Morgunblaðið - 13.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.12.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros- @mbl.is Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Matthias Horn/Burgtheater Í vikunni var það í fréttum á Smartlandi að íþróttakon- an Jane Slater hefði komist í hann krappan þegar hún áttaði sig á því í gegnum snjallúr að þáverandi kær- asti hennar væri að halda framhjá henni. Þessi þáver- andi kærasti hafði gefði henni FitBit-snjallúr í jóla- gjöf og tengdu þau úrin saman svo þau gætu fylgst með framförum hvort annars á íþróttasviðinu í gegn- um tæknina. En svo kom að því að kærastinn var vant við látinn og ekki heima en hún vaknaði við það um nóttina að úrið hans sýndi mikil líkamleg átök. Í kjölfarið komst hún að því að hann var ekki á hlaupabrettinu um miðja nótt heldur í samförum með annarri manneskju. Það er náttúrlega alveg botninn að láta halda framhjá sér og þess vegna skilaði Slater þessum vesalings kær- asta við fyrsta tækifæri. Það sem er áhugavert við þessa frásögn, sem Slater deildi á Twitter, er að þetta er að gerast úti um allan heim og líka í öllum hverfum Reykjavíkur og um land allt. Það er til dæmis mjög vinsælt hjá fólki að tengja sam- an síma og tölvur í gegnum icloud. Þannig geta allar myndir farið á sama stað og þótt eitt tæki hrynji er til bakköpp svo dæmi sé tekið. Þetta icloud getur þó verið stórhættulegt ef fólk er ekki með heiðarleikann að leið- arljósi. Og þeir sem verða undir icloud-valtaranum hafa oft haft það betra. Það var til dæmis ekkert sérlega gaman hjá hjá eig- inmanninum sem fór í frí með börnunum sínum. Eig- inkona mannsins var ekki með í för því hún þurfti að „vinna“ og gat því ekki farið í þessa hamingjuríku fjöl- skylduferð. Maðurinn og börnin voru svona líka peppuð og glöð eða þangað til þau settust öll saman uppi í sófa og spjaldtölvan var opnuð. Það fyrsta sem þau sáu var mynd af mömmu með öðrum manni. Mamma hafði sem sagt ákveðið að hlaða í nokkrar sjálfur með viðhaldi sínu með- an eiginmaður og börn fóru úr landi. Hjónin skildu stuttu síðar. Svo var það konan sem átti fína manninn sem þurfti að vera ógurlega mikið í útlöndum „vegna vinnunnar“. Allt gekk þetta vonum framar þangað til spjaldtölva manns- ins fór að pípa hægri vinstri og sambýliskonan gat ekki horft á sjónvarpið fyrir látum. Þegar hún tók spjaldtölv- una upp áttaði hún sig á því að fíni maðurinn hennar var að skrifast á við vændiskonu í hinni virtu vinnuferð. Hann varð einhleypur fljótlega eftir að hann kom heim. Eitt er að halda framhjá og láta koma upp um sig með hjálp tækninnar en annað er að vera markalaus á netinu. Um daginn heyrði ég af fyrirtæki sem ákvað að búa til gerviprófíl á einum samfélagsmiðlinum til að geta haldið betur um ákveðin mál og fengið skýrari sýn á hvað væri að gerast þarna úti í hinum stafræna heimi. Fyrirtækið þóttist vera ung og frekar sæt kona með stór brjóst. Og hvað gerðist næst? Jú, helstu pervertar þessa lands vildu vera vinir hennar. Þessir pervertar eru náttúrlega ekki sérmerktir eða hafa fengið dóma heldur eru þetta oft bara venjulegir fjölskyldumenn og jafnvel borgaralegir menn sem við hin höldum að séu með allt á hreinu. Lifi jafnvel aðeins betra lífi en við hin. Þegar sæta stelpan með stóru brjóstin „átti afmæli“ fékk hún endalausar afmæliskveðjur frá klappliði sínu sem hún hafði reyndar aldrei hitt því hún var bara búin til að venjulegum rykföllnum skrifstofumaurum. Gleðileg jól! Þegar óheiðar- leikinn fann sér farveg Marta María Jónasdóttir Hvað gerirðu til að dekra við þig? „Svona hversdags þá fer ég í ullarsokka, nátt- buxur, hlýja peysu, kveiki á kertum og leggst upp í sófa undir sæng með góða bók eða hljóðbók í eyr- unum. Einu sinni las ég ógrynni af ævisögum en nú heillar mig mest að lesa um eitthvað fræðilegt eða uppbyggilegt. Með þessar bækur get ég hangið enda- laust í baði, sem er pínu vandræðalegt, en vinir mínir þekkja það að hringja í mig og ég svara í baði. Bað- bombur, baðsölt og allt baðtengt er því í miklu uppá- haldi hjá mér.“ Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt? „Gríska snyrtivörumerkið Korres sem erfitt er að finna en þegar ég finn það kaupi ég eins og enginn sé morgundagurinn. Það ilmar bara svo vel. Síðan er ég hrifin af Filippa K í fötum.“ Hvaða hönnuð heldurðu mest upp á? „Alexander McQueen var alltaf í miklu eftirlæti hjá mér.“ Hvað þýðir tíska fyrir þig? „Tískustraumar eru held ég ekki lengur til eins og við þekktum það áður þegar allir voru klæddir eins á ákveðnum tímabilum. Besta tískan er að klæða sig eftir eigin höfði og líðan, tjáning hvers og eins á hverri stundu.“ Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn? „Buxur, bolur, skór og alls ekki gleyma sokk- unum.“ Hvaða hlutur er ómissandi? „Kaffibollarnir mínir. Ég kaupi alltaf bolla fyrir hvern stað sem ég sæki eða hluti sem minna mig á tíma sem skiptir mig máli, þá get ég rifjað upp góðar minningar. Svo er skemmtilegt að velja kaffibolla fyrir fólk sem kemur í heimsókn. Þá er í boði: Páfa- bolli, Gilmore Girls-bolli, Bernie Sanders-bolli, Par- ísarbolli eða Harvardbolli. Svo er kaffi alveg ómiss- andi líka ef út í það er farið.“ Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni? „Maskarinn.“ Áttu þér uppáhaldsflík? „Ég get ekki lifað án ullasokka, en tek svo ástfóstri við hlýjar peysur, eina og eina í senn. Þegar ég var unglingur átti mamma það til að láta svona peysur hverfa þegar þær voru orðnar mjög göt- óttar. Fólk á víst ekki að ganga í götóttu.“ Uppáhaldsmorgunmaturinn? „Morgunmaturinn sem kærastinn minn gerir fyrir mig á sparidögum. Egg, beikon og pönnu- kökur. Slær alltaf í gegn.“ Hvað er á óskalistanum? „Fyrir utan meiri tíma með mínu fólki, frið á jörð, heilbrigði og gleði fyrir alla – og auðvitað nýjan forseta í Bandaríkjunum – þá er ég með rosalega langan óskalista, nema nú kalla ég þetta „To do“-listann. Ég hef nefnilega í hyggju að láta drauma mína rætast, í það minnsta láta á það reyna.“ „Hef í hyggju að láta drauma mína rætast“ Ljósmynd/ Íris dögg Einarsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er ráðgjafi hjá Aton. Hún er dugleg að setja sér markmið enda vill hún nýta lífið eins vel og hún getur. Láta þannig drauma sína rætast. Í það minnsta láta reyna á það. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Bryndís er mikið fyrir lestur góðra bóka og vill stöðugt vera að bæta við sig þekkingu. Bryndís er á því að þakklæti skipti miklu máli í lífinu. Bryndís er hrifin af grísku snyrtivör- unum frá Korres.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.