Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 1
FORLAGIÐ SNÝRVÖRN Í SÓKN
Blátannarsendir sem bjargar flugferðinni. 4
Golfklúbburinn í Holtagörðum blandar
saman veitingum og golfhermum.
Slíkt sambland fer vaxandi. 6
VIÐSKIPTA
Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlags-
ins, segir að bjartara sé nú yfir bókaútgáfu á ný
vegna endurgreiðslna frá hinu opinbera. 4
HLUTI AFNÝRRITÍSKUBYLGJU
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019
Frumkvöðlar vilja tugi milljóna
Áætlanir Þorpsins vistfélags ehf., sem út-
hlutað var lóðum undir 130 íbúðir fyrir ungt
fólk, gera ráð fyrir að hlutdeild eigenda félags-
ins í væntum hagnaði af verkefninu muni nema
tugum milljóna. Í fjárfestakynningu sem Við-
skiptaMogginn hefur undir höndum gera áætl-
anir ráð fyrir að „frumkvöðlar“ verkefnisins,
þ.e. hluthafar Þorpsins vistfélags ehf., muni fá
að minnsta kosti 60 milljónir króna af því sem
skilgreint er sem umframhagnaður af verkefn-
inu. Það er hagnaður sem koma mun til þegar
félagið hefur greitt vexti af víkjandi láni sem
verður burðarás í fjármögnun verkefnisins.
Hlutdeild fjárfesta í umframhagnaði verður
samkvæmt sömu áætlunum 70% en frum-
kvöðlanna 30%. Hins vegar gera áætlanirnar
ráð fyrir að ef árleg ávöxtun verkefnisins verði
umfram 40% þá muni skiptingin milli fjárfesta
og frumkvöðla nema 50%.
Heimildir ViðskiptaMoggans herma að
áætlanir Þorpsins hafi að undanförnu tekið
miklum breytingum, m.a. með tilliti til þess að
búta verkefnið niður í þrjá verkhluta í stað
þess að ljúka uppbyggingunni í einum fasa.
Aðstandendur verkefnisins vildu ekki stað-
festa við ViðskiptaMoggann þegar eftir því var
leitað hvort hlutdeild frumkvöðlanna hefði
aukist eða minnkað við hinar breyttu for-
sendur. Þorpið vistfélag ehf. er í jafnskiptri
eigu Áslaugar Guðrúnardóttur og einkahluta-
félagsins 2S, fjárfesting og ráðgjöf en það fé-
lag er í 100% eigu Sigurðar Smára Gylfasonar.
Áslaug er eiginkona Runólfs Ágústssonar sem
er titlaður verkefnastjóri uppbyggingarinnar.
Hann og Sigurður Smári hafa áður komið að
fjárfestingarverkefnum í sameiningu.
Fleiri aðilar hafa aðkomu að verkefninu. Þar
má nefna Harald Flosa Tryggvason lögmann.
Hann er sagður lögmaður verkefnisins í fjár-
festakynningunni. Haraldur Flosi er stjórnar-
formaður Félagsbústaða hf. sem samkvæmt
samkomulagi við Reykjavíkurborg eiga kaup-
rétt að 5% þeirra íbúða sem reistar verða und-
ir merkjum Þorpsins vistfélags.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn Þorpsins vistfélags
sem fengið hafa lóðir úthlutaðar
hjá Reykjavíkurborg gera ráð fyrir
að hagnast um tugi milljóna fyrir
framtakið.
Teikning/Þorpið vistfélag ehf.
Fyrsti hluti verkefnisins felst í byggingu 45 íbúða. Í heildina verða íbúðirnar 130 talsins.
EUR/ISK
4.6.‘19 3.12.‘19
145
140
135
130
125
139,4
134,6
Úrvalsvísitalan
2.200
2.100
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
4.6.‘19 3.12.‘19
2.130,11
2.090,98
Eitt af því sem veldur breytingum í
flutningum á sjávarafurðum er bætt
kælitækni, sem gerir sjóflutninga
samkeppnishæfari á markaðnum.
Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eim-
skips, segist í samtali við Viðskipta-
Moggann búast við að geta flutt
ferskan fisk til Bandaríkjanna innan
þriggja ára. Það muni þýða mögu-
leika á að flytja meira magn á
hærra verði fyrir afurðirnar. Það
hækki útflutningstekjur frá Íslandi
með miklu lægri flutningskostnaði
en með flugi, og á umhverfisvænni
hátt. Segir Vilhelm að fyrst yrði lík-
lega um flutning á laxi að ræða þar
sem hann þoli fleiri daga í geymslu.
„Við erum með mjög flottar
siglingaleiðir á fimmtudagskvöldum
frá Reykjavík fyrir ferskan fisk
beint til Rotterdam í Hollandi. Við
komum þangað á sunnudags-
kvöldum og svo er vörum dreift
þaðan til Frakklands og Þýskalands
aðfaranótt mánudags. Fiskurinn fer
síðan frá dreifingarmiðstöðvum í
Frakklandi og Þýskalandi á mánu-
dagsmorgni, þannig að fiskur sem
veiddur er á þriðjudegi, miðvikudegi
og á fimmtudagsmorgni vikuna áður
er kominn í búðir á meginlandi Evr-
ópu á þriðjudegi í vikunni á eftir.“
Bætt kælitækni hefur einnig áhrif
á innflutning á ferskvöru til Íslands.
Vilhelm segir að mjög vinsælt sé að
flytja ferska ávexti og grænmeti frá
Árósum eftir hádegi á föstudegi,
sem er svo komið í verslanir hingað
á þriðjudegi, og frá Rotterdam á
fimmtudögum sem er komið í versl-
anir upp úr hádegi á
mánudögum.
Flytja ferskan fisk til Bandaríkjanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vilhelm segir að neytendur geri
kröfur um ferskleika og gæði.
Forstjóri Eimskips segir að
bætt kælitækni feli í sér ný
tækifæri fyrir fyrirtækið í
flutningi á fiski.
8
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta