Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 16

Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Einn nýr áfangastaður í Evrópu Hætta móttöku á 500 evru seðlum Miðinn til Kína á 68 þúsund Liv nýr stjórnarformaður Keahótela Framkvæmdastjórar hætta hjá Isavia Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Þeir Kjartan Hallgeirsson og Guð- laugur Ingi Guðlaugsson hafa fest kaup á öllu hlutafé í fasteignasölunni Eignamiðlun af þeim Sverri Krist- inssyni og Guðmundi Sigurjónssyni. Um kynslóðaskipti er að ræða að sögn Kjartans, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þeir Sverrir og Guðmundur, sem áður fóru með helmingshlut í fyrir- tækinu, koma til með að starfa áfram hjá Eignamiðlun, sem er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi og var stofnuð árið 1957. „Ég hef starfað hjá Eignamiðlun í 20 ár og verið eigandi í 12 ár og er þar af leiðandi ekki að koma nýr inn í hópinn. Guðlaugur hefur verið meðeigandi í fjögur ár og starfað hér lengur þannig að það er svo sem eðlilegt skref að menn kaupi fyrir- tækið og horfi til framtíðar. En við munum áfram njóta reynslu þeirra Sverris og Guðmundar, “ segir Kjartan. Falin verðmæti í vörumerkinu Hann segir ekki neina stefnu- breytingu á döfinni. „Tækifærin eru þau sömu og þau hafa verið. Eignamiðlun er sterkt vörumerki og hefur gengið vel í gegnum árin. Fram undan eru ágæt- is horfur á farsælum viðskiptum. Við höldum áfram að reka fyrirtæki sem hefur gengið vel og munum áfram veita viðskiptavinum okkar fram- úrskarandi þjónustu. Þetta er lang- elsta starfandi fasteignasalan hér á landi og í því eru falin verðmæti,“ segir Kjartan og heldur áfram. „Það eru spennandi tímar fram undan og mikil vinna eins og alltaf hefur verið. Fasteignasala er mikil vinna og oft flókin. Hún er sveiflu- kennd og því er nauðsynlegt að fast- eignasölur byggi á reynslu og trausti,“ segir Kjartan. Morgunblaðið/Eggert Þeir Kjartan og Guðlaugur hafa báðir starfað um árabil hjá Eignamiðlun. Kynslóðaskipti hjá Eignamiðlun Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Kjartan Hallgeirsson og Guðlaugur Ingi Guð- laugsson hafa fest kaup á öllu hlutafé í fasteignasöl- unni Eignamiðlun. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í rúma tvo áratugi hafa Íslend-ingar getað keypt áfengi á er- lendum vefsíðum sem bjóða slíka vöru, fengið hana senda heim til sín, að dyrastafnum, og dreypt á að vild. Aðeins þeir sem viljað hafa versla á heimamarkaði hafa þurft að beina viðskiptum sínum til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Sú stofnun flytur ekkert af vörunni inn heldur býður þeim sem hafa innflutningsleyfi á vör- unni að selja í gegnum einokunar- verslanir sínar, sem fjölgað hefur stórum á undanförnum árum. Að- gengi hefur aukist og aukist en allt á forræði ríkisins. Nú hefur dómsmálaráðherraákveðið að jafna stöðu inn- lendra aðila og erlendra. Gangi frumvarp ráðherrans fram munu innlendar vefverslanir hljóta sama rétt til að eiga viðskipti með áfengi og þær erlendu. Slík ráð- stöfun er ekki aðeins tímabær heldur algjört grundvallarmál. Það er ótækt að íslensk lög leggi þyngri byrðar á íslenskar verslanir en erlendar. Frumvarpið er einnig for-vitnilegt að því leyti að það felur ekki í sér ákvörðun um að loka Vínbúðum ríkisins eða heimila samkeppni á því sviði. Þótt vissu- lega muni koma að því að þessum verslunum ríkisins verði lokað þá felur fyrirliggjandi skref það í raun í sér að verið er að færa vín úr búðum. Þaðan fer það inn á netið þar sem það verður aðeins fyrir augum þeirra sem það kjósa. Vínið úr búðunum Áður en stokkið er yfir læk ermikilvægt að meta hversu fetin eru mörg milli bakka. Eftir því sem lengdin verður meiri þar á milli skipt- ir meira máli en ella að síðasta skrefið áður en stokkið er sé sem næst bakka. Þar má þó ekki tefla á tæpasta vað, sérstaklega ef vatnsflaumurinn hefur grafið sér leið undir bakkann. Þar getur gildra legið fyrir stökkv- aranum. Þetta er nefnt því furðu oft takamenn upp á því að stökkva yfir læki sem þeir eru alls ekki komnir að. Vissulega valda slík frumhlaup sjaldnast miklu tjóni, en þau eru jafn klaufaleg fyrir því. Þau vekja einnig spurningar um hæfni þess sem í hlut á til þess að meta hvar og hvenær sé rétt að taka undir sig stökk. Sá sem stekkur þar sem enginn er lækurinn kann að vera líklegur til að ana beint út í hann þegar að er komið. Innherji hefur um nokkurt skeiðfylgst með undirbúningi að stofn- un flugfélagsins Play og raunar færð- ist hann allur í aukana í kjölfar þess að nýtt nafn félagsins var kynnt til sögunnar 5. nóvember. Play, þótt út- lenskt sé, er mun þjálla nafn en We Are Back, sem helst minnti á sjálfan Tortímandann og ódauðlegar yfirlýs- ingar hans. Í lok liðinnar viku til- kynntu forsvarsmenn félagsins að töf yrði á því að miðasala kæmist í loftið. Þær fréttir komu í kjölfar annarra um að afar hægt gengi að safna nýju hlutafé að félaginu. Margt bendir til þess nú, eins og stundum áður, að áhættusækni manna sé ekki næg til þess að vilja leggja nýju flugfélagi til mikið fjármagn. Rekstur flugfélaga felur í sér miklaáhættu á öllum tímum en hún er margföld þegar verið er að byggja upp nýtt vörumerki með öllu tilheyr- andi. Enn eru bundnar vonir við að Play fari í loftið. Kynningarfundurinn í byrjun nóvember og ýmsar yfirlýs- ingar forsvarsmanna félagsins í kjöl- farið bera þó með sér að menn hafi tekið að hoppa yfir lækinn áður en að var komið. Það kann að hafa komið niður á viðhorfi mögulegra fjárfesta til verkefnisins. Best að stökkva þegar að læknum er komið Hið íslenska Cori- pharma hefur samið við STADA um að pakka 700 milljón töflum af lyfj- um árlega. Coripharma sem- ur við STADA 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.