Fréttablaðið - 02.01.2003, Side 30
30 2. janúar 2003 FIMMTUDAGUR
HVAR
Verður ekki múlbundinn
Bubbi Morthens er þakklátur fyrir þann heiður sem honum hefur
verið sýndur með hinni íslensku fálkaorðu. Hann segir viðurkenning-
una þó ekki múlbinda sig. Hann muni ekki liggja á skoðunum sínum
fremur en endranær og halda áfram að fara sínu fram.
„Þetta er fyrst og fremst mikill
heiður enda er þetta æðsta viður-
kenning sem þjóðin veitir lista-
mönnum sínum og þeim sem
hafa lagt eitthvað til málanna,“
segir Bubbi Morthens en forseti
Íslands sæmdi hann riddara-
krossi fyrir framlag sitt til ís-
lenskrar tónlistar. „Þar fyrir
utan finnst mér þetta vera heiður
fyrir þann geira tónlistar sem ég
tilheyri en ég er auðvitað ekki
hefðbundinn dægurtónlistarmað-
ur. Ég er umdeildur og hef farið
mínu fram þannig að það má
kannski segja að einhverju leyti
að þarna hafi verið brotið blað í
sögu orðuveitinga,“ bætir Bubbi
við og hlær.
Bubbi segir það alls ekki frá-
leitt að gamall gúanórokkari sé
sæmdur fálkaorðunni á Bessa-
stöðum og í raun sé orðan ekki
fjarlæg frystihúsunum. „Skip-
stjórar og aflaklær og fleiri sem
tengjast sjávarútvegi hafa fengið
orður þannig að það er ekki svo
langt á milli gúanórokksins og
fálkaorðunnar. Það eru svo auð-
vitað 23 ár síðan ég steig út úr
gúanóinu og gerðist tónlistar-
maður þannig að ef árin eru talin
gengur þetta ágætlega upp.“
Bubbi segir þennan heiður
ekki múlbinda sig á nokkurn
hátt. „Ég fer ekkert að þegja og
hætta að segja það sem mér
finnst enda lít ég frekar á þetta
sem viðurkenningu á því að það
sem ég hef verið að gera hafi
fengið hljómgrunn hjá orðu-
veitinganefnd.“
Síðasta ár var býsna gott hjá
Bubba. „Þetta var frábært ár.
Minn mælikvarði á það liggur í
því hvernig börnin mín og konan
hafa það. Ef þeim líður vel þá er
það æðislegt og allt annað er
bara viðbót við það. En árið var
vissulega mjög gott, nýja platan
seldist vel, ég var gerður bæjar-
listamaður á Seltjarnarnesi og
svo framvegis og svo fæ ég orðu
núna. Þetta er búið að vera fer-
lega gaman.“ ■
FÓLK Í FRÉTTUM
ÁFANGI
FORMAÐUR „Ég er nú í þannig
vinnu að hún hirðir mest af þrek-
inu,“ segir Helgi Laxdal, formað-
ur Vélstjórafélags Íslands. En
Helgi er nú ekki aldeilis þreklaus
því hann vaknar klukkan sex á
hverjum morgni og fer í ræktina.
„Ég byrja á að hjóla í 20 mínútur,
fer svo í nokkur tæki og er yfir-
leitt kominn í vinnuna korter fyr-
ir átta. Svo fer ég býsna oft í
göngutúr á kvöldin og geng þá
allt upp í klukkutíma.“
Helgi verður 62 ára 9. janúar,
er í steingeitarmerkinu og afar
stoltur af. „Ef geiturnar lenda í
að taka skref afturábak taka þær
umsvifalaust tvö áfram. Svo eru
þær íhaldssamar, það sést nú til
dæmis best á því að ég hef átt
sömu konuna í 40 ár,“ segir Helgi,
en eiginkona hans er Guðrún Jó-
hannsdóttir framkvæmdastjóri.
„Hún rekur verslun, en ég kem
ekkert nálægt því nema auðvitað
með því að gefa holl ráð.“
Hann segist gjarnan fara utan
í sumarfríum og þá helst í
Móseldalinn. „Ég hef verið þar 15
til 20 sinnum,“ segir hann og
staðfestir enn og aftur íhalds-
semi steingeitarinnar.
„Svo er ég haldin einni ákveð-
inni sérvisku. Ég set undantekn-
ingarlaust niður kartöflur 1. maí.
Ég hef stundum sagt að ég færi
með útsæðið í hitakönnu ef frost
væri í jörðu, frekar en að sleppa
því að setja niður. Meðan aðrir
verkalýðsleiðtogar þramma um
göturnar með fána set ég niður
kartöflur,“ segir Helgi og skelli-
hlær.
Nýja árið leggst vel í Helga og
hann strengir engin áramótaheit.
„Ég er hættur að reykja og drek-
ka kaffi og búinn að losa mig við
tíu kíló. Það var erfiðara að hætta
í kaffinu en tóbakinu, en ég er
öfgamaður í öllu sem ég geri og
sömuleiðis nógu viljasterkur til
að gera það sem ég ætla mér,“
segir verkalýðskempan að lok-
um. ■
Helgi Laxdal er formaður Vélstjórafé-
lags Íslands. Hann er giftur Guðrúnu
Jóhannsdóttur og á fjögur uppkomin
börn, tíu afabörn og eitt langafabarn.
Sérvitur dugnaðarforkur í steingeitarmerkinu
JARÐARFARIR
13.30 Auður Brynþóra Böðvarsdóttir
verður jarðsungin frá Háteigs-
kirkju.
TÍMAMÓT
BUBBI MORTHENS
„Ég er umdeildur og hef farið mínu fram þannig að það má kannski segja að einhverju
leyti að þarna hafi verið brotið blað í sögu orðuveitinga.“
Þrátt fyrir að viðskilnaður Dav-íðs Oddssonar og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur úr stóli borg-
arstjóra með rúmra ellefu ára
millibili sé með ólíkum hætti er
margt svipað á ferli þeirra sem
borgarstjóri. Bæði völdust þau til
forystu til að vinna borgina úr
höndum pólitískra andstæðinga
sinna, bæði leiddu þau lista sína
til þriggja sigra í kosningum áður
en þau létu af völdum í upphafi
þriðja kjörtímabils síns og bæði
urðu þau stærri en listarnir sem
þau leiddu. Hins vegar á eftir að
koma í ljós hvort vinstrimanna
bíði sömu örlög eftir brotthvarf
Ingibjargar Sólrúnar og sjálfstæð-
ismanna eftir brotthvarf Davíðs,
að tapa næstu borgarstjórnar-
kosningum og sætta sig við að
vera í minnihluta næsta áratuginn
eða svo.
Ástæður fyrir uppþoti því semvarð í herbúðum Reykjavíkur-
listans um liðna helgi eru nú óðum
að skýrast. Skrifast uppþotið að
stórum hluta á Stefán Jón Haf-
stein, sem mun hafa aftekið með
öllu að utanaðkomandi aðili settist
í stól Ingibjargar Sólrúnar þegar
hún neyddist til að víkja. Stefán
Jón mun sjálfur hafa ætlað sér
stólinn og því verið þver fyrir.
Þegar samherjar höfðu snúið upp
á handlegginn á honum gaf hann
andstöðu sína eftir og lýsti því
yfir að hann væri sáttur við niður-
stöðuna. Tók þetta allt sinn tíma.
Samfylkingin er í ágætum mál-um ef marka má stuðið sem
var á Össuri Skarhéðinssyni í
þáttum ljósvakamiðlanna á gaml-
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
Ingibjörg Sólrún ætlaði í landsmálin -
ekki í slagsmálin.
Leiðrétting ÞESSI HLUTU HEIÐURSMERKI
HINNAR ÍSLENSKU FÁLKAORÐU
Ásbjörn K. Morthens, tónlistarmaður
Berglind Ásgeirsdóttir, aðst.frkstj. OECD
Elín Rósa Finnbogadóttir, Samhjálp kvenna
Grímur Gíslason, fréttaritari
Guðmundur H. Garðarson, fv. alþingismaður
Hólmfríður Pétursdóttir, húsfreyja
Hulda Jensdóttir, ljósmóðir
Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð
Oddgeir Guðjónsson, fv. bóndi
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor
Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður
Sigurður Dementz Franzson, tónlistarmaður
Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur
Steinar Berg Björnsson, fv. framkvæmdastjóri
Svend Aage Malmberg, haffræðingur
FORMAÐUR VÉLSTJÓRAFÉLAGSINS
Lætur sig ekki muna um að lyfta lóðum og
gera æfingar fyrir allar aldir á morgnana.
ársdag. Í Kryddsíld Stöðvar tvö
tókst honum að setja Davíð Odds-
son úr jafnvægi í harðri orðasennu
þar sem kapparnir kölluðu hvorn
annan dóna. Ekki hlýnaði þegar
Össur náði að gera Falun Gong og
svörtu listana að umræðuefni í
næstum þriðjungi þáttarins. Þeim
lenti saman út af Ingibjörgu Sól-
rúnu, þar sem Davíð spurði hvaða
máli það skipti þó hún færi í fram-
boð. Össur átti þá mergjuð lokaorð
þáttarins þegar hann hallaði sér
fram og sagði: Það getur meðal
annars skipt því að þú verður ekki
ráðherra eftir kosningarnar!
LÓÐRÉTT: 1 auðvelt, 2 sefar, 3 malbik, 4 mat, 5 borða, 6 pár, 7 bolta, 8 batt,
11 aumingi, 14 teygjanleg, 16 féð, 18 flatfiskur, 20 snjallast, 21 leiðslur, 23
band, 26 trufla, 28 flennu, 30 illgresi, 31 etja, 33 málmur.
LÁRÉTT:
1 mynt,
4 sársauki,
9 samfelld,
10 bindi,
12 æða,
13 eyðast,
15 gláp,
17 ólærð,
19 nöldur,
20 fann,
22 kúgaði,
24 spýja,
25 ýlfra,
27 svif,
29 seðilsins,
32 þraut,
34 eldstæði,
35 eldisdýr,
36 ljósið,
37 bæta.
Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hrós, 4 næstum, 9 skjatta, 10 sóar, 12
stör, 13 skrifa, 15 míla, 17 karp, 19 nið, 20 króar, 22 rauða, 24 urt, 25 gróf, 27
rita, 29 aftans, 32 aumu, 34 runu, 35 skelkað, 36 mótaði, 37 rist. Lóðrétt: 1
hass, 2 ósar, 3 skrika, 4 nasar, 5 ætt, 6 stöm, 7 tarínu, 8 mótaða, 11 ókyrri, 14
farg, 16 liðinn, 18 próf, 20 kurfum, 21 óttast, 23 aftrar, 26 rauli, 28 aka, 30 auði,
31 sult, 33 me.
KROSSGÁTA
Ég er að vinna á Landspítalan-um við meðferðarstörf á
geðsviði og við kynlífsráðgjöf á
eigin stofu,“ segir Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir, hjúkrunar- og kyn-
fræðingur.
Jóna Ingibjörg var í sviðsljós-
inu árið 1987 þegar hún bar hinn
nýstárlega titil kynfræðingur og
bauð upp á námskeið fyrir konur
sem vildu læra að fá kynferðis-
lega fullnægingu. Hún fluttist til
Danmerkur árið 1996 þar sem hún
lærði þerapíu og segir kynlífsum-
ræðuna hér á landi ekki hafa
breyst mikið á þeim fimm árum
sem hún var þar. „Það er sama
ófaglega umræðan í gangi hér á
landi. Það sárvantar vettvang fyr-
ir faglega umræðu. Allt annað er
óbreytt.“
Þórólfur Árnason.
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Hljómsveitin Írafár.
1.
2.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Einu sinni voru tvær golfkylfur á
bar og barþjónninn spurði hvað
mætti færa þeim. Þá sagði önnur:
„Einn bjór takk“. Svo spurði bar-
þjónninn hina kylfuna og hún
sagði: „Ekkert, ég er dræver.“
OG SVO EINN
ÓÞÝÐANLEGUR...