Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.12.2002, Qupperneq 6
6 13. desember 2002 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Hún fékk meirihluta atkvæða útvarpsráðs í kosningu um nýj- an fréttastjóra Sjónvarpsins, en fékk hins vegar ekki stöðuna. Hvað heitir konan? Fimmtán flugskeyti fundust í flutningsaskipi úti af austur- horni Afríku á mánudaginn. Hvaðan voru flugskeytin? AC Milan sigraði Dortmund 1-0 í Meistaradeild Evrópu í fyrra- dag. Hver skoraði markið? ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 LONDON, AP Skoska dagblaðið The Scotsman heldur því fram að Cherie Blair, eiginkona breska forsætisráðherrans, hafi skoðað málsskjöl gegn ástralska svika- hrappnum Peter Foster, sem veitti heinni ráðleggingar um íbúða- kaup fyrir nokkru. Sjálf segist Blair ekki hafa vit- að um brotaferil Fosters fyrr en lögreglan skýrði henni frá honum fyrir nokkrum vikum. Starfsmaður á skrifstofu for- sætisráðherrans ítrekaði í gær að forsætisráðherrafrúin hefði aldrei séð málsskjölin gegn Foster, hvað þá lesið þau. Fréttin í The Scotsman væri alröng. Carole Caplin, sem er bæði vin- kona Cherie og kærasta Fosters, viðurkenndi í gær að hafa sjálf faxað þessi skjöl til Cherie Blair 22. nóvember síðastliðinn. Hins vegar hafi Cherie Blair neitað að lesa þau. Það væri ekki við hæfi. Í The Scotsman er því haldið fram, að Cherie Blair hafi sjálf beðið um þessi skjöl eftir að hún frétti að Foster hefði áhyggjur af því að sér yrði vísað úr landi. Oliver Letwin, formælandi breska Íhaldsflokksins, sagði þessar upplýsingar í The Scots- man sýna enn frekar þörfina á því að fram fari óháð rannsókn á málinu. ■ BORGIN Sótt hefur verið um leyfi til að rífa Austurbæjarbíó og byggja þar 5 hæða íbúðarhús með 47 íbúðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, segir sjálfsagt að skoða þessa til- lögu. Í erindinu, sem var lagt fram á fundi borgarráðs, er sótt um lóðina Snorrabraut 37 sem og lóðina þar bak við, þar sem nú er leikvöllur og gæsluvöllur. Umsóknaraðilinn er Á.H.Á. byggingar ehf. Vill verktakinn fá leyfi til að rífa Austurbæjarbíó, eins og áður sagði, og byggja þar 5 hæða hús með 47 íbúðum og verslunarrým- um á neðstu hæðinni. Á leikvellin- um er sótt um að fá að byggja þriggja og fjögurra hæða hús ofan á bílageymslu. Ingibjörg Sólrún segir að íbúð- ir á þessum stað myndu án efa styrkja miðborgarsvæðið. „Hvort það er best gert með þeim hætti sem kynnt er í tillög- unni er önnur saga,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Það hafa nú verið heldur neikvæðar umsagnir um þetta frá skipulagssviði og leik- skólum Reykjavíkur, sem hafa bent á það að þetta er eina leik- svæðið á nokkuð stóru svæði. Það gæti verið kannski mikilvægt að halda í sérstaklega ef menn ætla að fara í einhverja uppbyggingu í Holtunum.“ Ingibjörg Sólrún segir að það yrði sjónarsviptir að Austur- bæjarbíói. „En það er líka vont ef það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir Austurbæjarbíói. Einhver verður að vilja eiga það og reka það.“ Borgarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og bygging- arnefndar. Næsti fundur nefndar- innar er á miðvikudaginn, en sam- kvæmt upplýsingum frá borgar- skipulagi er ólíklegt að erindið verði tekið fyrir fyrr en eftir ára- mót. Í febrúar barst svipað erindi til borgaryfirvalda. Þá var sótt um að fá að reisa 6 hæða hús með 53 íbúðum. Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur og húsa- deild Minjasafns Reykjavíkur lögðust eindregið gegn hugmynd- inni og um umsögn frá því í mars sagði: „Húsið (Austurbæjarbíó) er eitt af fáum kvikmyndahúsum sem eftir eru í miðborginni og fyrsta hverfabíóið sem reist var eftir að farið var að skipuleggja úthverfi í Reykjavík. Húsið er áberandi hluti fúnkísskipulags Norðurmýrarinnar og menningar- miðstöð þess hverfis frá upphafi. Þar er einnig áberandi hluti götu- myndar Snorrabrautar, sem er einkar heildstæð á þessu svæði.“ trausti@frettabladid.is LÖGBIRTINGABLAÐIÐ Lögbirtinga- blaðið hættir að koma út með hefð- bundnum hætti frá og með næstu áramótum, samkvæmt frumvarpi sem nú er til lokaafgreiðslu hjá Al- þingi. Lögbirtingablaðið hefur komið út í 95 ár en þar birtast dómsmálaauglýsingar, svo sem op- inberar stefnur til dóms, úrskurðir um töku búa til opinberra skipta og áskoranir um kröfulýsingar, aug- lýsingar um skiptafundi og skipta- lok þrotabúa, nauðungarsölur, lög- ræðissviptingar og auglýsingar um kaupmála hjóna, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur heimilt að gefa Lögbirtingablað- ið út með rafrænum hætti til birt- ingar á Netinu en réttaráhrif sem bundin eru birtingu í blaðinu verða óbreytt eftir sem áður. Jafnframt verður frá og með áramótum hætt að prenta blaðið með hefðbundn- um hætti í prentsmiðju. Þó verður áfram hægt að panta það gegn greiðslu kostnaðar við útprentun. Útgjöld vegna Lögbirtinga- blaðsins hafa numið um 30 milljón- um á ári en áskrifendur eru nú tæplega 1.900. Þeim hefur þó fækkað talsvert undanfarin ár, sérstaklega í kjölfar þess að farið var að birta efni blaðsins á Netinu í febrúar síðastliðnum. Gert er ráð fyrir því að tilkostnaður við útgáfu Lögbirtingablaðsins lækki um tæplega 13 milljónir króna eftir að prentun blaðsins verður hætt og verða gjöld fyrir tilkynningar og auglýsingar í blaðinu lækkuð sem því nemur. ■ Lögbirtingablaðið ekki lengur á pappír: Aðeins á Netinu frá áramótum HEYRIR BRÁTT SÖGUNNI TIL Hætt verður að prenta Lögbirtingablaðið frá og með næstu áramótum. Blaðið verður birt á Netinu en með því sparast á annan tug milljóna á ári. Verktakar vilja rífa Austurbæjarbíó Sótt hefur verið um leyfi til að byggja 5 hæða íbúðarhús á lóðinni Snorrabraut 37. Minjavernd og Listasafn Reykjavíkur lögðust gegn hugmyndinni fyrr á árinu. Borgarstjóri segir að íbúðir á þessum stað myndu án efa styrkja miðborgarsvæðið. AUSTURBÆJARBÍÓ Fyrirtækið Á.H.Á. byggingar ehf. vill fá leyfi til að rífa Austurbæjarbíó og byggja þar 5 hæða hús með 47 íbúðum og verslunarrýmum á neðstu hæðinni. Verktakinn hefur enn fremur sótt um að fá að byggja þriggja og fjögurra hæða hús ofan á bílageymslu á lóðinni bak við bíóið, þar sem nú er leikvöllur. „Austurbæjar- bíó er eitt af fáum kvik- myndahúsum sem eftir eru í miðborginni.“ Vandræðum Cherie Blair hvergi nærri lokið: Fékk málsskjöl svikahrappsins PETER FOSTER Ástralski svikahrappurinn, sem forsætisráð- herrafrú Bretlands leitaði ráða hjá um íbúðakaup. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.