Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 02.01.2003, Qupperneq 21
21FIMMTUDAGUR 2. janúar 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 2.15, 3.30, 5.40, 7, 9 og 10.30 GULLPLÁNETAN kl. 2, 4 og 6 ísl. tal Sýnd kl. 4. 8 og 11.30 VIT 482 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 7, 9, 10, 11 og 12 HARRY POTTER m/ísl. tali kl. 2 og 5 VIT493 TREASURE PLANET kl. 8 VIT487 GULLPLÁNETAN kl. 2 og 3 VIT498 KNOCKAROUND GUYS kl. 2 EN SANG FOR MARTIN kl. 2 JAMES BOND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30 JAMES BOND kl. 8 og 11 Allt í gildi! La n d lis t/ E R A N Allar búðir opnar í dag Opið til hálf sjö í kvöld ekkert brudl- Við óskum viðskiptavinum okkar svo og landsmönnum öllum árs og friðar og þökkum gott samstarf, góð samskipti og öll elskulegheit á liðnu ári Opnum klukkan tólf Aðstandendur leikkonunnarWinonu Ryder hafa miklar áhyggjur af andlegri heilsu henn- ar. Hún hefur nú verið sett á sjálfs- morðsvakt á Ced- ars Sinai-spítalan- um eftir að hafa viðurkennt að hafa verið að íhuga sjálfsmorð. Stúlkan hefur grennst mikið síð- ustu daga og átt í miklum deilum við móður sína, sem krefst þess að dóttir sín leiti sér aðstoðar vegna lyfjafíknar sinnar. Sjálfsá- lit hennar á að vera afar lítið þessa dagana og henni finnst sem allur kvikmyndaiðnaðurinn sé hlæjandi að óförum hennar. Leikarinn George Clooney seg-ist hættur að leika í popp- kornssmellum. Hann segir upp- hæðirnar sem hann fær borgað fyrir að gera slík- ar myndir vera út í hött. Clooney segist vera í þannig stöðu að hann geti valið á milli hlutverka sem henti honum vel þar sem hann vilji taka áhættusamari og meira krefjandi hlutverk. Hann tekur ekki fyrir það að vinna með Coen-bræðrun- um í komandi framtíð. Rapparinn Eminem óttast nú aðhann sé orðinn of frægur til þess að vera tekinn alvarlegur. Hann segist nær fullviss um að vin- sældir sínar þessa dagana séu slíkar að almenningur hljóti að snúast gegn honum bráð- um. Eftir að síð- asta smáskífa hans seldist í yfir 7,5 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum spyr pilturinn: „Ef allir elska þig, hver er þá eftir til þess að hata þig? Þetta gengur ekki upp, krakkar vilja bara hlusta á það sem foreldrar þeirra hata. Ef þeir eru byrjaðir að hafa gaman að tónlist minni líka er ég dauða- dæmdur.“ Michael Jackson er ævareiðureftir að tölvuleikur var gerð- ur í hans nafni. Leikurinn gerir stólpagrín að barnasveiflu hans í Þýskalandi í síð- asta mánuði. Áhugasamir geta farið á vefsvæðið madblast.com og prófað leikinn. Notendur stjórna körfu til þess að grípa börn er Jackson fleygir í sí- fellu af svölum hótels. Lagið er heyrist leikið undir er afar líkt „Smooth Criminal“ og annað slag- ið skríkir poppkóngurinn með sín- um alkunna hætti. Að sjálfsögðu íhugar Jackson nú að lögsækja fyrirtækið eUniverse Inc., sem framleiddi netleikinn. HARRISON OG CALISTA Hafa verið par í tæpt ár og ætla nú að ganga í það heilaga. Harrison Ford trúlofaður: Calista Ford? FÓLK Mesti töffari geimþokunnar, Harrison Ford, féll niður á hné á jóladag og bað kærustu sína, Calistu Flockhart, um að giftast sér. Maðurinn með svipuna og hatt- inn, sem nú er 60 ára, var ekkert að spara í trúlofunarhringinn því hann kostaði 300 þúsund dollara (rúmlega 24 milljónir íslenskra króna). Hringurinn var svo falinn í jólagjöf hennar, sem var Gucci handtaska upp á litlar 1200 dollara. Flockhart, sem er þekktust fyrir að leika lögfræðingin þvengmjóa Ally McBeal, féll nærri því í yfirlið og sagði „já“ undir eins. ■ TÓNLIST Rafhljómsveitin múm fékk riftun á plötusamningi sínum við Thule Musik staðfestan með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á mánu- dag. Hljómplötufyrirtækið hafði þótt fara verulega út fyrir efni samningsins og brotið gegn mikil- vægum réttindunum stefnenda sem listamanna. Múm lagði fram kæru á hendur Thule síðasta sumar eftir að hafa frétt af því að lag þeirra „I’m 9 Today“ væri notað í auglýsingu fyr- ir Sony í Bandaríkjunum. Útgáfan hafði þá gefið fyrirtækinu leyfi fyr- ir notkun lagsins án samþykkis liðs- manna múm. Samningurinn sem múm gerði við Thule á sínum tíma var gerður fyrir útgáfu fyrstu plötu sveitarinn- ar, „Yesterday Was Dramatic, Today Is Ok“, og gaf fyrirtækinu einkarétt á útgáfu hennar um allan heim til fimm ára. Það gaf fyrirtækinu þó ekki leyfi til þess að versla með höf- undarétt sveitarinnar án samþykkis meðlima hennar. Sala lagsins í aug- lýsinguna var þannig, samkvæmt dómi Héraðsdóms, klárt brot á rétti liðsmanna, sem eiga höfundaréttinn af tónsmíðum sínum. Héraðsdómur heimilaði múm að rifta plötusamningi sínum við Thule um útgáfu fyrstu plötunnar. Einnig var fyrirtækinu skipað að greiða liðsmönnum 300 þúsund krónur í málskostnað. Múm gerði í fyrra nýjan plötu- samning við bresku útgáfuna Fat Cat og gaf út aðra skífu sína, „Finally We Are No One“, út á heimsvísu í gegnum hana. ■ MÚM Samkvæmt dómi Héraðsdóms á múm nú útgáfuréttinn af fyrstu breiðskífu sinni, „Yester- day Was Dramatic, Today Is Ok“. Sveitin gefur nú út plötur hjá bresku útgáfunni Fat Cat. Múm vinnur mál sitt gegn Thule Musik: Seldu lag í auglýsingu í leyfisleysi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.