Fréttablaðið - 02.01.2003, Page 10
10 2. janúar 2003 FIMMTUDAGURSKÍÐI
Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR...
Þjóðverjinn Kati Wilhelm hitar hér upp fyrir
keppni í skíðaskotfimi sem fram fór innan-
dyra í bænum Gelsenkirchen í Þýskalandi.
Hringurinn sem keppendur fóru er 968
metra langur og þakinn gervisnjó.
Glenn Hoddle, knattspyrnu-stjóri Tottenham, segir að
þýski varnarmaðurinn Christian
Ziege gæti verið frá knattiðkun
út þetta tímabil eftir aðgerð sem
hann gekkst undir. Ziege gekkst
undir aðgerð á fæti fyrir
skömmu sem tókst ekki sem
skyldi, fóturinn greri illa og varð
tvisvar sinnum stærri en eðlilegt
þykir. Hann þurfti því að gangast
undir bráðaaðgerð og líklegt þyk-
ir að það taki hann nokkra mán-
uði að jafna sig.
Henning Berg, norski varnar-maðurinn hjá Blackburn,
segist ætla að halda heim á leið í
lok þessa tímabils. „Þetta er síð-
asta tímabil mitt áður en ég sný
aftur heim,“ sagði Berg, sem er
að jafna sig af ökklameiðslum.
„Ég hlakka til að spila aftur á
nýju ári og því fyrr, því betra.“
Samningur Bergs var framlengd-
ur um eitt ár í fyrra þar sem
hann þótti standa fyrir sínu.
Hann er fyrrum leikmaður
Manchester United.
Tenniskonan Monica Seles seg-ist búast við því að leggja
spaðann á hilluna eftir tvö ár.
Þessi ummæli lét hún falla eftir
tíunda sigur sinn á Opna ástr-
alska mótinu. Seles, sem er 29
ára, segist ætla að spila eins
lengi og líkami hennar leyfi
meðan hún hafi gaman af íþrótt-
inni. „Það er erfitt að gefa upp
nákvæma dagsetningu en ég býst
ekki við að spila lengur en til 31
árs,“ sagði tenniskonan snjalla.
STUTT
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Heimsfótbolti með West Union
18.30 Sýn
Heimsfótbolti með West Union
19.00 Sýn, Stöð 2, RÚV
Íþróttamaður ársins 2002
23.15 Sýn
HM 2002 (Þýskaland - Írland)
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
www.mulalundur.is
Alla daga
við hendina
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
með ártali
Spyrjið um
bréfabindi
í næstu bókaverslun.
Við starfsfólk Múlalundar
viljum þakka starfsfólki
bókaverslana hve vel það
hefur tekið bréfabindunum
frá okkur og ekki sýst
þeim sem kaupa þau því
það tryggir betri framtíð
margra einstaklinga.
,FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði
Manchester United, segist vera á
góðri leið með að ná aftur fyrra
formi. Kappinn er að koma aftur
inn í lið United eftir að hafa verið
frá í fjóra mánuði vegna meiðsla.
„Það er erfitt fyrir alla leikmenn
að koma til baka eftir að hafa ver-
ið svona lengi í burtu. Mér líður
vel bæði andlega og líkamlega.
Þrátt fyrir að ég þurfi að vera þol-
inmóður þá verð ég betri eftir því
sem ég spila fleiri leiki,“ sagði
Keane. ■
Roy Keane:
Að ná fyrra formi
KEANE
Roy Keane er á leiðinni aftur í byrjunarlið Manchester United.
Íþróttamaður ársins verður valinn af samtökum íþróttafréttamanna í kvöld. Aðeins þrjár konur hafa verið valdar íþróttamenn
ársins í þau 46 skipti sem valið hefur farið fram. Einar Vilhjálmsson, fyrrverandi spjótkastari, sem þrívegis hefur verið kjörinn
íþróttamaður ársins, og Vala Flosadóttir stangarstökkvari, sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2000, voru spurð hvort þeim
fyndist réttmætt að breyta núverandi fyrirkomulagi og velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.
Íþróttamaður og -kona ársins?
Mér finnst að það megi alvegvelja karl og konu. Það er
alltaf gaman að margir fái athygli
og verðskuldaða viðurkenningu
fyrir góða hluti sem þeir eru að
gera. Þau eru með svona stór
íþróttaverðlaun hérna í Svíþjóð.
Þar eru ýmsir flokkar og meðal
annars eru íþróttamaður og -kona
ársins valin.
Þetta hefur verið aðeins
strembnara fyrir konur af því að
þær fá ekki eins mikla athygli, til
dæmis í fótbolta og handbolta.
Það er ekki hægt að bera það sam-
an við tímann sem mennirnir fá
þar í fjölmiðlum. Ég held að það
sé erfiðara að velja í hópíþróttum
heldur en í frjálsum íþróttum.
Hvað varðar aðrar íþróttir en
frjálsar væri ekkert vitlaust að
hafa íþróttamann og -konu ársins.
Það væri eflaust bara mjög gam-
an.“
Vala telur að þau Ólafur Stef-
ánsson handboltamaður og Krist-
ín Rós Hákonardóttir sundkona
eigi helst skilið að verða fyrir val-
inu sem íþróttamaður og -kona
ársins. ■
Vala Flosadóttir:
Erfiðara að velja
í hópíþróttum
Ég skil fordæmi Norðurlandannaum að hafa þetta aðskilið. Rökin
eru hins vegar þau að maður er
maður. Þá hangir á spýtunni að af-
rek kvenna verði metin á forsend-
um rétts samanburðar. Meðan tæki-
færin eru jafn mismunandi og þau
eru á alþjóðlegum vettvangi, ef við
skoðum til dæmis hópíþróttir, þá er
það svo að huglægt fær afburða-
kona í sinni íþróttagrein sem hefur
ekki fengið sama fjölmiðlavægi og
sama íþrótt í karlaflokki, léttvæg-
ara mat en íþróttamaðurinn verð-
skuldar.
Ég hefði farið bil beggja og er
stuðningsmaður þess að útnefna
íþróttakonu og -mann ársins. Ég er
einnig á því að útnefna afreksmann
ársins sem myndi ná yfir bæði kyn-
in. Mér fyndist heldur ekkert að því
að útnefna lið ársins. Það lið gæti
verið hvað sem er, til dæmis lands-
lið, efstudeildarlið í knattspyrnu,
sundlið, frjálsíþróttalið eða skák-
sveit.“
Einar vildi ekki gera upp á milli
þeirra íþróttamanna sem væru
tilnefndir í kvöld en sagði að allir
ættu þeir heiður skilinn. ■
Einar Vilhjálmsson:
Afreksmaður
ársins
ÍÞRÓTTIR Þrjár konur hafa hlotið
nafnbótina Íþróttamaður ársins,
sem Samtök íþróttafréttamanna
veita, í þau 46 skipti sem verð-
launin hafa verið veitt. Þrjár kon-
ur eru tilnefndar til nafnbótarinn-
ar fyrir árið 2002 en verðlaunin
verða veitt í kvöld.
Adolf Ingi Erlingsson, formað-
ur Samtaka íþróttafréttamanna,
segir engar hugmyndir uppi um
að breyta fyrirkomulaginu, til
dæmis með kynjaskiptingu.
„Þetta hefur verið rætt
nokkrum sinnum innan samtak-
anna en engan hljómgrunn hlot-
ið,“ segir Adolf Ingi. „Ég er á því
að íþróttakonur skapi sína eigin
umræðu eða athygli í fjölmiðlum.
Ég fæ ekki séð að Vala Flosadótt-
ir, Þórey Edda Elísdóttir, Kristín
Rós Hákonardóttir eða fleiri af-
burða íþróttakonur hafi fengið
eitthvað minni athygli í fjölmiðl-
um en karlar þegar vel gengur hjá
þeim. Sama má segja með ís-
lenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu á árinu. Eftirspurnin eftir
fréttum er til staðar ef árangur-
inn er góður. Ég fæ ekki séð að
íþróttafréttamenn búi neitt til í
sambandi við karlaíþróttir. Auð-
vitað er þetta svolítið misskipt
með íþróttamann ársins en þegar
yfirburða konur hafa komið fram
hafa þær fengið athygli.“
Þess ber að geta að engin kona
er skráð í Samtök íþróttafrétta-
manna. Adolf Ingi segist ekki
kunna neina skýringu á því en
bendir á að þegar laus störf hafi
verið auglýst á íþróttadeild RÚV
hafi engar konur sótt um. ■
Íþróttamaður ársins:
Þrjár konur hlotið nafnbótina
ÍÞRÓTTAMENN EÐA -KONUR ÁRSINS?
Sigríður Sigurðardóttir handknattleiks-
kona varð fyrst kvenna til að hljóta nafn-
bótina Íþróttamaður ársins árið 1964.
Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona hlaut
hana árið 1991 og Vala Flosadóttir árið
2000. Í ár eru þrjár konur tilnefndar, þær
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona úr
KR, Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbn-
um Keili og Kristín Rós Hákonardóttir,
sundkona úr Fjölni.