Fréttablaðið - 02.01.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Of feitur
Bakþankar
Sigurjóns M. Egilssonar
Ekkert frekar um áramót en áöðrum tímum hef ég fundið þörf
á að taka mig á þar sem helst er
þörfin. Miðað við alla staðla og
sennilega alla skynsemi má segja að
ég sé um tuttugu og fimm kílóum of
þungur. Og hef verið það svo til síð-
an ég hætti að reykja fyrir tæpum
fimm árum. Meðvitaður um að mín
bíður að léttast hef ég reynt ítrekað
að taka á vandanum. Ég hef keypt
mánaðarkort og árskort og talað mig
inn á nauðsyn þess að hefjast handa
nú þegar.
LÍKAMSRÆKT er ein leiðin. Ég
hef reynt hana. Léttist strax um eitt
kíló og svo annað og annað. Fór að
reikna og sá að ég yrði glæsilegur á
hálfu ári. Svo fór ég að skrópa. Gat
ekki séð af tæpum tveimur klukku-
stundum á dag. Komst líka að því að
það væri ekki fínt að vera
rennsveittur og örþreyttur í illa
lyktandi húsi þegar mín biðu önnur
verkefni. Verst var að vera búinn að
kaupa árskort og endast ekki í mán-
uð. Taldi sjálfum mér trú um að ég
myndi byrja aftur í næstu viku. Síð-
an eru liðin nokkur ár.
HITTI GAMLAN kunningja sem
til margra ára hafði verið feitari en
ég. Hann var allt annar. Ég spurði
hvað hefði komið fyrir. Skýringin
var einföld, megrunarduft og
töfrapillur. Árangurinn var augljós.
Þrjátíu kíló farin. Hann var sölu-
maður fyrir duftið. Ég keypti fyrir
glás af peningum. Ég hrærði duftið,
blandaði mér töfrate og gleypti pill-
urnar en ekkert gerðist. Leitaði
skýringa og eftir að hafa hlustað á
hinn fyrrum feita mann sá ég hvað
var að. Hann hafði ekki gert neitt
annað í heilt ár en blanda sér te,
gleypa pillur og drekka rennandi
duft. Ég gat ekki hætt að vinna svo
ég tók aftur að borða kjötfars og
fleira gómsætt.
NÚ ER ÉG að elta annan félaga.
Borða sérstakt morgunkorn blandað í
súrmjólk á morgnana og helst ekki
annað fyrr en á kvöldin. Léttist ekk-
ert en er sísvangur. Ég var ráðþrota.
Fann þó lausnina um daginn. Þurfti á
fund og mín megin við borðið sátu
fimm aðrir karlar á svipuðu reki og
ég. Allir áttum við eitt sameiginlegt,
bumbur. Kannski var mín stærst, ég
veit það ekki, en komst samt að því
að mikill meirihluti karla á miðjum
aldri er með bumbu, því ekki ég?
Skipti eflaust um skoðun og kaupi
gagnslítið árskort einhvern daginn. ■