
in voru orðin gömul og það blasti við að við
þyrftum að fara með þau í klössun upp á um
fjórar miljónir evra á næsta ári. Það bíður í
staðinn nýrra eigenda.“
1.750 starfsmenn um allan heim
Eimskip er stórt félag með starfsemi um all-
an heim. Sérðu áframhaldandi tækifæri til hag-
ræðingar og straumlínulögunar í rekstrinum?
„Við erum í dag með 1.750 starfsmenn í 18
löndum, en í byrjun árs voru löndin 20. Við höf-
um fækkað um 60 manns í samstæðunni á
þessu ári. Þá hefur skrifstofum okkar fækkað
um níu, úr 65 í 56. Síðustu 4-5 ár hefur fyrir-
tækið einblínt á ytri vöxt, og þá sérstaklega
verið í uppkaupum á fyrirtækjum í flutnings-
miðlun, í Rotterdam, Árósum og á fleiri stöð-
um. Við höfum í ár hinsvegar verið að sameina
skrifstofur, spara og ná meiri slagkrafti. Sem
dæmi þá er tollskjalagerð hér á landi nú á ein-
um stað en var á tveimur stöðum í byrjun árs-
ins. Þá erum við nú bara með eina öfluga
akstursstýringardeild hér í Sundahöfn, en þær
voru þrjár í byrjun ársins. Hvert og eitt svona
verkefni vegur kannski ekki mikið eitt og sér,
en þegar þú leggur þau saman þá fer þetta að
skipta máli. Annað sem við erum byrjuð að
gera er að nota róbótatækni í tölvum, sem taka
þá við verkefnum starfsmanna. Þetta er tölvu-
búnaður sem les viðskipta- og flutningsfyrir-
mæli sem koma frá viðskiptavinum í gegnum
ákveðnar gáttir. Það er margs konar sjálf-
virknivæðing úti við sjóndeildarhringinn,“ segir
Vilhelm og nefnir sem dæmi sjálfsiglandi/
mannlaus skip og sjálfvirka lyftara sem ættu að
líta dagsins ljós á næstu árum og áratugum.
Vilhelm segir að mikill samhljómur sé í
stjórn félagsins um núverandi stefnu í rekstr-
inum. „Yucaipa, sem var stærsti eigandi félags-
ins áður en Samherji kom til sögunnar, var
með vaxtarfókus, en afkoman fylgdi engan veg-
inn með. Það er ekki lífvænlegt módel.“
Samherjamálið ekki haft áhrif
Samherjamálið, sem snýst um meintar mútur
Samherja í Namibíu, hefur verið mikið í um-
ræðunni. Hefur það haft áhrif á rekstur Eim-
skips, hafandi það í huga að Samherji heldur í
dag á 27% hlut í félaginu?
„Við höfum ekki fundið nein bein áhrif á
reksturinn, sem betur fer. Ég hef spurst fyrir
hjá starfsfólki okkar erlendis og það er lítið
hringt og spurt. Á Íslandi erum við með um
900 starfsmenn, og þeir hafa fylgst með fram-
vindu málsins eins og aðrir. Hér heima gera
menn sér hins vegar grein fyrir að við erum
sjálfstætt félag, skráð á hlutabréfamarkað. Það
er enginn einn hluthafi sem stýrir félaginu.
Vissulega eru tveir fulltrúar í stjórn kosnir af
Samherja, en stjórnarmenn eru fulltrúar allra
hluthafa og til dæmis eiga íslenskir lífeyris-
sjóðir meira en 50% í félaginu.“
Spurður um nýlega gagnrýni Ragnars Þórs
Ingólfssonar, formanns VR, á stjórn Eimskips
af sama tilefni, segir Vilhelm að sú gagnrýni sé
að einhverju leyti ómálefnaleg. „Eins og fyrr
sagði er samhljómur í stjórn um áherslur fé-
lagsins, að einfalda og auka sjóðstreymi og
gera betur fyrir alla hluthafa. Mér finnst hann
ekki vera að gera sínum sjóðfélögum greiða
með því að tala niður félagið. Auk þess eru líf-
eyrissjóðirnir ekki ein heild, þó þeir eigi sam-
eiginlega meira en helming félagsins. Þeir eru
jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir lífeyr-
issjóðir eru til dæmis mjög sáttir við að vera
með einn leiðandi hluthafa í félagi sem þeir
fjárfesta í. Ég hef a.m.k. átt mjög gott sam-
starf við stjórnina frá því ég byrjaði og hef
ekki yfir neinu að kvarta.“
Ekki verður hjá því komist að minnast á
gengið á bréfum félagsins í Kauphöll sem hefur
sjaldan verið lægra, eða 175 krónur á hvern
hlut. „Almennt hefur íslenski markaðurinn ekki
verið neitt sérstaklega áhugaverður og Eimskip
hefur ekki farið varhluta af því. En hluti af
skýringunni er þessi ytri vöxtur sem farið var í,
og ég ræddi hér á undan. Það var kynnt upp-
haflega sem ákveðin áhættudreifing, sem eru
ágæt rök, en allar væntingar um að arðsemin
myndi fylgja, þær stóðust ekki ítrekað. Verk-
efni okkar sem stýrum félaginu núna er að
snúa þessu við. Vonandi náum við að vinna
traust markaðarins, og það endurspeglist þá í
hlutabréfaverðinu. Í grunninn þurfum við að
skila betri afkomu, styrkja miðlægar einingar,
fara betur með fjármuni félagsins og auka
veltufé frá rekstri. Við höfum fengið fín við-
brögð frá fjárfestum og greiningaraðilum við
þessu.“
Eitt af því sem sagt var frá í tengslum við
níu mánaða uppgjörið var að lækka ætti eig-
infjárhlutfallið niður í 40% úr 45%. „Við teljum
að þegar því verður náð þá muni það endur-
spegla mjög sterkt félag. Til að ná þessu verð-
um við að auka aðeins útgreiðslu arðs eða því-
umlíkt til okkar hluthafa, en við ætlum ekki að
vera með neinar öfgar í því. Við gefum okkur
tvö ár í þetta verkefni.“
Fall WOW air hafði áhrif
Fyrr á þessu ári varð íslenskt hagkerfi fyrir
því áfalli að annað af stóru flugfélögunum,
WOW air, varð gjaldþrota. Hafði það áhrif á
Eimskip?
„Já, það gerði það að verkum t.d. að við
fengum aukna flutninga. Við stukkum til á
þessum tímapunkti og bjuggum til lausnir í
flugi, til dæmis í samstarfi við Bluebird.“
Eitt af því sem veldur breytingum í flutning-
um á sjávarafurðum frá landinu er að sögn Vil-
helms bætt kælitækni, sem gerir sjóflutninga
samkeppnishæfari. „Ég tel að það sé frekar
stutt í að við förum að sigla með ferskan fisk
vestur um haf, sem ekki er hægt í dag. Við er-
um með mjög flottar siglingaleiðir á fimmtu-
dagskvöldum frá Reykjavík fyrir ferskan fisk
beint til Rotterdam í Hollandi. Við komum
þangað á sunnudagskvöldum og svo er vörum
dreift þaðan til Frakklands og Þýskalands að-
faranótt mánudags. Fiskurinn fer síðan frá
dreifingarmiðstöðvum í Frakklandi og Þýska-
landi á mánudagsmorgni, þannig að fiskur sem
veiddur er á þriðjudegi, miðvikudegi og á
fimmtudagsmorgni vikuna áður, er kominn í
búðir á meginlandi Evrópu á þriðjudegi í vik-
unni á eftir.“
Vilhelm býst við að geta farið að flytja fersk-
an fisk til Bandaríkjanna innan þriggja ára.
Það muni þýða möguleika á að flytja meira
magn á hærra verði fyrir afurðirnar, sem
hækki útflutningstekjur frá Íslandi með miklu
lægri flutningskostnaði en með flugi sem og á
umhverfisvænni hátt. „Líklega myndum við
byrja á að flytja lax, því hann þolir fleiri daga í
geymslu.“
Betri kælitækni hefur einnig áhrif á innflutn-
ing á ferskvöru til Íslands. Vilhelm segir að
mjög vinsælt sé að flytja ferska ávexti og
grænmeti frá Árósum eftir hádegi á föstudegi,
sem er svo komið í verslanir hingað á þriðju-
degi og frá Rotterdam á fimmtudögum sem er
komið í verslanir upp úr hádegi á mánudögum.
„Þetta var ekki svona fyrir nokkrum árum.
Þetta er krafa okkar sem neytenda, að fá meiri
gæði og ferskleika.“
200 bílar í flotanum
En Eimskip er ekki bara skipafélag. Það
flytur líka vörur á bílum, og er með 150 bíla í
rekstri á Íslandi og 50 í Færeyjum. Bílarnir
safna saman vörum um allt land, þar á meðal
ferskum fiski, sem er svo skipað um borð í
flutningaskip á leið á erlenda markaði. „Þetta
hefur vaxið frekar en hitt, einkum vegna þess
að útgerðir hafa verið að auka landvinnslu á
kostnað sjófrystingar.“
Að lokum ræðum við um þá kólnun sem er í
gangi í hagkerfinu þetta haustið. Segir Vilhelm
að innflutningur hafi minnkað um 10-11% milli
ára, en þar vegi hinsvegar tengiflutningarnir
yfir Atlantshafið á móti samdrættinum. „Bless-
unarlega gengur vel á öðrum sviðum. Útflutn-
ingur frá Íslandi er t.d. álíka mikill og í fyrra
og útflutningur frá Færeyjum er betri en í
fyrra. Þá hafa landflutningarnir átt mjög fínt
ár, bæði tekju- og kostnaðarlega séð. Persónu-
lega finnst mér að við verðum að passa okkur á
að tala okkur ekki niður í kreppu. Pendúllinn í
umræðunni á það til að sveiflast ansi hressi-
lega. Efnahagsstærðir, og staða fyrirtækja og
heimila, gefa ekki tilefni til þess að hafa
áhyggjur,“ segir Vilhelm og upplýsir að lokum
að fyrirtækið geri ráð fyrir lítilsháttar aukn-
ingu í innflutningi er líður á næsta ár.
Það er því engan bilbug að finna á nýja for-
stjóranum, og ljóst að siglingin fram undan
ætti að geta orðið bæði spennandi og áhuga-
verð.
”
Sumir lífeyrissjóðir eru til
dæmis mjög sáttir við að
vera með einn leiðandi
hluthafa í félagi sem þeir
fjárfesta í.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 9VIÐTAL