Fréttablaðið - 02.01.2003, Page 2

Fréttablaðið - 02.01.2003, Page 2
2 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Sigurður Kári Kristjánsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum í vor. Davíð Oddsson kallaði Össur Skarphéðinsson dóna í Kryddsíldarþætti Stöðvar tvö á gamlársdag. Össur svaraði að hann væri sjálfur dóni. Nei, Davíð er ekki dóni. Hann er vel upp al- inn séntilmaður. SPURNING DAGSINS Er Davíð Oddsson dóni? PETRONAS-TURNARNIR Ofurhugar stökkva ofan af turnunum skömmu fyrir miðnætti á nýársnótt. Áramót í Kuala Lumpur: Svifið inn í nýtt ár MALASÍA, AP Í Kuala Lumpur, höf- uðborg Malasíu, var hápunktur hátíðarhaldanna á nýársnótt rétt fyrir miðnætti þegar tíu fallhlífa- stökkvarar stukku niður af Petr- onas-tvíburaturnunum og lentu mjúklega í nálægum garði. ■ EINKAVÆÐING „Þetta er stórmerkur áfangi, enda stærsta einkavæðing Íslandssögunnar,“ sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, þegar samkomu- lag hafði tekist um kaup Samson á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum. Samningur um kaupin var undir- ritaður síðdegis á gamlársdag en hann grundvallast á samkomulagi sem gert var í október síðastliðnum. Meðalgengi í viðskiptunum er 3,91 og heildar- kaupverðið 12,3 milljarðar króna. Það verður að fullu greitt í Banda- ríkjadölum. 33,3% hlutafjár verða afhent strax að lokinni athugun Fjármálaeftirlitsins á Samson. 12,5% verða svo afhent í desem- ber 2003. Eftir þessi viðskipti verður eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum 2,5%. Á loka- spretti viðræðna Samson og einkavæðingarnefndar var deilt um verðmæti tiltekinna eigna Landsbankans og bar töluvert í milli. Samsonar höfðu að lokum betur og fengu ákvæði um trygg- ingar sem þeir töldu nauðsynleg- ar. Viðskiptaráðherra hafnar því hins vegar að Samsonar hafi beygt ríkið. „Ég vil nú alls ekki orða það þannig en við urðum sammála um að hafa inni í samningnum ákveð- ið leiðréttingarákvæði. Tilteknar eignir verða metnar seinni hluta ársins. Það ræðst svo af því mati hvort kaupverðið stendur eða lækkar. Verðið gæti lækkað um allt að 700 milljónir króna,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Samkomulag varð um að taka út ákveðin fyrirtæki og verður fylgst náið með innheimtu lána viðkomandi. Þessi fyrir- tækjakarfa myndar nokkurs kon- ar vísitölu sem stuðst verður við þegar eignir bankans verða end- urmetnar síðar á árinu. Í tilkynningu frá Samson segir að ríkið hafi ábyrgst farsæla lausn þeirra mála sem óvissa ríkti um. Þá hafi Samson lýst því yfir að andvirði vafasamra krafna verði endurfjárfest í bankanum í formi hlutafjár og verði það öll- um hluthöfum Landsbankans til hagsbóta, en um 14.500 einstak- lingar og fyrirtæki eru í hópi þeirra. Þá vill Samson taka fram að í samningum sé skýrt ákvæði um að nái S-hópurinn, eða annar aðili í hans stað, hagstæðari greiðslu- kjörum um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. áskilji Samson sér rétt til að endurskoða kaupsamninginn um hlut ríkisins í Landsbankanum. the@frettabladid.is Fjórir handteknir á Blönduósi: Fíkniefni og stolnir skartgripir FÍKNIEFNI Nokkurt magn fíkniefna fannst við leit í bíl sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í umferðar- eftirliti á mánudag. Í bílnum voru tvö pör, annað á þrítugsaldri en hitt um tvítugt. Við leit í bílnum fundust 100 grömm af fíkniefnum af ýmsum gerðum. Viðurkenndi fólkið að hafa ætlað sér að selja efnin á helstu þéttbýlisstöðum Norðurlands. Einnig fundust skartgripir sem grunur leikur á að sé þýfi úr innbroti í skartgripa- verslun í Grindavík. Að loknum yfirheyrslum var öðru parinu sleppt en hitt parið var flutt til Keflavíkur vegna inn- brotsins. Gerði lögreglan þar hús- leit hjá fólkinu í Grindavík. Þar voru hundrað kannabisplöntur og nokkurt magn af kannabis. Þá fundust fleiri skartgripir sem talið er að séu úr fyrrgreindu inn- broti. Fólkinu var sleppt að lokn- um yfirheyrslum. ■ PRÓFLAUS Á STOLNUM BÍL Lög- reglan í Kópavogi stöðvaði bíl um kl. 9 í gærmorgun. Ökumaður hans reyndist próflaus og á stolnum bíl. Hann hafði aðeins ekið nokkur hundruð metra þegar lögreglan stöðvaði hann. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur aldrei tekið ökuprófið og er talinn til góðkunn- ingja lögreglunnar. Hann var handtekinn á staðnum og var yfir- heyrður á nýársdag. Lögreglan í Kópavogi tók svo þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur. BANDARÍKIN, AP Áramótin í Banda- ríkjunum fóru að mestu fram með hefðbundnum hætti þrátt fyrir að slæmt efnahagsástand í landinu og óttinn við hryðjuverk hafi orð- ið til þess að draga nokkuð úr há- tíðarstemningunni. Áætlað er að um 750.000 manns hafi safnast saman á Times Square í New York í kringum miðnætti á nýársnótt til þess að fylgjast með niðurtalning- unni að áramótunum og voru ör- yggisráðstafanir vegna hátíðar- haldanna með mesta móti. Yfir 2000 lögreglumenn og markskytt- ur höfðu auga með mannfjöldan- um og gættu þess að allt færi vel fram. Leitað var á fólki með málmleitartækjum auk þess sem holræsaopum á torginu var lokað og póstkassar fjarlægðir. Í Las Vegas fylgdust tugir þús- unda áhorfenda með því þegar flugeldum var skotið samtímis af þökum 10 spilavíta. Mikill fjöldi lögreglumanna var á vakt um nóttina en hátíðarhöldin í borginni fóru að mestu leyti friðsamlega fram eins og víðast hvar annars staðar í Bandaríkjunum. ■ Fyrsta barn ársins: Myndarleg Eyjastúlka NÝÁRSBARN Fyrsta barn ársins 2003 kom í heiminn klukkan 9.42 á nýársmorgun í Vestmannaeyjum. Þetta var myndarleg stúlka, 4776 grömm og 56 sentímetrar. Stúlkan er annað barn ungra hjóna og að sögn ljósmóður gekk fæðingin vel, stelpan mjög flott og mikil ham- ingja í Eyjum. Engin nýársbörn höfðu látið á sér kræla í Reykjavík og á Akur- eyri fyrir hádegi í gær og að sögn ljósmóður í Reykjavík eru slík ró- legheit á gamlárskvöld óvenjuleg. „Það er hins vegar fullt af börnum á leiðinni og þau koma nokkur á eftir.“ ■ TIMES SQUARE Íbúar og gestir í New York fögnuðu árinu með hefðbundnum hætti og streymdu í hundraða þúsunda tali á Times Square. Óttinn við hryðjuverk setti svip sinn á áramótin í Bandaríkjunum: Miklar öryggisráð- stafanir í stórborgum SAMSON Eftir nokkurt þref höfðu Samsonar sitt fram, ríkið ábyrgist tiltekin lán sem talin eru lítt traust. Samson knúði fram tryggingar Samningar um kaup Samson á 45,8% hlut í Landsbankanum fela í sér ábyrgð ríkisins á tilteknum eignum Landsbankans. Kaupverð bankans gæti lækkað um allt að 700 milljónir króna. Greiðslukjör verða endur- skoðuð nái kaupandi Búnaðarbankans betri kjörum en Samson. „Verðið gæti lækkað um allt að 700 millj- ónir króna.“ BJÖRGUN Þyrluáhöfn Landhelgis- gæslunnar bjargaði sex mönnum af norska flutningaskipinu Ice- bear að morgni gamlársdags en þá var skipið að sökkva 73 sjómíl- ur suðaustur af Dalatanga. Skipið var á leiðinni frá Neskaupstað til Finnlands með sex þúsund tunnur af saltsíld þegar slagsíða kom á það og sjór fór að leka inn. Skip- stjóri á Icebear er íslenskur en áhöfnin frá Litháen. Það var um miðnætti að neyð- arkall barst Loftskeytastöðinni í Reykjavík í gegnum strandstöðina í Bodö í Noregi. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var þegar kölluð út og var henni flogið til Hafnar í Hornafirði. Þar var tekið elds- neyti og Björgunarfélag Horna- fjarðar útvegaði sjódælur til að taka með á vettvang. Þyrlan flaug frá Höfn klukkan fjögur. Einum og hálfum tíma síðar barst tilkynning um að sex manna áhöfn flutninga- skipsins væri komin um borð í þyrluna. Sam- kvæmt upplýsing- um frá stýrimanni TF-Líf var ástand áhafnarinnar gott. Hafði mennina rekið eina sjómílu frá skipinu og var kominn 40 til 50 gráðu halli á skipið. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fengu eig- endur skipsins færeyskt dráttar- skip til að fara á vettvang. Bár- ust þær upplýsingar að skipið væri ekki sokkið. Taka á ákvörð- un í dag um hvert næsta skref verður en sú ákvörðun er á ábyrgð eigenda. ■ FLUTNINGASKIPIÐ ICEBEAR SUÐAUSTUR AF DALATANGA Áhöfnin á TF-Líf tók þessa mynd, sem sýnir skipið þegar komið var á vettvang á gamlársdagsmorgun. Norskt flutningaskip í vandræðum: Sex manna áhöfn bjargað ÁHÖFNINNI BJARGAÐ Myndin var tekin þegar búið var að koma sjómönnunum um borð í þyrluna. Lögreglan í Reykjavík: Lýsir eftir ungri konu LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Guðrúnu Björgu Svan- björnsdóttur. Hún er 32 ára, um 172 sentímetrar á hæð, með stutt dökkbrúnt hár og mjög grönn. Síð- ast er vitað um ferðir Guðrúnar Bjargar þann 29. desember. Þá var hún klædd í svartan, síðan, vatteraðan jakka með hettu og loðkanti, bláar gallabuxur og vín- rauða uppháa skó. Guðrún Björg var með bláan bakpoka. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir hennar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9012. ■ GUÐRÚN BJÖRG SVAN- BJÖRNS- DÓTTIR Forseti Íslands: Þversögn að fátækt aukist NÝÁRSÁVARP „Aldrei fyrr hafa Ís- lendingar haft jafn mikla fjár- muni milli handa. Tækifærin til góðra verka eru fleiri en nokkru sinni í sögu þjóðar. Það er því óneitanlega þversögn að einmitt í slíkri gósentíð skuli fátækt aukast ár frá ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu. Hann sagði að æ fleiri festust í fátæktargildru. Forsetinn benti á að verkalýðsheyfing, ríki og sveit- arfélög hefðu tekið höndum sam- an í baráttu gegn verðbólgu og náð einstæðum árangri. Átak þyrfti til að vinna bug á fátækt. „Ég heiti á forystusveit launa- fólksins, sem á liðnu ári var í far- arbroddi andófsins gegn verð- bólgunni, að veita nú sams konar leiðsögn í glímunni við fátæktina, að tengja saman ríkisvald og sveitarstjórnir, áhrifafólk í at- vinnulífi og liðssveitir í hjálpar- starfi og festa í sessi endurbætur sem tryggi að Ísland sé ekki leng- ur eftirbátur annarra á Norður- löndum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.