Fréttablaðið - 02.01.2003, Síða 6
6 2. janúar 2003 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Mikill styr hefur staðið í kring-
um ákvörðun Ingibjargar Sól-
rúnar að bjóða sig fram í
landsmálapólitíkina. Í kjölfarið
var ákveðið að nýr borgarstjóri
tæki við af henni. Hvað heitir
væntanlegur borgarstjóri?
Hvern völdu hlustendur Rásar
2 sem mann ársins 2002?
Hvaða hljómsveit átti mest
seldu plötu ársins á Íslandi?
SKATTAAFSLÁTTUR Viðskipti með
hlutabréf tóku kipp síðustu við-
skiptadaga ársins. Að sögn Mar-
grétar Sveinsdóttur, ráðgjafa hjá
Íslandsbanka, var í nógu að snú-
ast síðustu viðskiptadaga ársins.
Um áramótin rennur út skattaaf-
sláttur vegna hlutabréfakaupa.
Margrét segir þó nokkurn hóp
hafa nýtt sér síðasta tækifærið til
að fá skattaafslátt. Umfangið sé
þó sennilega minna en undanfarin
ár. Ekki sé auðvelt að átta sig á
umfanginu, því margir noti Netið.
Hún segir marga hafa ákveðn-
ar skoðanir á því í hvaða fyrir-
tækjum þeir vilji kaupa. „Sjóðir
sem eru íslensk hlutafélög en
eiga erlend hlutabréf hafa líka
verið vinsælir. Krónan er sterk
núna og erlendir markaðir hafa
verið lágir.“ Hún segir þó óvissu
um þróunina, en óneitanlega geti
verið kauptækifæri við slíkar að-
stæður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kauphöll Ísland var töluvert
mikið um kaup í sjóðum. Þar á
bæ sögðu menn erfitt að meta
muninn á milli ára. Kauphöllin
var aðeins opin tvo daga frá jól-
um og fram að áramótum. 27.
desember varð fjórði veltumesti
dagurinn frá upphafi. ■
Mikil velta í Kauphöllinni:
Síðasti skatta-
afslátturinn nýttur
ANNIR Í ÁRSLOK
Margir nýttu sér síðasta tækifærið til að fá skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Nú um
áramótin var afslátturinn aflagður. Mikill fjöldi viðskipta var í Kauphöll Íslands.
SAMKEPPNISMÁL Þátttaka golf-
klúbba í útboðum sveitarfélaga
um garðslátt brýtur í bága við
samkeppnislög. Klúbbarnir
hafa meðal annars slegið fót-
boltavelli á höfuðborgarsvæð-
inu.
Fyrirtækið Garðlist ehf.,
sem starfar meðal annars við
garðslátt, sendi samkeppnis-
yfirvöldum kvörtun í febrúar.
Taldi fyrirtækið að þátttaka
golfklúbbanna í útboðum sveit-
arfélaga um garðslátt bryti í
bága við samkeppnislög þar sem
þeir greiddu ekki tekjuskatt og
fengju styrki frá sveitarfélögun-
um.
Í niðurstöðum samkeppnisráðs
segir að í ársskýrslum klúbbanna
hafi ekki verið skilið á milli al-
menns íþróttastarfs og sam-
keppnisrekstrar. Því hafi ekki
verið hægt að sjá hvort skatta-
ívilnanir eða styrkir nýtist í
samkeppnisrekstrinum eða
ekki. Telur samkeppnisráð að
þetta skapi tortryggni keppi-
nauta og skekki samkeppnisað-
stæður á markaðnum.
Samkeppnisráð hefur mælt
fyrir um fjárhagslegan að-
skilnað hjá Golfklúbbi Reykja-
víkur og Golfklúbbnum Keili í
Hafnarfirði. Eiga klúbbarnir að
skilja að fjárhag milli þeirrar
starfsemi sem er í samkeppni við
einkaaðila og þeirrar starfsemi
sem tengist íþróttastarfsemi
klúbbanna. ■
Samkeppnisráð mælir fyrir um fjárhagslegan aðskilnað:
Garðsláttur golfklúbba
skekkir samkeppni
SLEGIST UM SLÁTTINN
Fyrirtækið Garðlist ehf. sendi samkeppnisyf-
irvöldum kvörtun í febrúar. Taldi fyrirtækið
að þátttaka golfklúbbanna í útboðum sveit-
arfélaga um garðslátt bryti í bága við sam-
keppnislög. Klúbbarnir hafa meðal annars
slegið fótboltavelli á höfuðborgarsvæðinu.
FJÖLMIÐLAR Ísland, Noregur, Finn-
land og Holland eru saman í fjór-
um efstu sætunum á lista um
frelsi fjölmiðla sem samtökin
‘Fréttamenn án landamæra’ hafa
birt. Þetta er í fyrsta sinn sem
listi af þessu tagi er tekinn saman.
Samkvæmt þessum lista er
frelsi fjölmiðla hvergi minna en í
Norður-Kóreu. Ástandið er ein-
ungis örlitlu skárra í Kína. Í þess-
um ríkjum og öðrum, sem neðst
eru á listanum, er tómt mál að tala
um fjölmiðlafrelsi. Þar eru engir
sjálfstæðir fjölmiðlar.
Ástandið virðist vera verst í
Asíuríkjum. Þau fimm ríki, sem
neðst lentu á listanum, eru öll í
Asíu og þar er meirihluti þeirra
ríkja sem eru í tuttugu neðstu
sætum listans.
Rússland og Hvíta-Rússland
eru einu Evrópulöndin sem eru í
hópi þeirra tuttugu neðstu á list-
anum, Rússland í 121. og Hvíta-
Rússland í 124. sæti.
Norðurlöndin eru hins vegar
öll í efstu tíu sætunum. Bandarík-
in eru í sautjánda sæti og Bret-
land í 21. sæti ásamt Benín og Úr-
úgvæ.
Athygli vekur að Ítalía kemst
ekki hærra en í fertugasta sæti á
lista samtakanna, sem er verri út-
koma en hjá nokkru öðru Evrópu-
sambandsríki. Í greinargerð sam-
takanna segir að Silvio Berlusc-
oni, forsætisráðherra Ítalíu, geri
engan veginn nógu skýran grein-
armun á hlutverki sínu sem for-
sætisráðherra og fjölmiðlakóngs.
Ísrael er í 92. sæti. Þar starfa
frjálsir fjölmiðlar óáreittir, en
störfum blaðamanna á herteknu
svæðunum hafa hins vegar verið
þröngar skorður settar. Blaða-
menn sem þangað hafa lagt leið
sína hafa margir hverjir orðið
fyrir misalvarlegu áreiti, meðal
annars orðið fyrir skotum, verið
handteknir eða vísað úr landi.
Listinn er byggður á því hvort
fjölmiðlar sæta ritskoðun eða öðr-
um þrýstingi af hálfu stjórnvalda,
hversu algengt sé að blaðamenn
verði fyrir árásum eða öðru of-
beldi og hvernig lagalegt um-
hverfi fjölmiðla er í hverju landi.
Listanum er því ekki ætlað að
vera mælikvarði á gæði fjölmiðla
í þeim löndum sem á honum eru.
Hann er eingöngu hugsaður sem
mælikvarði á það frelsi sem
blaðamenn hafa í starfi.
gudsteinn@frettabladid.is
Frelsi fjölmiðla er
minnst í Asíuríkjum
Norðurlöndin koma vel út á lista yfir fjölmiðlafrelsi sem samtökin
‘Fréttamenn án landamæra’ hafa tekið saman.
FJÖLMIÐLAKÓNGUR OG FORSÆTISRÁÐHERRA
Ítalir geta þakkað forsætisráðherra sínum, Silvio Berlusconi, að frelsi fjölmiðla mælist
hvergi minna í Evrópusambandinu heldur en einmitt á Ítalíu.
AP
/G
IU
SE
PP
E
TE
R
R
IG
N
O
FRELSI FJÖLMIÐLA
EFSTU TÍU
1 Ísland
- Finnland
- Noregur
- Holland
5 Kanada
6 Írland
7 Þýskaland
- Portúgal
- Svíþjóð
10 Danmörk
NEÐSTU TÍU
130 Írak
131Víetnam
132Erítrea
133Laos
134Kúba
135Bútan
136Túrkmenistan
137Búrma
138Kína
139Norður-Kórea
Iceland Express:
5000 í
tilboðsklúbb
SAMGÖNGUR Um fimm þúsund
manns hafa þegar skráð sig í til-
boðsklúbb Iceland Express sem
hyggur á áætlunarflug til og frá
landinu í næst mánuði:
„Við höfum fengið gríðarlega
góðar viðtökur og getum helst
hvergi farið án þess að fá klapp á
bakið. Tilboðsklúbbinn okkar aug-
lýstum við alls ekki neitt. Settum
einfaldlega á Netið og það með
þessum árangri,“ segir Ólafur
Hauksson, talsmaður Iceland Ex-
press. „Nú byrjum við að selja
flugmiða 9. janúar og fyrsta flug-
ið verður svo til Kaupmannahafn-
ar að morgni 27. febrúar og síð-
degis sama dag til London,“ segir
Ólafur.
Finna má tilboðsklúbb Iceland
Express á slóðinni icelandex-
press.is. ■
Neytendasamtökin:
Ánægja
með jólin
NEYTENDUR Neytendasamtökin eru
ánægð með jólin og telja að al-
menningur hafi notið vel þeirrar
samkeppni sem var meðal kaup-
manna:
„Þetta voru hagstæð jól fyrir
neytendur. Grimm samkeppni um
hylli neytenda skilaði sér í lágu
verði á jólatrjám til þeirra sem
höfðu biðlund og aldrei hefur fólk
séð lægra kjötverð,“ segir Jó-
hannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. „Trygg-
ingafélögin og opinberir aðilar
hafa hins vegar boðað hækkanir
og bankarnir fylgja líklega í kjöl-
farið. Á nýju ári viljum við sjá
virkari samkeppni á fleiri sviðum
en nú er. Þá gætu orðið jól allt
árið,“ segir formaður Neytenda-
samtakanna. ■
DÖKKT HÁR
Ný litagen farin að hafa áhrif.
Ný litagen:
Þjóðin að
verða dökk-
hærð
HÁRALITUR „Við sjáum meira af
dökkhærðum börnum hér nú en
áður,“ segir Guðrún Eggertsdótt-
ir, yfirljósmóðir á fæðingardeild
Landspítalans, um breytingar
sem eru að verða á háralit ný-
bura. „Skýringin er að stórum
hluta sú að svo virðist sem börn
asískra kvenna og evrópskra
karla séu nær alltaf dökkhærð,“
segir hún.
Guðrún telur þetta eðlilega
þróun í blönduðu samfélagi sem
hér er að verða. Inn komi ný lita-
gen og merkilegt verði að sjá
hvernig þeim reiðir af í öðrum og
þriðja lið þeirra ættkvísla sem til
verða. Guðrún kannaðist hins
vegar ekki við að rauðhærðum
börnum væri að fjölga. Sumir
þykja merkja breytingu í þá ver-
una. Til dæmis voru 8 börn af 24
í barnaklúbbi íslenskrar ferða-
skrifstofu á sólarströnd í Portú-
gal síðastliðið sumar rauðhærð:
„Ég hef ekki séð þá breytingu
hér,“ segir yfirljósmóðirin. ■