Morgunblaðið - 13.12.2019, Qupperneq 23
ekki fundið leið til að treysta karlmanni aftur. En ég á stefnumót við
mig um jólin.“
Straujaði mig inn í meðferð eftir jólin
„Allt frá því ég var lítil upplifði ég þyngsli fyrir jólin. Ég er alin
upp á heimili þar sem pabbi átti það til að drekka ótæpilega. Jólin
voru honum alltaf erfiðust. Eftir að ég fór að heiman sjálf ákvað ég
að það skyldi aldrei drukkið á mínu heimili um jólin. Ég bjó í litlum
fallegum bæ úti á landi; var hamingjusamlega gift mínum sem vann
að hluta til erlendis og saman áttum við þrjú dásamleg börn.
Ég hélt mér alltaf frá áfengi og hafði í raun og veru aldrei fundið
á mér. En þegar ég komst að ástarævintýri sem eiginmaðurinn átti
í fjarlægu landi var eins og eitthvað brysti innra með mér og ég fór
að finna leiðir til að flýja.
Á þessum tíma og enn þann dag í dag elska ég að þrífa og strauja.
Þetta var á þeim tíma sem bjórinn kom til
landsins. Áður en ég vissi af var ég farin að
fá mér bjór á kvöldin á meðan ég var að
strauja og upplifði þá dásamlegan létti frá
öllu því sem var að í lífi mínu. Ég faldi
þetta fyrir uppkomnum börnum mínum.
Ég straujaði allt sem ég fann á heimilinu;
fatnað, viskustykki, rúmföt og í raun og
veru allt sem gat lagst undir járnið. Það
tók mig örfá ár að strauja mig inn í með-
ferð á Vogi. Að setja tappann í flöskuna er
það besta sem ég hef gert í lífínu.
Ég veit ekki hvort tilfinningin um pabba
hættir að koma upp um jólin, en ánægjan
af því að vera til staðar fyrir mig og þá sem
ég elska mest yfirvinnur allt annað. Ég á
stefnumót við gildin mín á aðventunni.
Sagan um duglegu konuna sem var alltaf
að strauja á ennþá sérstakan stað í hjarta
mínu. Konuna sem hafði sem barn fundið
friðinn um jólin við að hafa allt fínt og
straujað fyrir pabba.“
Örlagaríkur koss úti á plani eftir Þorláks-
messu
„Mig hafði alveg frá því ég man eftir
mér dreymt um að veita börnunum mínum
eitthvað sem ég hafði aldrei fengið. Mig
langaði í stóra fjölskyldu, hvítt og fallegt
hús, heimilislegan húsföður, börn, hund og
fullt af vinum.
Ég var sjálf mikið ein sem barn.
Mamma var einstæð móðir og átti fjöl-
skyldu utan af landi svo við vorum mikið einar og hún alltaf að
vinna.
Á fertugsaldrinum uppskar ég það sem ég hafði sett mér. Ég var
í flottri vinnu, átti skemmtilegar vinkonur og dásamlegan eigin-
mann, sem var aðeins goslaus en ferlega góður. Hversdagslífið gat
stundum verið þrúgandi fyrir konu eins og mig. Ímyndið ykkur há-
vaðann í tveimur börnum, hundi og eiginmanni.
Ég sökkti mér í vinnu og hafði svigrúm til að sækja frístundir og
fara út að skemmta mér með vinkonunum um helgar. Þetta var eina
leiðin sem ég kunni til að flýja þessa tómleikatilfinningu sem kom
alltaf yfir mig þegar ég settist niður án verkefna.
Eitt skiptið á Þorláksmessu fyrir sjö árum fór ég í bæinn og hitti
vinnufélagana eins og tíðkaðist í mínu lífi á þessum tíma. Vinnan
ætlaði að hittast á veitingahúsi í miðbænum. Ég man ekki hvað kom
yfir mig, en þetta árið var allt eitthvað svo dásamlega tilbúið fyrir
jólin heima að ég sleppti mér alveg um kvöldið. Ég man að ég var
pínu ánægð með mig, í góðu formi eftir alla útivistina með stelp-
unum. Ég hafði keypt mér jólakjól, sett upp á mér hárið og drukkið
smávegis vín um daginn. Í vinnunni var alltaf boðið upp á léttvín
seinni hluta dags á Þorláksmessu og síðan hist seinna um kvöldið
fyrir þá sem vildu halda áfram um kvöldið.
Það var eins og einhver hefði tekið yfir líkama minn þetta kvöld.
Ég fékk mikla athygli frá karlmönnum og dansaði og skemmti mér
konunglega. Ég hitti ungan mann sem var ótrúlega huggulegur.
Hávaxinn, herðabreiður og með fallegt bros. Hann
elti mig á milli staða allt kvöldið og ég varla man alla
vitleysuna okkar á milli þarna um kvöldið.
Við tókum leigubíl saman heim og komumst að
því að við bjuggum í sömu götunni. Hann hafði flutt
tímabundið heim til foreldra sinna í þar næsta húsi.
Við enduðum á því að fara í sleik í innkeyrslunni fyr-
ir framan húsið mitt og ég man að hann gargaði á
eftir mér að ég svæfi ekki hjá manninum mínum
þetta kvöldið!
Á aðfangadagskvöld daginn eftir sat ég með sting
í maganum, ásamt börnunum mínum og eiginmann-
inum, sem hafði fyrirgefið mér djammið daginn áð-
ur. Ég ákvað þetta kvöld að setja tappann í flöskuna
og skoða hvað væri eiginlega í gangi hjá mér.
Ég var með hausverk og ógeðslegt samviskubit
yfir kvöldinu áður. Hver var þessi kona? Hvaðan
kom hún?
Eftir margra ára sjálfsvinnu, trúnaðarsamtöl og
uppgjör við eiginmanninn og áfram tappann í flösk-
unni hef ég náð að skilja að unga konan úti á plani
átti ekki meira skilið. Að læra að elska mig þegar
vel gengur hefur verið erfitt, að læra að elska mig
þegar ég geri svona mistök er jafnvel ennþá erf-
iðara þótt þaðan komi minn mesti bati.
Þorláksmessa verður alltaf áminning um hvað
gerðist hér á árum áður. Ég horfi á eiginmann minn
fyrir jólin og mun aldrei gleyma að þetta er mað-
urinn sem ég á raunverulega skilið. Maðurinn sem
hefur aldrei farið!“
Ljósmynd/Unsplash
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Fyrrverandi ofurkona var á
sífelldum flótta og endaði
aðfaranótt aðfangadags í
sleik fyrir utan heimili sitt
með yngri manni.
Fyrrverandi ofurkona
hélt að hún gæti fundið
öryggið í örmum opin-
bers starfsmanns.
„Ef þetta var poki jóla-
sveinsins, þá var á hreinu
að hann ætlaði að koma út
úr skápnum þetta árið.“
Fyrrverandi ofurkona
ákvað að fá sér bjór
meðan hún var að
strauja. Hún straujaði allt
á heimilinu og var komin í
meðferð stuttu seinna.
Ljósmynd/Unsplash
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 23