Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 12
12 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti 298.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x 1.458.- Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir 138.- stk Á tilboði núna Sjómannasambandið óttast áhrif sameiningar SR-mjöls og Síldarvinnslunnar. Telur að slagurinn um verð muni enn harðna. Fyrirtækin eiga helming allra loðnuverksmiðja í landinu og tengjast að auki mörgum stærri verksmiðjanna. Samkeppnin nánast úr sögunni Við ætlum ekkert að rembasteins og rjúpan við staurinn gegn sameiningum sem sagðar eru hagkvæmar. Hins vegar höfum við átt í stríði undan- farinn áratug vegna verðmyndunar á uppsjávarfiski og ekki dregur þetta úr. Það segir sig sjálft að eftir því sem kaupendum hráefnisins fækkar, því meiri hætta er á einhliða verðmyndun, það er algjör- lega á þeirra valdi hvað fæst fyrir hráefnið,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands. Hann segist mjög uggandi um hag sjómanna í kjölfar sameiningar SR-Mjöls og Síldarvinnslunnar. Stjórnir fyrirtækjanna munu leggja til við hluthafa að SR-mjöl og Síldarvinnslan verði sameinuð frá og með 1. janúar 2003. Samkvæmt samkomulagi sem stjórnir fyrir- tækjanna hafa undirritað fá hlut- hafar SR-mjöls 40% hlutafjár í sam- einuðu félagi og hluthafar Síldar- vinnslunnar 60%. Samanlögð velta beggja fyrirtækja er nálægt 11 milljörðum króna á þessu ári og áætlanir benda til að hagnaður verði um 1,5 milljarðar. Samanlagð- ur loðnukvóti SR-mjöls, Síldar- vinnslunnar og tengdra fyrirtækja er 180 þúsund tonn, miðað við 900 þúsund tonna heildarkvóta, eða fimmtungur kvótans. Fyrirtækin tvö og Samherji, sem á stóran hlut í báðum, eiga meirihluta allra loðnu- verksmiðja hringinn í kringum landið. Og það er að mati Sjómanna- sambandsins ills viti. „Samkeppnisyfirvöld hafa svar- að okkur vegna sambærilegra mála, þeir segjast ekki skipta sér af því sem lýtur að launakjörum fólks. Þeir munu því ekki snerta við þess- ari sameiningu. En við veltum því fyrir okur hvort þetta standist al- mennt siðferði, að menn geti ein- hliða ákveðið hráefnisverðið. Það var aðeins samkeppni í þessum þætti en hún heyrir brátt sögunni til. Það verða tveir til þrír kaupend- ur á hráefni til bræðslu eftir sam- einingu SR-mjöls og Síldarvinnsl- unnar,“ sagði Sævar Gunnarsson. the@frettabladid.is Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segist hafa misst áhuga á stjórnunarstarfinu og vill gerast óbreyttur flugstjóri frá áramótum. Benóný hefur ekki sagt formlega upp. Landhelgisgæslan hefur því ekki hafið leit að eftirmanni. Yfirflugstjórinn vill ekki pappírsvinnu B enóný Ásgrímsson, yfirflug-stjóri og flugrekstrarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, hefur óskað eftir því að verða óbreyttur flugstjóri nú frá áramótum. Benóný segist einfaldlega hafa misst áhugann á stjórnunarstarf- inu. Hann segist ekki vilja útskýra það nánar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ný- verið var dreginn frá launum Ben- ónýs kostnaður vegna kvöldverð- arboðs fyrir er- lendan sérfræðing sem hélt hér nám- skeið í meðferð nýs nætursjónauka Landhelgisgæsl- unnar. Benóný, sem efndi til boðsins fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en sat boðið þó ekki sjálfur, segir aðspurður að þetta atvik hafi engin áhrif haft á ákvörðun sína. Aðeins hafi verið um misskilning að ræða. Benóný tekur heldur ekki und- ir þá kenningu að grundvöllur ákvörðunar sinnar sé ágreiningur við forstjóra stofnunarinnar. Í sama streng tekur Dagmar Sig- urðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hún segir Benóný hafa kynnt ákvörðun sína þannig að hann vildi minnka við sig ábyrgð. „Benóný sagði að það væri vegna þess að hann vildi hafa meira tíma til að sinna því sem hann hefur áhuga á. Þá geti hann flogið meira og verið minna í pappírsmálunum,“ segir Dagmar. Enn hefur enginn verið ráðinn í stöðu Benónýs enda er aðeins um mánuður síðan hann óskaði eftir stöðulækkuninni. Sjálfur segist hann munu gegna starfinu þar til eftirmaður sé fundinn. Dagmar segir að sér vitanlega hafi Benóný enn ekki sagt starfi sínu formlega lausu. „Uppsagnar- fresturinn er þrír mánuðir þannig að þá höfum við þann tíma til að ráða ráðum okkar,“ segir hún. Að sögn Dagmarar munu um- sóknir um starfið leiða í ljós þeg- ar þar að kemur hvort hæfur eft- irmaður Benónýs fáist: „Það er alltaf sá möguleiki að þessi maður sé þegar innan stofnunarinnar. Það hefur verið litið svo á að einn maður geti sinnt þessu og fluginu líka en það á eftir að ákveða hvernig við högum því.“ gar@frettabladid.is „Það hefur verið litið svo á að einn maður geti sinnt þessu og fluginu líka en það á eftir að ákveða hvern- ig við högum því.“ BENÓNÝ ÁSGRÍMSSON Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri, vill burt frá amstri skrifborðsins og upp í háloftin sem fyrst. Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi segir Benóný þó ekki enn hafa sagt starfinu lausu formlega. SÆVAR GUNNARSSON Segir samkeppni um hráefni til loðnuverk- smiðja nánast úr sögunni með sameiningu SR-mjöls og Síldarvinnslunnar. Þar með ráði verksmiðjurnar einhliða verðinu sem fáist fyrir hráefnið. „Samkeppnisyf- irvöld segjast ekki skipta sér af því sem lýtur að launakjör- um.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.