Fréttablaðið - 02.01.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 02.01.2003, Síða 23
K O R T E R allt að afsláttur 23FIMMTUDAGUR 2. janúar 2003 KVIKMYNDIR Leikararnir úr Friends eru með kvikmynd í bígerð sem byggð verður á samnefndum þátt- um. Vinirnir eru allir búnir að skrifa undir samnings þess efnis og fær hvert þeirra sem samsvar- ar tæpum milljarði íslenskra króna fyrir vikið auk prósentu af innkomu. Kvikmyndin hefur lengi legið í loftinu. Þegar Jennifer Aniston samþykkti að leika í tíundu serí- unni, sem framleidd verður eftir áramót, var ákveðið að slá til. Ani- ston hafði íhugað að slíta vinskapn- um þar sem hún vildi sinna fjöl- skyldu sinni. Nokkur atriðið úr myndinni hafa þegar lekið út, þar á meðal þegar Joey, leikinn af Matt Le Blanc, berar bossann. Samkvæmt heimildum frá Hollywood búast framleiðendur myndarinnar við að kvenfólk og samkynhneigðir menn muni flykkjast á myndina enda nýtur Joey gríðarlegra vinsælda. ■ Þáttaskil hjá Friends: Vinir á hvíta tjaldið VINIR Vinirnir hafa allir samþykkt að leika í tíundu þáttaröðinni. Karlskrona í Svíþjóð: Drukkinn elgur ræðst á barn ÓLÁTAELGUR Lögregla í bænum Karlskrona í Svíþjóð var kölluð til þegar drukkinn elgur gekk ber- serksgang í íbúðahverfi í bænum. Elgurinn réðst á átta ára dreng, sem var að leik í garðinum heima hjá sér, en lögreglan brást skjótt við og skaut dýrið. Drengurinn var miður sín af hræðslu en slapp með skrámur. Elgir eru algengir í Svíþjóð og eru yfirleitt feimnir og friðsamir, en geta orðið árásar- gjarnir eftir að hafa gætt sér á uppáhalds vetrar-“snakkinu“ sem eru gerjuð epli. ■ ZETA JONES Catherine Zeta Jones er gift leikaranum Michael Douglas og eiga þau eitt barn saman. Annað barn þeirra hjóna kemur í heiminn í mars. Catherine Zeta Jones: Nágrann- arnir æva- reiðir KVIKMYNDIR Leikkonan Catherine Zeta Jones hefur reitt nágranna sína í heimabæ sínum, Swansea í Wales, til reiði með áformum sín- um um að stækka við glæsivillu sína. Hefur hún ákveðið að láta byggja aukahæð á húsið og eru framkvæmdir þegar hafnar. Er frú Jones ásökuð af nágrönnum sínum um að hafa breytt upphaf- legum áformum sínum um hönn- un hússins og að hafa eyðilagt um leið nánasta umhverfi hússins með því að höggva þar niður alda- gömul tré. ■ NÝTT ÁR Í RÚSSLANDI Nýja árið kemur líka í Rússlandi. Engu var til sparað í jólaskreytingum í ár og voru þær meðal annars hengdar utan á múra Kremlar. Samkvæmt gregoríönsku dagatali eru jólin 7. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.