Fréttablaðið - 02.01.2003, Qupperneq 24
2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
KÓNGAFÓLKIÐ Breska dagblaðið
The Sunday Mirror sakaði á laug-
ardag Karl Bretaprins um hræsni
eftir að prinsinn skrifaði undir
samning við þýska bifreiðafyrir-
tækið Audi um kaup á nýjum bíl.
Nokkrum dögum áður hafði Karl
hvatt bresku þjóðina til að kaupa
innlendar vörur, en fór svo sjálfur
og skrifaði upp á 100.000 punda
samning við Audi-verksmiðjuna.
Prinsinn átti fyrir breska bifreið
af gerðinni Vauxhall. „Þetta er
grófasta hræsni,“ sagði þingmað-
ur Verkamannaflokksins, Tom
Watson, „og greinilegt að meðlim-
ir krúnunnar hafa engan áhuga á
verkamönnum í eigin landi.“
Talsmaður prinsins sagðist vita
til þess að einn lúxusbíll hefði ver-
ið keyptur af Audi til að koma í
staðinn fyrir Omega-bifreið sem
hann sagði reyndar ekki lengur
framleidda af Vauxhall. Aðspurð-
ur hvort rétt væri að sex bifreiðar
frá Audi hefðu verið afhentar
konungsfjölskyldunni sagðist
hann ekki hafa hugmynd um það.
„Ef svo er geri ég ráð fyrir að
starfsmenn hirðarinnar hafi per-
sónulega fest kaup á þeim bílum,“
sagði talsmaðurinn. ■
Karl Bretaprins:
Sakaður
um hræsni
PRINSINN Í BRETLANDI
Vildi frekar þýska bifreið en breska.
ÁRAMÓTAHEIT Líf fólks er markað
af endalausum tímamótum og
ákveðnum hefðum sem hafa
skapast í kringum þau. Þannig er
ekki óalgengt að fólk vakni á
morgnana og gangi til náða á
kvöldin, drekki sig yfirum um
helgar og millifæri launin sín um
hver mánaðamót á reikninga
hinna ýmsu lánadrottna. Öll þessi
misstóru tímamót springa svo út
í sjálfum áramótunum og allt er
keyrt fram úr hófi, drykkjan er
aukin, peningar eru sprengdir í
loft upp og engum málsmetandi
Íslendingi kemur til hugar að
halla sér fyrr en nýr dagur er
löngu risinn. Margir nota þessi
tímamót einnig til þess að líta til
baka og reka þá oft augun í eitt-
hvað sem betur mætti fara hjá
þeim. Líkamlegt ástand fólks er
því jafnan ofarlega í huga og
mikið er um heitstrengingar
tengdar bættu líferni, auk þess
sem einhverjir sverja þess dýran
eið að kaupa ekkert á raðgreiðsl-
um á nýja árinu, vera betri við
börnin sín og fleira í þeim dúr.
Bára Magnúsdóttir, hjá Dans-
rækt JSB, hefur fylgst með lík-
amlegu ástandi landans í um 30
ár. Hún segir alla í líkamsræktar-
bransanum finna fyrir aukinni
eftirspurn í kringum áramót.
„Líkamsræktin er að vísu orðin
mjög stöðug, enda orðin eðlilegur
þáttur í lífi flestra. Það breytir
því þó ekki að það koma alltaf
ákveðnir toppar á haustin og í
janúar.“
Bára segir þessi yfirflóð ekki
vara lengi og þeir sem ákveði það
nánast upp úr þurru að koma sér
í form með hraði heltist fljótlega
úr lestinni. „Líkamsrækt er ekk-
ert sem maður skreppur í og ég
hef ekki séð ástæðu til að koma
með einhver gylliboð í janúar og
gera út á þess flóðbylgju. Það
gerist lítið í þessum málum hjá
fólki fyrr en það tekur ákvörðun
um að bæta sig innra með sér og
er tilbúið til að gera þetta al-
mennilega. Þetta er alveg eins og
að hætta að reykja. Það gengur
ekki fyrr en fólk vill virkilega
hætta.“
Þeir eru ófáir sem ákveða að
drepa í síðustu sígarettunni á
gamlárskvöld en lenda svo í því
að falla á næstu klukkustundum,
sólarhringum eða vikum. Guðjón
Bergmann hefur hjálpað fólki að
hætta að reykja frá árinu 1997 og
hann segir eftirspurnina eftir
þjónustu sinni aldrei meiri en í
janúar á hverju ári. „Fólk stend-
ur þarna á ákveðnum tímamótum
og tekur þessa ákvörðun. Vanda-
málið er að margir gera það án
þess að undirbúa sig neitt. Þeir
sem hætta að reykja óundirbúnir
eiga það á hættu að falla og í
hvert skipti sem maður fellur
vex manni þetta verkefni enn
meira í augum. Ég hef bent fólki
á það að það er ekkert mál að
hætta en undirbúningurinn skipti
öllu máli svo fólk sé ekki að búa
sér til slæmar minningar sem
oftar en ekki tengjast misheppn-
uðum áramótaheitum. Ég legg
því áherslu á að fólk hætti ekki
að reykja fyrr en það byrjar á
námskeiðunum hjá mér fyrstu
vikuna í janúar og ræð því frá að
hætta endilega 1. janúar þar sem
hætt er við að það falli í millitíð-
inni og mæti vonlítið til leiks.“ ■
Áramót með heilum
eða hálfum hug
Fjöldi fólks ákveður að takast á við veikleika sína um hver áramót.
Það er þó engan veginn nóg að ákveða slíkt á síðustu mínútum ársins og hugur
verður að fylgja máli eigi árangur að nást.
GUÐJÓN
BERGMANN
Hefur hjálpað
reykingafólki að
hætta síðan 1997.
„Ég hef verið að
einbeita mér
meira og meira
að jóganu en
ákvað að bregð-
ast við mikilli eft-
irspurn með því
að halda eitt opið
reykinganámskeið
í janúar.“
BÁRA MAGNÚSDÓTTIR
Segir það fasta liði í líkamsræktinni að fólk ákveði að taka sig á um áramót og streymi út
á líkamsræktarstöðvarnar í janúar. Hún bendir á að það sé ekki nóg að taka þessa
ákvörðun á hlaupum. Þörfin verði að koma að innan og viljinn til að breyta verði að vera
sterkur. Annars sé betur heima setið en af stað farið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Glæsileg ítölsk leðursófasett
stakir sófar og hornsófar
Erum einnig með glæsilegar
ítalskar eldhúsinnréttingar,
komið og skoðið sýningar-
eldhúsin á staðnum eða fáið
sendan myndalista.
– gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.
Sími 565-1234
Módel IS 1000 3+1+1 verð nú aðeins 198.000.- stgr.
Litir: koníksbrúnt, antikbrúnt, svart, búrgundýrautt og ljóst
Módel IS 200 3+1+1 3+2+1 í Bycast leðri og taui
Tilboð 3+1+1 í leðri á aðeins 298.000.- stgr.
Margar gerðir af borðstofuhúsgögnum frá Ambitat.
Leðurhornsófar 2+H+2 og 2+H+3 verð frá 179.000.- stgr.
Litir: koníaksbrúnt og antíkbrúnt.
Módel King 3+1+1, fullt verð 329.000.- verð nú 298.900.- stgr.
Koníaksbrúnt, rauðbrúnt og dökkbrúnt bycast leður
Opið mán.–fös. 10–18 og lau. 10–16