Fréttablaðið - 13.12.2002, Page 8
13. desember 2002 FÖSTUDAGUR
©
2
00
2
TO
P
S
H
O
P
W
W
W
.T
O
P
S
H
O
P
.C
O
.U
K
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
P
19
61
9
1
2/
20
02
Tilbo›i› gildir alla helgina
Opi› til 22.00 alla daga fram a› jólum
25 % afsláttur
af öllum peysum - dömu & herra
SMÁRALIND | LÆKJARGÖTU
KAUPMANNAHÖFN, AP Ákafar og
nánast örvæntingarfullar samn-
ingaviðræður hafa staðið yfir síð-
ustu daga til þess að ná samkomu-
lagi um að stofna sambandsríki
Grikkja og Tyrkja á Kýpur. Evr-
ópusambandið stendur fast á því
að náist ekki samkomulag verði
eingöngu gríska hluta eyjunnar
boðin aðild.
Eyjan klofnaði í tvennt árið
1974 þegar tyrkneski herinn gerði
innrás eftir að grískir uppreisnar-
menn gerðu stjórnarbyltingu á
Kýpur. Tyrkland er enn með 40
þúsund manna her á tyrkneska
hluta eyjunnar.
Tveggja daga leiðtogafundi
Evrópusambandsins í Kaup-
mannahöfn lýkur í dag. Á fundin-
um verða teknar endanlegar
ákvarðanir um það hvaða ríkjum
verður boðin aðild árið 2004.
Kýpur er eitt þeirra tíu ríkja
sem hafa fengið vilyrði um aðild.
Hin eru fyrrverandi austantjalds-
ríkin Eistland, Lettland, Litháen,
Pólland, Tékkland, Ungverjaland,
Slóvakía og Slóvenía ásamt Mið-
jarðarhafseyjunni Möltu.
Embættismenn segja að sára-
litlu muni að samkomulag um
sambandsríki á Kýpur komist í
höfn. ■
Litlu munar að Kýpurdeilan leysist í dag:
Örvænting á
síðustu stundu
COSTAS SIMITIS
Forsætisráðherra Grikklands ræðir við
fréttamenn í Kaupmannahöfn. Abdullah
Gul, forsætisráðherra Tyrklands, og Racep
Tayyip Erdogan, leiðtoga stjórnarflokksins
í Tyrklandi, voru sömuleiðis staddir í
Kaupmannahöfn í tilefni af leiðtogafundi
Evrópusambandsins.
AP
/M
YN
D
VIÐSKIPTI Þegar hluthafi eignast
meira en helming atkvæðisréttar
í almenningshlutafélagi hér á
landi ber honum skylda til að
bjóðast til að kaupa aðra hluthafa
út úr fyrirtækinu. Í
yfirliti Búnaðar-
bankans um hluta-
bréf er bent á að
ákveðnir hópar
hafi að undanförnu
tryggt sér yfirráð
yfir skráðum félög-
um með því að skrá
eignarhald á mis-
munandi lögaðila.
Búnaðarbankinn
nefnir nokkur félög
sem þetta á við um. Þau eru: Jarð-
boranir, SR mjöl, Skeljungur,
Tryggingamiðstöðin og Þormóður
rammi-Sæberg. Greiningardeild
Búnaðarbankans segir að núgild-
andi reglur verndi ekki í raun rétt
minnihluta við slíkar aðstæður.
„Lögin eru þannig að til að ná
fram breytingum á samþykktum
félags þarf samþykki 3/4 hluta
hluthafa. Ef menn eiga 1/3 eru
þeir komnir með neitunarvald við
ákveðnar aðstæður og geta staðið
í vegi fyrir breytingum,“ segir
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnað-
arbankans. Hún segir það skipta
máli í þessu sambandi að almenn-
ingshlutafélög hafi aðgang að
sparnaði almennings á markaði.
„Við setjum þetta ekki fram
vegna þess að við teljum eitthvað
óeðlilegt hafa verið í gangi. Við
teljum hins vegar rétt að hafa
þetta í huga, sérstaklega á jafn
litlum markaði og hér. Þetta getur
haft slæm áhrif, sérstaklega ef
viðskipti með félög detta niður,
sem er raunveruleg hætta í slík-
um tilvikum.“
Reglur um yfirtökuskyldu eru
breytilegar eftir löndum. Í Nor-
egi og Svíþjóð er miðað við 40%,
í Danmörku er miðað við þriðj-
ung og 30% í Bretlandi. Fyrir Al-
þingi liggur nú frumvarp um
verðbréfaviðskipti. Búnaðar-
bankinn hefur lagt til í umsögn
sinni um frumvarpið að skoðaðir
verði kostir og gallar þess að
færa þessi mörk neðar en nú er.
Mikil velta hefur verið það
sem af er ári í Kauphöllinni. Stór
hluti þeirrar veltu hefur verið
vegna sameiningar, hagræðingar
og valdafjárfestinga. Margir
hafa áhyggjur af að þegar þess-
ari uppstokkun ljúki minnki við-
skipti með bréf þessara félaga.
Verðmyndun geti orðið óskilvirk
og áhrif minnihluta lítil og
ótrygg.
haflidi@frettabladid.is
Minnihlutaréttur
ekki tryggður
Yfirtökuskylda myndast í almenningshlutafélögum þegar atkvæðarétt-
ur fer yfir 50%. Í nágrannalöndunum er hlutfallið lægra. Þetta háa hlut-
fall kann að skerða rétt þeirra sem eiga smærri hlut í hlutafélögum.
EDDA RÓS KARLSDÓTTIR
Forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans telur ástæðu til að hafa rétt minni-
hlutaeigenda í huga í lagasetningu um verðbréfaviðskipti.
Ef menn eiga
1/3 eru þeir
komnir með
neitunarvald
við ákveðnar
aðstæður og
geta staðið í
vegi fyrir
breytingum.
LAUNAMUNUR Kynjabundinn launa-
munur hjá opinberum starfsmönn-
um á Íslandi er mun minni en áður
var skýrt frá. Stuðst var við könnun
sem Rannsóknastofa í kvennafræð-
um framkvæmdi. Könnunin var
hluti af Evrópusambandsverkefni.
Kynnt var að kynjabundinn launa-
munur væri 39% í opinberum störf-
um á Íslandi en 6% til 21% í saman-
burðarlöndunum. Í ljós hefur komið
að rangt var reiknað. Auk þess var
viðmiðunarmánuðurinn, nóvember
2000, óheppilegur vegna kennara-
verkfalls. Við endurútreikninga
kom í ljós að launamunur hjá hinu
opinbera er nær því sem gerist í
samanburðarlöndunum en talið var
eða um 24%.
Launabilið hjá hinu opinbera er
því ekki meira, heldur ívið minna en
á almenna markaðnum. Rannsókna-
stofa í kvennafræðum og Kjara-
rannsóknanefnd opinberra starfs-
manna sendu frá sér leiðréttingu
vegna þessa og harma mistökin. ■
Kynjabundin launamunur:
Skekkja í útreikningum
LAUNAMUNUR KYNJANNA -
LEIÐRÉTTAR TÖLUR
Almennur Opinberi
markaður geirinn
Austurríki 19% 14%
Danmörk 16% 7%
Grikkland 23% -
Ísland 27% 24%
Noregur 24% 12%
Bretland 27% 21%
OPINBERIR STARFSMENN
Kynjabundinn launamunur er 24%.
Þorláksmessuskatan
í Rúgbrauðsgerðinni
Borgartúni 6.
Þorláksmessuveislan er frá 11-16.
Í boði eru þrjár tegundir skata:
amlóði / miðsterk / fullsterk
Einnig er í boði:
Saltfiskur / plokkfiskur / síld
Verð: 2.600,-
s. 561 64444 - borgaris@itn.is